Hefur yfirstjórn kirkjunnar misst trú á eigin boðun? Haraldur Benediktsson skrifar 2. nóvember 2018 10:53 Ég er sóknarbarn í Saurbæjarprestakalli. Skírður og fermdur, aldrei íhugað að yfirgefa íslenski þjóðkirkjuna. Kirkjuna sem boðar kærleika og umburðarlyndi. Nánast af tilviljun frétti ég að eigi að leggja niður prestakallið í Saurbæ. Mitt prestakall. Leggja einhliða undir Garðaprestakall. Sem ég og sveit mín reyndar tilheyrðum áður, til ársins 1974, ef ég man rétt. Hef ekki neitt að athuga við endurskipulagningu á innra starfi og fyrirkomulagi hennar. En vinnubrögð, aðferðarfræði og framganga yfirvalda þjóðkirkjunnar eru í þessu máli forkastanleg. Nú liggur fyrir kirkjuþingi tillaga um að leggja niður Saurbæjarprestakall, og ástæðan er að sögn, vegna þess að sóknarprestur getur heilsu sinnar vegna ekki búið í prestbústaðnum vegna myglu. Viðgerðir hafa ekki verið fullnægjandi – og ekki reynt að láta reyna á til enda hvort takist að lagfæra húsið. En húsið í þessu ástandi verði mögulega sett í leigu til fólks sem sættir sig við að búa í heilsuspillandi húsnæði. . Það mun vera fordæmi fyrir því að Kirkjan leigi út íbúðarhúsnæði sem er skemmt af myglu. Ekki einu sinni haft fyrir því að láta prestakallið sem á að taka við vita að þetta standi til. Fjölskylda svipt heimili sínu. Sóknarprestur, sem hefur misst heilsuna vegna húsnæðis, er á hrakhólum. Hann og fjölskylda hans hafa ekki getað haldið heimili í langan tíma. Úrræði yfirvalda kirkjunnar er að kasta í skyndi fyrir kirkjuþing tillögu um að leggja þá niður prestakallið fyrst fjölskyldan vill ekki flytja aftur inn í prestsetrið, sem þó er heilsuspillandi! Hvernig rímar þetta við boðun kirkjunnar? Sem gefur sig út fyrir að standa fyrir náungakærleika – umburðarlyndi. Hvernig stjórnsýsla er það? Hvernig samræmist það boðandi kirkju um kærleika og umhyggju að ganga fram með þessum hætti? Að í skyndi – án þeirrar starfsreglu kirkjunnar að kirkjuráðið allt standi að tillögugerð. Einn kirkjuráðsmaður stendur að tillögunni – og gefur í skyn að allt kirkjuráðið styðji þessa lausn. Hversvegna stendur það ekki að allt að þessari tillögu? En hver er þessi lausn? Hefur verið reynt að semja við sóknarprestinn um aðra lausn? Nei. Hefur verið rætt við það fólk sem hefur tekið að sér, fyrir samfélag sitt, að gegna trúnaðarstöðum í þeim sóknum? Er það hugmynd kirkjunnar að lausn mála að svipta samfélagi prestakalli sínu og sóknarprest embætti af því að hann getur ekki búið á heimili sínu, sem er heilsuspillandi? Hús eru lagfærð og ný hús byggð, þegar þau ganga úr sér. Það er gangur lífsins. Kirkjur og prestsetur eru hluti af sögu okkar, það er stór ákvörðun að ganga til þess verks, að leggja niður prestakall. Prestsetur á einni höfuðkirkju Íslands Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hvar er nú virðing hennar fyrir arfleið sr Hallgríms Péturssonar? Höfundi passíusálmanna – einu mesta bókmenntverki sem þessi þjóð á. Það er eitthvað meira en lítið að fjármálum kirkjunnar ef hún getur ekki einu sinni haldið við húsum sínum. Hvernig fer kirkjan með eignir sínar, er spurning sem leitar á. Er það í samræmi við byggðalegt hlutverk þessarar miklu stofnunar að eyða byggð og búsetu með þessum hætti? Þetta er jú þjóðkirkjan. En munum að til stendur að leigja hús prestsetursins til fólks sem sættir sig við heilsuspillandi húsnæði. Vinnubrögð og aðdragandi að þessari geðþótta tillögu um skyndilega niðurlagningu prestakallsins eru forkastanleg. En samkvæmt þeim reglum sem kirkjuþing starfar eftir, að mér er sagt, er ekki farið að starfsreglum og tillagan ekki þingtæk. En það mun þykja aðeins formsatriði Það er því verið að skapa fordæmi fyrir þeim skyndi lausnum að leggja niður hundruð ára búsetu – með engum fyrirvara. Leggja niður prestakall – embætti – ef geðþótti yfirvalda stendur til þess. Ef prestur er óþægur - leggjum niður embættið. Þjóðkirkjan, með sín miklu opinberu framlög hefur að mínu mati skyldur við landsbyggðina. Auðvitað og sem betur fer erum við að hverfa frá opinberum embættisbústöðum. En fyrir byggðir getur skipt máli að opinberir aðilar þekki hlutverk sitt. Það er því ekkert sjálfgefið að td prestbústaður sé ekki endurnýjaður. Það er nauðsynlegt að aðdragandi að þessum breytingum verði rannsakaður og framganga öll. Fyrr er ekki hægt að öðlast traust og trúnað á þessa mikilvægu stofnun. Traust mitt til hennar er í það minnsta brotið. Er til of mikils mælst, af hendi okkar sóknarbarna, að tillögu þessari verði frestað – og reynt að ræða málið? Kannski ætti kirkjan sjálf að hlusta á það sem hún boðar? Ég hef ekki gengið af minni trú.Höfundur er alþingismaður. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég er sóknarbarn í Saurbæjarprestakalli. Skírður og fermdur, aldrei íhugað að yfirgefa íslenski þjóðkirkjuna. Kirkjuna sem boðar kærleika og umburðarlyndi. Nánast af tilviljun frétti ég að eigi að leggja niður prestakallið í Saurbæ. Mitt prestakall. Leggja einhliða undir Garðaprestakall. Sem ég og sveit mín reyndar tilheyrðum áður, til ársins 1974, ef ég man rétt. Hef ekki neitt að athuga við endurskipulagningu á innra starfi og fyrirkomulagi hennar. En vinnubrögð, aðferðarfræði og framganga yfirvalda þjóðkirkjunnar eru í þessu máli forkastanleg. Nú liggur fyrir kirkjuþingi tillaga um að leggja niður Saurbæjarprestakall, og ástæðan er að sögn, vegna þess að sóknarprestur getur heilsu sinnar vegna ekki búið í prestbústaðnum vegna myglu. Viðgerðir hafa ekki verið fullnægjandi – og ekki reynt að láta reyna á til enda hvort takist að lagfæra húsið. En húsið í þessu ástandi verði mögulega sett í leigu til fólks sem sættir sig við að búa í heilsuspillandi húsnæði. . Það mun vera fordæmi fyrir því að Kirkjan leigi út íbúðarhúsnæði sem er skemmt af myglu. Ekki einu sinni haft fyrir því að láta prestakallið sem á að taka við vita að þetta standi til. Fjölskylda svipt heimili sínu. Sóknarprestur, sem hefur misst heilsuna vegna húsnæðis, er á hrakhólum. Hann og fjölskylda hans hafa ekki getað haldið heimili í langan tíma. Úrræði yfirvalda kirkjunnar er að kasta í skyndi fyrir kirkjuþing tillögu um að leggja þá niður prestakallið fyrst fjölskyldan vill ekki flytja aftur inn í prestsetrið, sem þó er heilsuspillandi! Hvernig rímar þetta við boðun kirkjunnar? Sem gefur sig út fyrir að standa fyrir náungakærleika – umburðarlyndi. Hvernig stjórnsýsla er það? Hvernig samræmist það boðandi kirkju um kærleika og umhyggju að ganga fram með þessum hætti? Að í skyndi – án þeirrar starfsreglu kirkjunnar að kirkjuráðið allt standi að tillögugerð. Einn kirkjuráðsmaður stendur að tillögunni – og gefur í skyn að allt kirkjuráðið styðji þessa lausn. Hversvegna stendur það ekki að allt að þessari tillögu? En hver er þessi lausn? Hefur verið reynt að semja við sóknarprestinn um aðra lausn? Nei. Hefur verið rætt við það fólk sem hefur tekið að sér, fyrir samfélag sitt, að gegna trúnaðarstöðum í þeim sóknum? Er það hugmynd kirkjunnar að lausn mála að svipta samfélagi prestakalli sínu og sóknarprest embætti af því að hann getur ekki búið á heimili sínu, sem er heilsuspillandi? Hús eru lagfærð og ný hús byggð, þegar þau ganga úr sér. Það er gangur lífsins. Kirkjur og prestsetur eru hluti af sögu okkar, það er stór ákvörðun að ganga til þess verks, að leggja niður prestakall. Prestsetur á einni höfuðkirkju Íslands Hallgrímskirkju í Saurbæ. Hvar er nú virðing hennar fyrir arfleið sr Hallgríms Péturssonar? Höfundi passíusálmanna – einu mesta bókmenntverki sem þessi þjóð á. Það er eitthvað meira en lítið að fjármálum kirkjunnar ef hún getur ekki einu sinni haldið við húsum sínum. Hvernig fer kirkjan með eignir sínar, er spurning sem leitar á. Er það í samræmi við byggðalegt hlutverk þessarar miklu stofnunar að eyða byggð og búsetu með þessum hætti? Þetta er jú þjóðkirkjan. En munum að til stendur að leigja hús prestsetursins til fólks sem sættir sig við heilsuspillandi húsnæði. Vinnubrögð og aðdragandi að þessari geðþótta tillögu um skyndilega niðurlagningu prestakallsins eru forkastanleg. En samkvæmt þeim reglum sem kirkjuþing starfar eftir, að mér er sagt, er ekki farið að starfsreglum og tillagan ekki þingtæk. En það mun þykja aðeins formsatriði Það er því verið að skapa fordæmi fyrir þeim skyndi lausnum að leggja niður hundruð ára búsetu – með engum fyrirvara. Leggja niður prestakall – embætti – ef geðþótti yfirvalda stendur til þess. Ef prestur er óþægur - leggjum niður embættið. Þjóðkirkjan, með sín miklu opinberu framlög hefur að mínu mati skyldur við landsbyggðina. Auðvitað og sem betur fer erum við að hverfa frá opinberum embættisbústöðum. En fyrir byggðir getur skipt máli að opinberir aðilar þekki hlutverk sitt. Það er því ekkert sjálfgefið að td prestbústaður sé ekki endurnýjaður. Það er nauðsynlegt að aðdragandi að þessum breytingum verði rannsakaður og framganga öll. Fyrr er ekki hægt að öðlast traust og trúnað á þessa mikilvægu stofnun. Traust mitt til hennar er í það minnsta brotið. Er til of mikils mælst, af hendi okkar sóknarbarna, að tillögu þessari verði frestað – og reynt að ræða málið? Kannski ætti kirkjan sjálf að hlusta á það sem hún boðar? Ég hef ekki gengið af minni trú.Höfundur er alþingismaður. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu hans.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar