Ólafur Jóhann reiknar ekki með fleiri stórum fjölmiðlasamrunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. desember 2018 20:15 Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs. Í júní á þessu ári gaf alríkisdómstóll í Washington grænt ljós á 85 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar Time Warner. Á árinu 2019 mun samruni Disney og Fox líklega ganga í gegn og þá er talið líklegt að CBS muni renna saman við afþreyingarfyrirtækið Viacom. Ólafur Jóhann Ólafsson var aðstoðarforstjóri Time Warner og starfaði hjá fyrirtækinu í 19 ár.Áttu von á frekari samrunum milli stórra fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja á næstunni nú þegar samruni AT&T og Time Warner er genginn í gegn?„Ég efast um það. Ekki á næstunni. Önnur fjarskiptafyrirtæki munu núna fylgjast vel með AT&T og hvernig þeim vegnar og hvort þetta gengur upp hjá þeim. Þessi stóru fyrirtæki, þau eru í rauninni öll horfin af markaði. Það sem er líklegast að gerist á næstunni er að CBS renni saman við Viacom. Ráðandi hluthafar eru þeir sömu í báðum fyrirtækjum. Það er auðvitað miklu minna í sniðum. En ég held að í bili muni ekkert stórvægilegt gerast á þessum markaði,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner, sem í dag heitir Warner Media, eftir samrunann við AT&T en er enn búsettur í New York. „Ég hef ráðið mínum tíma meira en áður sem hefur verið skemmtilegt. Ég mun alltaf sinna ritstörfum en hvað ég geri annað samhliða þeim veit ég ekki. Ég er svona að skoða eitt og annað. Það getur verið að það verði ekkert, svo getur verið að það verði eitthvað meira. Ég ætla að gera það sem ég hef venjulega ráðlagt mönnum í minni stöðu og það er að vera ekki að flýta sér neitt.“ Fjölmiðlar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner segist ekki reikna með frekari samrunum á milli stórra fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja á næstunni eftir stórar sameiningar sem hafa gengið í gegn á síðustu mánuðum. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner fyrr á þessu ári en er enn búsettur vestanhafs. Í júní á þessu ári gaf alríkisdómstóll í Washington grænt ljós á 85 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar Time Warner. Á árinu 2019 mun samruni Disney og Fox líklega ganga í gegn og þá er talið líklegt að CBS muni renna saman við afþreyingarfyrirtækið Viacom. Ólafur Jóhann Ólafsson var aðstoðarforstjóri Time Warner og starfaði hjá fyrirtækinu í 19 ár.Áttu von á frekari samrunum milli stórra fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækja á næstunni nú þegar samruni AT&T og Time Warner er genginn í gegn?„Ég efast um það. Ekki á næstunni. Önnur fjarskiptafyrirtæki munu núna fylgjast vel með AT&T og hvernig þeim vegnar og hvort þetta gengur upp hjá þeim. Þessi stóru fyrirtæki, þau eru í rauninni öll horfin af markaði. Það sem er líklegast að gerist á næstunni er að CBS renni saman við Viacom. Ráðandi hluthafar eru þeir sömu í báðum fyrirtækjum. Það er auðvitað miklu minna í sniðum. En ég held að í bili muni ekkert stórvægilegt gerast á þessum markaði,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann lét af störfum hjá Time Warner, sem í dag heitir Warner Media, eftir samrunann við AT&T en er enn búsettur í New York. „Ég hef ráðið mínum tíma meira en áður sem hefur verið skemmtilegt. Ég mun alltaf sinna ritstörfum en hvað ég geri annað samhliða þeim veit ég ekki. Ég er svona að skoða eitt og annað. Það getur verið að það verði ekkert, svo getur verið að það verði eitthvað meira. Ég ætla að gera það sem ég hef venjulega ráðlagt mönnum í minni stöðu og það er að vera ekki að flýta sér neitt.“
Fjölmiðlar Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Von á nýjum græjum frá Apple 12. september Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira