Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 09:04 Dodge Challenger-bifreiðin sem Fields ók niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður sem er yfirlýstur nýnasisti var dæmdur fyrir að hafa myrt rúmlega þrítuga konu þegar hann ók bíl sínum á hana og fleiri mótmælendur í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra. Konan og fólkið mótmæltu stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í fjölda ára sem árásarmaðurinn tók þátt í. Kviðdómur taldi að James Alex Fields yngri frá Ohio hefði ekið á fólkið í þröngri götu í miðbæ Charlottsville að yfirlögðu ráði. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og 35 manns slösuðust til viðbótar. Fields var einnig sakfelldur fyrir að hafa valdið þeim særðu líkamstjóni. Voðaverkið framdi Fields í kjölfarið á átökum hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú Klúx Klan-liða annars vegar og mótmælenda þeirra hins vegar 12. ágúst í fyrra. Þeir fyrrnefndu komu saman í borginni til þess að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, í bandaríska borgarastríðinu. Yfirskrift samkomunnar var „Sameinum hægrið“. Öfgamennirnir höfðu kvöldið áður gengið fylktu liði með kyndla og hrópað hatursfull slagorð eins og „Gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Í brýnu sló á milli þeirra og mótmælenda daginn eftir. Tveir lögreglumenn sem voru að störfum í tengslum við atburðina fórust í þyrluslysi þann dag. Óreiðirnar og árás Fields skóku bandarískt samfélag, ekki síst eftir að Donald Trump forseti þráaðist ítrekað við að fordæma hægriöfgamennina. Staðhæfing hans um að „fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum í Charlottesville leiddi meðal annars til þess að fulltrúa stórra fyrirtækja sögðu sig frá ráðgjafanefndum Hvíta hússins í mótmælaskyni.Hakakrossar og nasistakveðjur voru áberandi á samkomu hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville í Virginíu í fyrra.Vísir/GettySögðu Fields hafa brugðist við af ótta og ringlun Verjendur Fields þrættu ekki fyrir að hann hefði ekið bílnum en sagði að hann hafi ekki ekið á fólkið með illum hug heldur af ótta um eigin öryggi og ringlun. Hann hafi strax iðrast gjörða sinna, að sögn Washington Post. Saksóknarar sýndu hins vegar myndbandsupptöku þar sem sást að enginn var nálægt bíl Fields þegar hann bakkaði honum fyrst upp götuna og gaf síðan í niður brekku í átt að fólkinu. Refsing Fields verður ákvörðuð fyrir dómi á mánudag. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna hatursglæpa. Þar gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem er yfirlýstur nýnasisti var dæmdur fyrir að hafa myrt rúmlega þrítuga konu þegar hann ók bíl sínum á hana og fleiri mótmælendur í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra. Konan og fólkið mótmæltu stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í fjölda ára sem árásarmaðurinn tók þátt í. Kviðdómur taldi að James Alex Fields yngri frá Ohio hefði ekið á fólkið í þröngri götu í miðbæ Charlottsville að yfirlögðu ráði. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og 35 manns slösuðust til viðbótar. Fields var einnig sakfelldur fyrir að hafa valdið þeim særðu líkamstjóni. Voðaverkið framdi Fields í kjölfarið á átökum hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú Klúx Klan-liða annars vegar og mótmælenda þeirra hins vegar 12. ágúst í fyrra. Þeir fyrrnefndu komu saman í borginni til þess að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, í bandaríska borgarastríðinu. Yfirskrift samkomunnar var „Sameinum hægrið“. Öfgamennirnir höfðu kvöldið áður gengið fylktu liði með kyndla og hrópað hatursfull slagorð eins og „Gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Í brýnu sló á milli þeirra og mótmælenda daginn eftir. Tveir lögreglumenn sem voru að störfum í tengslum við atburðina fórust í þyrluslysi þann dag. Óreiðirnar og árás Fields skóku bandarískt samfélag, ekki síst eftir að Donald Trump forseti þráaðist ítrekað við að fordæma hægriöfgamennina. Staðhæfing hans um að „fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum í Charlottesville leiddi meðal annars til þess að fulltrúa stórra fyrirtækja sögðu sig frá ráðgjafanefndum Hvíta hússins í mótmælaskyni.Hakakrossar og nasistakveðjur voru áberandi á samkomu hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville í Virginíu í fyrra.Vísir/GettySögðu Fields hafa brugðist við af ótta og ringlun Verjendur Fields þrættu ekki fyrir að hann hefði ekið bílnum en sagði að hann hafi ekki ekið á fólkið með illum hug heldur af ótta um eigin öryggi og ringlun. Hann hafi strax iðrast gjörða sinna, að sögn Washington Post. Saksóknarar sýndu hins vegar myndbandsupptöku þar sem sást að enginn var nálægt bíl Fields þegar hann bakkaði honum fyrst upp götuna og gaf síðan í niður brekku í átt að fólkinu. Refsing Fields verður ákvörðuð fyrir dómi á mánudag. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna hatursglæpa. Þar gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53