Skúli útilokar ekki að segja þurfi upp starfsfólki Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2018 11:04 Skúli Mogensen ræddi við starfsfólk WOW Air á starfsmannafundi í Katrínartúni í morgun. Hér er hann með Jónínu Guðmundsdóttur starfsmannastjóra WOW air. Vísir/vilhelm Skúli Mogensen forstjóri WOW Air útilokar ekki að segja þurfi upp starfsmönnum hjá fyrirtækinu. Þetta hefur RÚV eftir Skúla að loknum starfsmannafundi WOW Air sem haldinn var í morgun. Þá segir hann fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Skúli ræddi við starfsmenn fyrirtækisins á fundinum í Katrínartúni sem hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum. „Það má vera,“ er haft eftir Skúla í frétt RÚV er hann var inntur eftir því hvort mætti vænta uppsagna eftir að Icelandair Group féll frá kaupum á WOW Air, líkt og greint var frá í morgun. Samkvæmt starfsfólki voru uppsagnir þó ekki ræddar á fundinum í Katrínartúni í morgun. Vísir náði tali af Skúla að loknum fundi en hann vísaði á Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air. Vísir hefur sent henni fyrirspurn um stöðu félagsins í kjölfar frétta dagsins. Fréttablaðið greinir jafnframt frá því að fjársterkur aðili skoði nú kaup á WOW Air en Skúli er sagður hafa greint starfsfólki frá þessu á fundinum í morgun. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsfólki félagsins fyrir fundinn segir að stefnt sé að því að WOW Air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og reiknar hann með að geta fært starfsfólki WOW Air gleðifréttir í mjög náinni framtíð. Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun eftir að fréttir bárust af því að hætt hefði verið við sameiningu félagsins og WOW Air. Nú skömmu fyrir klukkan 10 var fallið um 10 prósent frá opnun markaða. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Skúli Mogensen forstjóri WOW Air útilokar ekki að segja þurfi upp starfsmönnum hjá fyrirtækinu. Þetta hefur RÚV eftir Skúla að loknum starfsmannafundi WOW Air sem haldinn var í morgun. Þá segir hann fjársterka aðila skoða kaup á félaginu, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Skúli ræddi við starfsmenn fyrirtækisins á fundinum í Katrínartúni sem hófst klukkan 10 og lauk á ellefta tímanum. „Það má vera,“ er haft eftir Skúla í frétt RÚV er hann var inntur eftir því hvort mætti vænta uppsagna eftir að Icelandair Group féll frá kaupum á WOW Air, líkt og greint var frá í morgun. Samkvæmt starfsfólki voru uppsagnir þó ekki ræddar á fundinum í Katrínartúni í morgun. Vísir náði tali af Skúla að loknum fundi en hann vísaði á Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW Air. Vísir hefur sent henni fyrirspurn um stöðu félagsins í kjölfar frétta dagsins. Fréttablaðið greinir jafnframt frá því að fjársterkur aðili skoði nú kaup á WOW Air en Skúli er sagður hafa greint starfsfólki frá þessu á fundinum í morgun. Í tölvupósti sem Skúli sendi starfsfólki félagsins fyrir fundinn segir að stefnt sé að því að WOW Air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og reiknar hann með að geta fært starfsfólki WOW Air gleðifréttir í mjög náinni framtíð. Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun eftir að fréttir bárust af því að hætt hefði verið við sameiningu félagsins og WOW Air. Nú skömmu fyrir klukkan 10 var fallið um 10 prósent frá opnun markaða.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55 Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
Icelandair hrynur í Kauphöllinni Gengi bréfa í Icelandair hefur hrapað í Kauphöllinni í morgun. 29. nóvember 2018 09:55
Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. 29. nóvember 2018 09:21