Tvö og hálft ár fyrir innbrotið í Gullsmiðju Óla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2018 13:15 Svona var aðkoman í verslunni eftir innbrotið Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot í skartgripabúðina Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í maí síðastliðnum og sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot. Brotist var inn í skartgripabúðina þann 30. maí síðastliðinn og þaðan stolið nokkrum verðmætum auk þess sem að útsetningarskápar og afgreiðsluborð voru brotin. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli Jóhann Daníelsson, eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi daginn eftir innbrotið. Tveir menn voru að verki en í dómi héraðsdóms segir að annar maðurinn sé óþekktur.Ýmislegt var brotið og bramlað í innbrotinu.Vísir/VilhelmMaðurinn sem var ákærður vegna innbrotsins játaði hins vegar sök og var hann sakfelldur fyrir að brjótast inn í skartgripabúðina og stela skartgripum að óþekktu verðmæti. Fallið var frá ákæri fyrir að skemma skargripi og valda tjóni á versluninni og innanstokksmunum. Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík þann 4. maí síðastliðinn og aka honum aftan á aðra bifreið á rauðu ljósi á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa, í félagi við annan mann, ógnað starfsmanni verslunnar Iceland við Arnarbakka 4-6 með hamri og skrúfjárni og stolið 52 þúsund krónum úr versluninni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir alls sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot sem framin voru á rúmlega eins árs tímabili til 19 júlí á þessu tímabili. Gerðist maðurinn ítrekað sekur um að aka bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn hefur frá árinu 2003 verið dæmdur átta sinnum til fangelsisrefsinga, aðallega fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíknifefna. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess se mhann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf maðurinn að greiða tæplega þrjár milljónur í sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjenda síns, 1,1 milljón króna. Dómsmál Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innbrot í skartgripabúðina Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í maí síðastliðnum og sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot. Brotist var inn í skartgripabúðina þann 30. maí síðastliðinn og þaðan stolið nokkrum verðmætum auk þess sem að útsetningarskápar og afgreiðsluborð voru brotin. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli Jóhann Daníelsson, eigandi verslunarinnar í samtali við Vísi daginn eftir innbrotið. Tveir menn voru að verki en í dómi héraðsdóms segir að annar maðurinn sé óþekktur.Ýmislegt var brotið og bramlað í innbrotinu.Vísir/VilhelmMaðurinn sem var ákærður vegna innbrotsins játaði hins vegar sök og var hann sakfelldur fyrir að brjótast inn í skartgripabúðina og stela skartgripum að óþekktu verðmæti. Fallið var frá ákæri fyrir að skemma skargripi og valda tjóni á versluninni og innanstokksmunum. Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík þann 4. maí síðastliðinn og aka honum aftan á aðra bifreið á rauðu ljósi á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa, í félagi við annan mann, ógnað starfsmanni verslunnar Iceland við Arnarbakka 4-6 með hamri og skrúfjárni og stolið 52 þúsund krónum úr versluninni. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir alls sautján umferðar- og fíkniefnalagabrot sem framin voru á rúmlega eins árs tímabili til 19 júlí á þessu tímabili. Gerðist maðurinn ítrekað sekur um að aka bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn hefur frá árinu 2003 verið dæmdur átta sinnum til fangelsisrefsinga, aðallega fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíknifefna. Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess se mhann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Þá þarf maðurinn að greiða tæplega þrjár milljónur í sakarkostnað auk málsvarnarlauna verjenda síns, 1,1 milljón króna.
Dómsmál Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05