Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 17:36 Donald Trump sakaði Jim Acosta, fréttamann CNN, um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Getty/The Asahi Shimbun Bandaríska fréttastofan Fox News hefur lýst yfir stuðningi við CNN í baráttu þeirra við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Sarah Sanders fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og fleiri starfsmanna þess eftir að ákveðið var að svipta Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa að Hvíta húsinu. Á heimasíðu Fox segir að Fox News styðji við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Acosta. Segir að Fox ætli sér að senda dómstólnum bréf til að útlista þá skoðun fréttastofunnar að ekki skuli beita blaðamannapössum sem vopni. „Þó að við leggjum ekki blessun okkar yfir þann fjandsamlega tón bæði forsetans og fjölmiðla sem hefur verið áberandi að undanförnu, þá styðjum við frjálsa fjölmiðla, aðgang og opin samskipti, til handa bandarísku þjóðinni,“ er haft eftir Jay Wallace, forstjóra Fox News. Trump hefur ítrekað sakað CNN og fleiri fjölmiðla um að flytja falsfréttir, en eftir því hefur verið tekið að Fox News virðist vera í náðinni hjá forsetanum.Sagði Acosta hræðilega manneskju Til deilna kom milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þar sakaði Trump Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Að lokum sagði Trump að nú væri nóg komið og reyndi lærlingur í Hvíta húsinu þá að ná hljóðnemann af Acosta sem lét hann ekki af hendi. Daginn eftir birti Sarah Huckabee Sanders fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, myndband af því þegar Acosta neitaði að láta hljóðnemann af hendi og sakaði Acosta um „óviðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem Sanders birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var, en því var fyrst dreift af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Stefna sex starfsmönnum Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Bandaríska fréttastofan Fox News hefur lýst yfir stuðningi við CNN í baráttu þeirra við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Sarah Sanders fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins og fleiri starfsmanna þess eftir að ákveðið var að svipta Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa að Hvíta húsinu. Á heimasíðu Fox segir að Fox News styðji við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Acosta. Segir að Fox ætli sér að senda dómstólnum bréf til að útlista þá skoðun fréttastofunnar að ekki skuli beita blaðamannapössum sem vopni. „Þó að við leggjum ekki blessun okkar yfir þann fjandsamlega tón bæði forsetans og fjölmiðla sem hefur verið áberandi að undanförnu, þá styðjum við frjálsa fjölmiðla, aðgang og opin samskipti, til handa bandarísku þjóðinni,“ er haft eftir Jay Wallace, forstjóra Fox News. Trump hefur ítrekað sakað CNN og fleiri fjölmiðla um að flytja falsfréttir, en eftir því hefur verið tekið að Fox News virðist vera í náðinni hjá forsetanum.Sagði Acosta hræðilega manneskju Til deilna kom milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þar sakaði Trump Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Að lokum sagði Trump að nú væri nóg komið og reyndi lærlingur í Hvíta húsinu þá að ná hljóðnemann af Acosta sem lét hann ekki af hendi. Daginn eftir birti Sarah Huckabee Sanders fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, myndband af því þegar Acosta neitaði að láta hljóðnemann af hendi og sakaði Acosta um „óviðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem Sanders birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var, en því var fyrst dreift af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Stefna sex starfsmönnum Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30 Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56 Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi. 8. nóvember 2018 15:30
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30
CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Vilja að fréttamanninum Jim Acosta verði aftur hleypt í Hvíta húsið og segja bannið brjóta gegn stjórnarskránni. 13. nóvember 2018 14:56
Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. 8. nóvember 2018 07:00