Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2018 15:37 Skúli Mogensen er stofnandi WOW air. Fréttablaðið/Anton Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air, segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. Þetta kemur fram í tölvupósti Skúla til starfsmanna flugfélagsins. Í dag tilkynnti Icelandair að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé í WOW Air yrðu uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir, næstkomandi föstudag.Áður höfðu viðskipti með hlutabréf í Icelandair verið stöðvuð í kauphöllinni að beiðni Fjármáleftirlitsins sem sagði það hafa verið gert til að vernda jafnræði fjárfesta. Í tölvupóstinum, sem skrifaður er á ensku, segir Skúli að ljóst sé að það muni taka lengri tíma en gert var ráð fyrir að ganga frá samningum við Icelandair og að kaupin séu eftir sem áður háð áreiðanleikakönnun (e. due dilligence). Í tilkynningu Icelandair um hin fyrirhuguðu kaup á WOW frá því í byrjun mánaðarins var einmitt vísað í að kaupin væru meðal annars háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Segir Skúli að ljóst sé að hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW séu flókin og því komi það ekki á óvart að þau séu að dragast lengur en áætlað var, enda þurfi að fá marga hluti á hreint á mjög skömmum tíma. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu í morgun áður en viðskipti með bréfin voru stöðvuð. Frá því að opnað var fyrir viðskipti eftir hádegi hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 5,57 prósent í 179 milljón króna viðskiptum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50 Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air, segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. Þetta kemur fram í tölvupósti Skúla til starfsmanna flugfélagsins. Í dag tilkynnti Icelandair að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé í WOW Air yrðu uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir, næstkomandi föstudag.Áður höfðu viðskipti með hlutabréf í Icelandair verið stöðvuð í kauphöllinni að beiðni Fjármáleftirlitsins sem sagði það hafa verið gert til að vernda jafnræði fjárfesta. Í tölvupóstinum, sem skrifaður er á ensku, segir Skúli að ljóst sé að það muni taka lengri tíma en gert var ráð fyrir að ganga frá samningum við Icelandair og að kaupin séu eftir sem áður háð áreiðanleikakönnun (e. due dilligence). Í tilkynningu Icelandair um hin fyrirhuguðu kaup á WOW frá því í byrjun mánaðarins var einmitt vísað í að kaupin væru meðal annars háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Segir Skúli að ljóst sé að hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW séu flókin og því komi það ekki á óvart að þau séu að dragast lengur en áætlað var, enda þurfi að fá marga hluti á hreint á mjög skömmum tíma. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu í morgun áður en viðskipti með bréfin voru stöðvuð. Frá því að opnað var fyrir viðskipti eftir hádegi hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 5,57 prósent í 179 milljón króna viðskiptum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50 Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50
Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05
Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43