Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 12:15 Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarps úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þetta var gert meðal annars vegna efasemda um að fyrirtækið gæti endurgreitt lánið. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið glími við alvarlegan lausafjárvanda. Hann segir að vandinn sé tvíþættur. „Ríkið hefur tekið á sig þá skyldu að dreifa pósti, bæði bréfum og pökkum upp að tuttugu kílóum, úti um allt land. Íslandspóstur sinnir því verkefni, samkvæmt rekstrarleyfi, fyrir hönd ríkisins. Það er töluvert stór hluti af þessum markaði sem stendur ekki undir sér, þ.e. kostnaðurinn við dreifingu er miklu meiri en sem nemur tekjunum. Þar verður Íslandspóstur að sinna þjónustunni en annars staðar erum við í samkeppni við aðila um pakkadreifingar þar sem það er hagkvæmt. Það er þessi svokallaða ófjármagnaða alþjónustubyrði sem er vandamálið og hefur verið vandamál í fjölmörg ár,“ segir Ingimundur. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.Ingimundur segir að Íslandspóstur þurfi að fá lán frá ríkissjóði til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þá þurfi að kanna hvort ástæða sé til að endurskoða rekstrarfyrirkomulagið en hann segir að Íslandspóstur sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. Reyndar er það skylda stjórnenda að vekja athygli á því og fylgja því eftir ef annað kemur ekki til. En hér er um að ræða opinbera þjónustu sem er veitt lögum samkvæmt og ég hef trú á því að menn átti sig á því að það verður einhver að taka við keflinu. Þetta er ekkert séríslenskt vandamál. Póstfyrirtæki í öllum hinum vestræna heimi standa frammi fyrir sama vandamáli og hafa gert það undanfarin ár. Það má segja að sérstaðan hér á Íslandi er sú að Íslandspóstur er sennilega eina, eða eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem ekki hefur notið neinna framlaga úr ríkissjóði. Norski pósturinn er til dæmis að fá sjö þúsund milljónir í greiðsluir frá norska ríkinu fyrir að sinna alþjónustunni. Sænski og danski pósturinn, sem er í sameiginlegu fyrirtæki, fékk þrjátíu milljarða frá ríkisstjórn Svíþjóðar og Danmerkur í byrjun þessa árs. Svona mætti lengi áfram telja,“ segir Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Fjallað var um vanda Íslandspósts og rætt við Ingimund Sigurpálsson í fréttum Stöðvar 2 gær. Íslandspóstur Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarps úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Þetta var gert meðal annars vegna efasemda um að fyrirtækið gæti endurgreitt lánið. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið glími við alvarlegan lausafjárvanda. Hann segir að vandinn sé tvíþættur. „Ríkið hefur tekið á sig þá skyldu að dreifa pósti, bæði bréfum og pökkum upp að tuttugu kílóum, úti um allt land. Íslandspóstur sinnir því verkefni, samkvæmt rekstrarleyfi, fyrir hönd ríkisins. Það er töluvert stór hluti af þessum markaði sem stendur ekki undir sér, þ.e. kostnaðurinn við dreifingu er miklu meiri en sem nemur tekjunum. Þar verður Íslandspóstur að sinna þjónustunni en annars staðar erum við í samkeppni við aðila um pakkadreifingar þar sem það er hagkvæmt. Það er þessi svokallaða ófjármagnaða alþjónustubyrði sem er vandamálið og hefur verið vandamál í fjölmörg ár,“ segir Ingimundur. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.Ingimundur segir að Íslandspóstur þurfi að fá lán frá ríkissjóði til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þá þurfi að kanna hvort ástæða sé til að endurskoða rekstrarfyrirkomulagið en hann segir að Íslandspóstur sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. Reyndar er það skylda stjórnenda að vekja athygli á því og fylgja því eftir ef annað kemur ekki til. En hér er um að ræða opinbera þjónustu sem er veitt lögum samkvæmt og ég hef trú á því að menn átti sig á því að það verður einhver að taka við keflinu. Þetta er ekkert séríslenskt vandamál. Póstfyrirtæki í öllum hinum vestræna heimi standa frammi fyrir sama vandamáli og hafa gert það undanfarin ár. Það má segja að sérstaðan hér á Íslandi er sú að Íslandspóstur er sennilega eina, eða eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem ekki hefur notið neinna framlaga úr ríkissjóði. Norski pósturinn er til dæmis að fá sjö þúsund milljónir í greiðsluir frá norska ríkinu fyrir að sinna alþjónustunni. Sænski og danski pósturinn, sem er í sameiginlegu fyrirtæki, fékk þrjátíu milljarða frá ríkisstjórn Svíþjóðar og Danmerkur í byrjun þessa árs. Svona mætti lengi áfram telja,“ segir Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts. Fjallað var um vanda Íslandspósts og rætt við Ingimund Sigurpálsson í fréttum Stöðvar 2 gær.
Íslandspóstur Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira