Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. nóvember 2018 07:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti á kosningafundi. vísir/getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Nær öruggt þykir að Demókrötum muni takast að tryggja sér meirihluta í fulltrúadeild og binda þannig enda á yfirráð Repúblikana yfir báðum deildum þingsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafa farið mikinn undanfarna sólarhringa og lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeim sýslum og ríkjum þar sem mjótt er á munum. „Það gæti gerst,“ sagði Trump á framboðsfundi í Virginíu í gær þegar talið barst að líklegum kosningasigri Demókrata í neðri deild þingsins. „En hafið ekki áhyggjur. Ég mun spjara mig.“ Glati Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni er ljóst að Trump mun eiga mun erfiðara með að koma sínum stefnumálum áleiðis á Bandaríkjaþingi. Þannig snýst kosningabaráttan að miklu leyti um forsetann og stefnumál hans. Um leið er ljóst að Demókratar muni sækja hart að forsetanum rætist spár um fulltrúadeildina. Heimildir AP-fréttaveitunnar herma að Demókratar séu nú þegar að undirbúa að blása nýju lífi í rannsókn upplýsinganefndar þingsins á tengslum rússenskra yfirvalda við kosningabaráttu Trumps. Samhliða kosningum til Bandaríkjaþings munu Bandaríkjamenn kjósa um allt mögulegt. Allt frá lögleiðingu kannabisefna til skólastjórnenda, frá dómurum til sorphirðustjóra. Jafnframt verður kosið um ríkisstjórastóla í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Repúblikanar haldi 23 ríkisstjórastólum og Demókratar nítján, en í átta ríkjum er afar mjótt á munum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Nær öruggt þykir að Demókrötum muni takast að tryggja sér meirihluta í fulltrúadeild og binda þannig enda á yfirráð Repúblikana yfir báðum deildum þingsins. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafa farið mikinn undanfarna sólarhringa og lagt lóð sín á vogarskálarnar í þeim sýslum og ríkjum þar sem mjótt er á munum. „Það gæti gerst,“ sagði Trump á framboðsfundi í Virginíu í gær þegar talið barst að líklegum kosningasigri Demókrata í neðri deild þingsins. „En hafið ekki áhyggjur. Ég mun spjara mig.“ Glati Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni er ljóst að Trump mun eiga mun erfiðara með að koma sínum stefnumálum áleiðis á Bandaríkjaþingi. Þannig snýst kosningabaráttan að miklu leyti um forsetann og stefnumál hans. Um leið er ljóst að Demókratar muni sækja hart að forsetanum rætist spár um fulltrúadeildina. Heimildir AP-fréttaveitunnar herma að Demókratar séu nú þegar að undirbúa að blása nýju lífi í rannsókn upplýsinganefndar þingsins á tengslum rússenskra yfirvalda við kosningabaráttu Trumps. Samhliða kosningum til Bandaríkjaþings munu Bandaríkjamenn kjósa um allt mögulegt. Allt frá lögleiðingu kannabisefna til skólastjórnenda, frá dómurum til sorphirðustjóra. Jafnframt verður kosið um ríkisstjórastóla í 36 af 50 ríkjum Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Repúblikanar haldi 23 ríkisstjórastólum og Demókratar nítján, en í átta ríkjum er afar mjótt á munum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30