Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 09:33 Trump forseti þegar hann tilkynnti að hann hygðist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Sú ákvörðun tekur þó ekki gildi fyrr en árið 2020. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtók afneitun sína á vísindalegri þekkingu á eðli loftslagsbreytinga á jörðinni í nýlegu sjónvarpsviðtali þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér skýrslu eigin vísindamanna. Líkt og aðrir repúblikanar hefur Trump þrætt fyrir að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og hversu alvarlegar þær verði þrátt fyrir samhljóða álit vísindaheimsins um annað. Trump lýsti loftslagsbreytingum eitt sinn sem kínversku „gabbi“ og hefur fellt úr gildi fjölda loftslagsaðgerða sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt. Í viðtali við sjónvarpsþátt Axios-fréttasíðunnar hélt Trump uppteknum hætti, jafnvel eftir að fréttamaðurinn bar undir hann skýrslu sem nokkrar stofnanir alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir gáfu út í fyrra. „Eru loftslagsbreytingar? Já. Mun þetta fara aftur svona, ég meina mun þetta breytast til baka? Líklega,“ sagði Trump sem viðurkenndi þó að hann hefði ekki lesið vísindaskýrsluna. Fullyrðingar forsetans ganga þvert á það sem vísindamenn alríkisstjórnarinnar skrifuðu í skýrsluna. Þar kemur fram að aðeins hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda geti komið í veg fyrir að hiti andrúmsloft og sjávar aukist áfram og afleiðingar þess.Segir „skýrslur“ til sem sýna fram á annað Viðurkenndi Trump að menn hefðu lagt eitthvað til hnattrænnar hlýnunar. Það er í anda þess sem fleiri repúblikanar hafa sagt til þess að efast um að hversu miklu leyti menn beri ábyrgð eftir að afleiðingar loftslagsbreytingar tóku að verða augljósari. „Ég vil að allir skili skýrslu um hvað sem þeir vilja en á endanum er það ég sem tek úrslitaákvörðunina. Ég get líka gefið þér skýrslur þar sem fólk þrætir verulega fyrir það,“ sagði forsetinn. Engar slíkar skýrslur eru þó til á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna og engar ritrýndar vísindagreinar. Þvert á móti telja vísindamenn að mannkynið beri ábyrgð á 100% af þeirri hnattrænu hlýnun sem mælst hefur frá iðnbyltingunni og gott betur. Ástæðan er sú að náttúrulegir þættir hafa vegið upp á móti hlýnun af völdum manna undanfarin fimmtíu ár. Ef ekki hefði verið fyrir þá hefði hlýnað enn meira en þegar er orðið vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar segir að engin önnur sannfærandi kenning sé um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Fjöldi alríkisstofnana átti þátt í skýrslunni, þar á meðal geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnunin NOAA og orkumálaráðuneytið. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtók afneitun sína á vísindalegri þekkingu á eðli loftslagsbreytinga á jörðinni í nýlegu sjónvarpsviðtali þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér skýrslu eigin vísindamanna. Líkt og aðrir repúblikanar hefur Trump þrætt fyrir að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og hversu alvarlegar þær verði þrátt fyrir samhljóða álit vísindaheimsins um annað. Trump lýsti loftslagsbreytingum eitt sinn sem kínversku „gabbi“ og hefur fellt úr gildi fjölda loftslagsaðgerða sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt. Í viðtali við sjónvarpsþátt Axios-fréttasíðunnar hélt Trump uppteknum hætti, jafnvel eftir að fréttamaðurinn bar undir hann skýrslu sem nokkrar stofnanir alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir gáfu út í fyrra. „Eru loftslagsbreytingar? Já. Mun þetta fara aftur svona, ég meina mun þetta breytast til baka? Líklega,“ sagði Trump sem viðurkenndi þó að hann hefði ekki lesið vísindaskýrsluna. Fullyrðingar forsetans ganga þvert á það sem vísindamenn alríkisstjórnarinnar skrifuðu í skýrsluna. Þar kemur fram að aðeins hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda geti komið í veg fyrir að hiti andrúmsloft og sjávar aukist áfram og afleiðingar þess.Segir „skýrslur“ til sem sýna fram á annað Viðurkenndi Trump að menn hefðu lagt eitthvað til hnattrænnar hlýnunar. Það er í anda þess sem fleiri repúblikanar hafa sagt til þess að efast um að hversu miklu leyti menn beri ábyrgð eftir að afleiðingar loftslagsbreytingar tóku að verða augljósari. „Ég vil að allir skili skýrslu um hvað sem þeir vilja en á endanum er það ég sem tek úrslitaákvörðunina. Ég get líka gefið þér skýrslur þar sem fólk þrætir verulega fyrir það,“ sagði forsetinn. Engar slíkar skýrslur eru þó til á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna og engar ritrýndar vísindagreinar. Þvert á móti telja vísindamenn að mannkynið beri ábyrgð á 100% af þeirri hnattrænu hlýnun sem mælst hefur frá iðnbyltingunni og gott betur. Ástæðan er sú að náttúrulegir þættir hafa vegið upp á móti hlýnun af völdum manna undanfarin fimmtíu ár. Ef ekki hefði verið fyrir þá hefði hlýnað enn meira en þegar er orðið vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar segir að engin önnur sannfærandi kenning sé um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Fjöldi alríkisstofnana átti þátt í skýrslunni, þar á meðal geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnunin NOAA og orkumálaráðuneytið.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira