Einar Örn að kaupa fimm bensínstöðvar af N1 Hörður Ægisson skrifar 9. janúar 2019 06:45 Einar Örn Ólafsson. Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaupum á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælunni“, af N1. Fjárfestingin er gerð í gegnum eignarhaldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðjunni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dælunni er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnislegum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppinautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 milljónir króna. Fram kemur í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 milljónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vinnur nú að því að ganga frá kaupum á fimm eldsneytisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt vörumerkinu „Dælunni“, af N1. Fjárfestingin er gerð í gegnum eignarhaldsfélagið Einir, sem er í eigu Einars Arnar, og ættu kaupin að klárast á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eldsneytisstöðvarnar, sem eru staðsettar við Fellsmúla, Holtagarða, Hæðasmára, Salaveg og í Mjódd, voru auglýstar til sölu í ágúst síðastliðnum á grundvelli sáttar N1 og Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa olíufélagsins á smásölukeðjunni Festi en samkvæmt sáttinni skal salan vera til „nýrra óháðra“ keppinauta á eldsneytismarkaði. Salan á stöðvunum fimm og Dælunni er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins en í sátt eftirlitsins við N1 kemur meðal annars fram að samkeppnisyfirvöld muni synja sölu ef hún eyðir ekki samkeppnislegum vandamálum eða skapar ný samkeppnisleg vandamál, kaupandi telst ekki trúverðugur nýr keppinautur eða salan brýtur í bága við skilyrði sáttarinnar. EBITDA stöðvanna – hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var 97 milljónir króna án sameiginlegs kostnaðar og fjárbindingar frá þriðja fjórðungi 2017 til annars fjórðungs 2018 og hefur hækkað um 25 prósent frá árinu 2015 þegar EBITDA stöðvanna var 78 milljónir króna. Fram kemur í samantekt fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans, sem hefur umsjón með söluferlinu fyrir hönd N1, að stöðvarnar séu vel staðsettar og hafi verið í rekstri í 14 til 17 ár. Selt magn og framlegð hafi farið vaxandi á undanförnum árum. Þannig seldu stöðvarnar 3,5 milljónir lítra árið 2015, 3,8 milljónir árið 2016 og 4,2 milljónir á síðasta ári. Þá segir að tækifæri geti falist í því að fá leyfi til þess að færa eldsneytisstöð innan sveitarfélags en fá dæmi séu um opnun nýrra stöðva á höfuðborgarsvæðinu á liðnum árum. Einar Örn, sem var forstjóri Skeljungs á árunum 2009 til 2014, situr meðal annars í stjórn TM og á um 2,9 prósenta hlut í tryggingafélaginu í gegnum fjárfestingafélagið Einir. Þá er hann á meðal hluthafa í Stoðum, einu stærsta fjárfestingafélagi landsins, ásamt meðal annars viðskiptafélögum sínum Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í N1, Magnúsi Ármann, fjárfesti og fyrrverandi stjórnarmanni FL Group, og Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM. Einar Örn er einnig á meðal stórra hluthafa í Gámaþjónustunni og Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira