Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 10:23 Icelandair tók í notkun Boeing 737 Max 8-vélar á liðnu ári. VÍSIR/JÓHANN K. Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. Liður í því er að félagið hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur slíkum vélum en leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um fjármögnun Icelandair sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Þar er vísað til tilkynningar, sem send var út í lok desember, um að Icelandair hefði gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins. Vélarnar eru til afhendingar árin 2019 og 2020, þar sem áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er áætlaður í mars 2020. Þessi fjármögnun er talin nema um 200 milljónum bandaríkjadala á tímabilinu, 23 milljörðum króna, og er áætlað að sjóðsstaða félagsins muni hækka um 160 milljónir dala í kjölfar samningsins- „þar sem Icelandair Group hafði þegar greitt fyrirframgreiðslurnar með eigin sjóðum.“ Þar að auki hafi Icelandair og BOC Aviation samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nær yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent í ár en hin árið 2020. Leigutími þeirra véla er 12 ár með og hefur Icelandair kauprétt að loknum 30 mánaða leigutíma.Fjörutíu óveðsettar vélar Víkur þá að fyrrnefndum samningi um sölu og og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum við SMBC Aviation Capital. Í samantekt félagsins segir að með þeim samningi sé „nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation,“ og vísað til tilkynningar frá Icelandair sem gefin var út í maí árið 2017. Þá segjast stjórnendur Icelandair Group jafnframt gera ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir allt að 625 milljónir króna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Groupp, í samantektinni að fyrrnefndar aðgerðir séu í takt við stefnu félagsins. Hún kveði á um að Icelandair hafi „ávallt til staðar sterka lausafjárstöðu og sveigjanlegan efnahagsreikning,“ eins og Bogi lýsir því. „Í árslok 2018 var félagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32 Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. Liður í því er að félagið hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur slíkum vélum en leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um fjármögnun Icelandair sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Þar er vísað til tilkynningar, sem send var út í lok desember, um að Icelandair hefði gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins. Vélarnar eru til afhendingar árin 2019 og 2020, þar sem áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er áætlaður í mars 2020. Þessi fjármögnun er talin nema um 200 milljónum bandaríkjadala á tímabilinu, 23 milljörðum króna, og er áætlað að sjóðsstaða félagsins muni hækka um 160 milljónir dala í kjölfar samningsins- „þar sem Icelandair Group hafði þegar greitt fyrirframgreiðslurnar með eigin sjóðum.“ Þar að auki hafi Icelandair og BOC Aviation samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nær yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent í ár en hin árið 2020. Leigutími þeirra véla er 12 ár með og hefur Icelandair kauprétt að loknum 30 mánaða leigutíma.Fjörutíu óveðsettar vélar Víkur þá að fyrrnefndum samningi um sölu og og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum við SMBC Aviation Capital. Í samantekt félagsins segir að með þeim samningi sé „nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation,“ og vísað til tilkynningar frá Icelandair sem gefin var út í maí árið 2017. Þá segjast stjórnendur Icelandair Group jafnframt gera ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir allt að 625 milljónir króna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Groupp, í samantektinni að fyrrnefndar aðgerðir séu í takt við stefnu félagsins. Hún kveði á um að Icelandair hafi „ávallt til staðar sterka lausafjárstöðu og sveigjanlegan efnahagsreikning,“ eins og Bogi lýsir því. „Í árslok 2018 var félagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32 Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32
Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00