Færsluhirðir WOW air heldur meiru eftir af fjárhæð fargjalda Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. desember 2018 07:15 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið skrifaði skuldabréfaeigendum sínum síðasta föstudag. Aukin varfærni færsluhirðisins er í bréfinu nefnd sem dæmi um þá vaxandi íhaldssemi sem hefur gætt á meðal kröfuhafa WOW air undanfarna mánuði. Afleiðingin sé sú að þau kjör sem flugfélaginu bjóðist hafi farið versnandi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í sumar að færsluhirðar skilgreindu áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með afar mismunandi hætti. Í tilfelli Icelandair skilaði fjárhæð fargjalda sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins en í tilfelli WOW air héldu færsluhirðarnir eftir 80 til 90 prósentum af fjárhæðinni þar til flugferð hefði verið farin. Í bréfi WOW air til skuldabréfaeigendanna, þar sem greint er frá fyrirhugaðri fjárfestingu Indigo Partners í félaginu fyrir allt að 75 milljónir dala, um 9,2 milljarða króna, er tekið fram að fjárfestingin sé háð því að eigendur skuldabréfanna samþykki ákveðnar breytingar á skilmálum bréfanna. Ein breytingin felst í því að heimila flugfélaginu að greiða hluthöfum sínum – sem verða þeir Skúli Mogensen, forstjóri og núverandi eigandi, og Indigo ef kaup síðarnefnda félagsins ganga eftir – sérstaka þóknun (e. management fee) upp á allt að 1,5 milljónir dala, jafnvirði um 184 milljóna króna, á ári. Til viðbótar munu skuldabréfaeigendurnir kjósa um lengingu á lánstímanum úr þremur árum í fimm ár og niðurfellingu kaupréttar þeirra að hlutafé í flugfélaginu, svo dæmi séu nefnd. Atkvæðagreiðslunni lýkur 17. janúar. Eins og fram kemur í bréfi WOW air áformar Indigo Partners að kaupa „einhver“ hlutabréf í flugfélaginu sem og gefa út breytanleg skuldabréf til þess að styðja við uppbyggingu félagsins til framtíðar. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
Færsluhirðir WOW air heldur nú eftir umtalsvert stærri hluta en áður af fargjöldum sem farþegar flugfélagsins greiða þangað til flugferð hefur verið farin. Þetta kemur fram í bréfi sem félagið skrifaði skuldabréfaeigendum sínum síðasta föstudag. Aukin varfærni færsluhirðisins er í bréfinu nefnd sem dæmi um þá vaxandi íhaldssemi sem hefur gætt á meðal kröfuhafa WOW air undanfarna mánuði. Afleiðingin sé sú að þau kjör sem flugfélaginu bjóðist hafi farið versnandi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í sumar að færsluhirðar skilgreindu áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með afar mismunandi hætti. Í tilfelli Icelandair skilaði fjárhæð fargjalda sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins en í tilfelli WOW air héldu færsluhirðarnir eftir 80 til 90 prósentum af fjárhæðinni þar til flugferð hefði verið farin. Í bréfi WOW air til skuldabréfaeigendanna, þar sem greint er frá fyrirhugaðri fjárfestingu Indigo Partners í félaginu fyrir allt að 75 milljónir dala, um 9,2 milljarða króna, er tekið fram að fjárfestingin sé háð því að eigendur skuldabréfanna samþykki ákveðnar breytingar á skilmálum bréfanna. Ein breytingin felst í því að heimila flugfélaginu að greiða hluthöfum sínum – sem verða þeir Skúli Mogensen, forstjóri og núverandi eigandi, og Indigo ef kaup síðarnefnda félagsins ganga eftir – sérstaka þóknun (e. management fee) upp á allt að 1,5 milljónir dala, jafnvirði um 184 milljóna króna, á ári. Til viðbótar munu skuldabréfaeigendurnir kjósa um lengingu á lánstímanum úr þremur árum í fimm ár og niðurfellingu kaupréttar þeirra að hlutafé í flugfélaginu, svo dæmi séu nefnd. Atkvæðagreiðslunni lýkur 17. janúar. Eins og fram kemur í bréfi WOW air áformar Indigo Partners að kaupa „einhver“ hlutabréf í flugfélaginu sem og gefa út breytanleg skuldabréf til þess að styðja við uppbyggingu félagsins til framtíðar.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent