Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna 18. nóvember 2018 17:46 Trump vill ekki hlusta á upptöku af morðinu. Getty/Al Drago Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Þá sagðist forsetinn hafa fengið ágrip af því sem fram fór á upptökunni. Auk þess vildi hann ekki hlusta á upptökuna. „Þetta er upptaka af þjáningum, hún er hræðileg. Ég hef fengið allar upplýsingar um hana, svo það er engin ástæða fyrir mig til þess að hlusta á hana,“ sagði Trump í viðtali við Fox News Sunday. „Ég hef fengið að heyra um allt á þessari upptöku án þess að þurfa að hlusta á hana.“Telur krónprins Sádi Arabíu ekki bera ábyrgðLeyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi en ríkisstjórn Trump hefur gefið út yfirlýsingu sem gengur þvert á þá niðurstöðu. Í viðtalinu við Fox sagðist Trump ekki telja að krónprinsinn bæri ábyrgð á verknaðinum en viðtalið var tekið upp á föstudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en niðurstaða rannsóknar CIA var gerð opinber. „Hann sagði mér að hann hefði ekkert haft með þetta að gera,“ sagði Trump, og bætti við að „fjöldi fólks“ væri sama sinnis um að krónprinsinn ungi bæri ekki ábyrgð á dauða Khashoggi. Trump segir skýrslu um morðið á Khashoggi, sem var oft á tíðum afar gagnrýninn á sádiarabísku konungsfjölskylduna, vera væntanlega á næstu dögum. „Við fáum mjög yfirgripsmikla skýrslu á næstu tveimur dögum, líklega á mánudag eða þriðjudag.“ Þá sagði forsetinn að skýrslan myndi innihalda upplýsingar um hver ber ábyrgð á ódæðinu.Vill halda tengslum við Sádi ArabíuMargir meðlimir Bandaríkjaþings hafa beitt Trump þrýstingi um að taka harðar á málinu gagnvart Sádi Arabíu. Þá hafa sumir gengið svo langt að kalla eftir því að Bandaríkin hætti sölu vopna til Sáda en Trump hefur staðið þann þrýsting af sér, enn sem komið er. Þá telja sérfræðingar vestanhafs að Trump vilji fara varlega í allar refsiaðgerðir gagnvart Sádum, þar sem Sádi Arabía er einn helsti útflytjandi olíu til Bandaríkjanna og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í því að sporna við valdabrölti Írans í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Þá sagðist forsetinn hafa fengið ágrip af því sem fram fór á upptökunni. Auk þess vildi hann ekki hlusta á upptökuna. „Þetta er upptaka af þjáningum, hún er hræðileg. Ég hef fengið allar upplýsingar um hana, svo það er engin ástæða fyrir mig til þess að hlusta á hana,“ sagði Trump í viðtali við Fox News Sunday. „Ég hef fengið að heyra um allt á þessari upptöku án þess að þurfa að hlusta á hana.“Telur krónprins Sádi Arabíu ekki bera ábyrgðLeyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi en ríkisstjórn Trump hefur gefið út yfirlýsingu sem gengur þvert á þá niðurstöðu. Í viðtalinu við Fox sagðist Trump ekki telja að krónprinsinn bæri ábyrgð á verknaðinum en viðtalið var tekið upp á föstudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en niðurstaða rannsóknar CIA var gerð opinber. „Hann sagði mér að hann hefði ekkert haft með þetta að gera,“ sagði Trump, og bætti við að „fjöldi fólks“ væri sama sinnis um að krónprinsinn ungi bæri ekki ábyrgð á dauða Khashoggi. Trump segir skýrslu um morðið á Khashoggi, sem var oft á tíðum afar gagnrýninn á sádiarabísku konungsfjölskylduna, vera væntanlega á næstu dögum. „Við fáum mjög yfirgripsmikla skýrslu á næstu tveimur dögum, líklega á mánudag eða þriðjudag.“ Þá sagði forsetinn að skýrslan myndi innihalda upplýsingar um hver ber ábyrgð á ódæðinu.Vill halda tengslum við Sádi ArabíuMargir meðlimir Bandaríkjaþings hafa beitt Trump þrýstingi um að taka harðar á málinu gagnvart Sádi Arabíu. Þá hafa sumir gengið svo langt að kalla eftir því að Bandaríkin hætti sölu vopna til Sáda en Trump hefur staðið þann þrýsting af sér, enn sem komið er. Þá telja sérfræðingar vestanhafs að Trump vilji fara varlega í allar refsiaðgerðir gagnvart Sádum, þar sem Sádi Arabía er einn helsti útflytjandi olíu til Bandaríkjanna og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í því að sporna við valdabrölti Írans í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01
Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08