Látinn hórmangari og ákærðir menn náðu kjöri Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 14:12 Dennis Hof fannst látinn um miðjan október. Hann var kjörinn á ríkisþing Nevada í gær. Vísir/Getty Tveir þingmenn repúblikana sem hafa verið ákærðir fyrir glæpi og yfirlýstur hórmangari sem lést í síðasta mánuði eru á meðal þeirra sem Bandaríkjamenn kusu til þingsetu í kosningunum í gær. Kjósendur virtust ekki setja vafasama fortíð sumra frambjóðenda fyrir sig. Duncan Hunter, þingmaður repúblikana í Kaliforníu, og Chris Collins, þingmaður flokksins frá New York, náðu báðir endurkjöri í kosningum til fulltrúadeildarinnar. Alríkisyfirvöld hafa ákært þá báða fyrir meint brot. Hunter og eiginkona hans eru sökuð um að hafa misnotað kosningasjóði í eigin þágu en Collins er ákærður fyrir að hafa látið syni sínum í té innherjaupplýsingar um lyfjafyrirtæki í tengslum við hlutabréfakaup. Kjósendur demókrata voru einnig tilbúnir að líta fram hjá meintum glæpum frambjóðenda sinna. Þannig náði Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður flokksins í New Jersey, endurkjöri í gær. Hann var ákærður fyrir spillingu en málið gegn honum var látið niður falla eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu. Sérstaka athygli vekur að kjósendur í sunnaverðu Nevada kusu Dennis Hof, eiganda vændishúsa og yfirlýstan hórmangara, til setu á ríkisþinginu sem fulltrúa Repúblikanaflokksins. Hof fannst látinn eftir mikil skemmtanahöld í tilefni af 72 ára afmæli hans 16. október. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hafi verið klámmyndaleikarinn Ron Jeremy sem kom að líki Hof. Hof kom meðal annars í fram í raunveruleikaþætti á HBO-kapalstöðinni og skrifaði bók sem hann nefndi „Listin við hórmangið“ sem vísaði til titils bókar Donalds Trump, „Listinn við samninga“. Embættismenn sýslunnar munu tilnefna annan repúblikana til að taka sæti hans á ríkisþinginu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Tveir þingmenn repúblikana sem hafa verið ákærðir fyrir glæpi og yfirlýstur hórmangari sem lést í síðasta mánuði eru á meðal þeirra sem Bandaríkjamenn kusu til þingsetu í kosningunum í gær. Kjósendur virtust ekki setja vafasama fortíð sumra frambjóðenda fyrir sig. Duncan Hunter, þingmaður repúblikana í Kaliforníu, og Chris Collins, þingmaður flokksins frá New York, náðu báðir endurkjöri í kosningum til fulltrúadeildarinnar. Alríkisyfirvöld hafa ákært þá báða fyrir meint brot. Hunter og eiginkona hans eru sökuð um að hafa misnotað kosningasjóði í eigin þágu en Collins er ákærður fyrir að hafa látið syni sínum í té innherjaupplýsingar um lyfjafyrirtæki í tengslum við hlutabréfakaup. Kjósendur demókrata voru einnig tilbúnir að líta fram hjá meintum glæpum frambjóðenda sinna. Þannig náði Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður flokksins í New Jersey, endurkjöri í gær. Hann var ákærður fyrir spillingu en málið gegn honum var látið niður falla eftir að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu. Sérstaka athygli vekur að kjósendur í sunnaverðu Nevada kusu Dennis Hof, eiganda vændishúsa og yfirlýstan hórmangara, til setu á ríkisþinginu sem fulltrúa Repúblikanaflokksins. Hof fannst látinn eftir mikil skemmtanahöld í tilefni af 72 ára afmæli hans 16. október. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að það hafi verið klámmyndaleikarinn Ron Jeremy sem kom að líki Hof. Hof kom meðal annars í fram í raunveruleikaþætti á HBO-kapalstöðinni og skrifaði bók sem hann nefndi „Listin við hórmangið“ sem vísaði til titils bókar Donalds Trump, „Listinn við samninga“. Embættismenn sýslunnar munu tilnefna annan repúblikana til að taka sæti hans á ríkisþinginu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38