„Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 18:13 Hreiðar Már Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. Hann segir rangt að Kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna láni Seðlabankans til Kaupþings í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hreiðars vegna opins bréfs Kevin Stanford og Karen Millen sem birtist á Kjarnanum í dag.Þar halda þau því fram að þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen.Sjá einnig: Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfinaHreiðar segir bréf þetta fullt af staðreyndavillum og því hafi hann talið best að senda frá sér yfirlýsingu. Þar segir Hreiðar ekki rétt að hann hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stafords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar. „Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.“ Hreiðar segir einnig ekki rétt að hann hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi hvorki gert það fyrir né eftir hrun. Þá segist hann aldrei hafa átt í samskiptum við Karen Millen. Hann hafi ekki komið að fjárfestingum hennar og ekki veitt henni fjármálaráðgjöf. „Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“ Yfirlýsingu Hreiðar Más má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stanford og Karen Millen sem er fullt af staðreyndavillum og birtist í netmiðlinum Kjarnanum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Það er ekki rétt að ég hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stanfords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það.Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun.Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.Virðingarfyllst,Hreidar Már Sigurðsson Íslenskir bankar Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. Hann segir rangt að Kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna láni Seðlabankans til Kaupþings í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hreiðars vegna opins bréfs Kevin Stanford og Karen Millen sem birtist á Kjarnanum í dag.Þar halda þau því fram að þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen.Sjá einnig: Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfinaHreiðar segir bréf þetta fullt af staðreyndavillum og því hafi hann talið best að senda frá sér yfirlýsingu. Þar segir Hreiðar ekki rétt að hann hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stafords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar. „Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.“ Hreiðar segir einnig ekki rétt að hann hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi hvorki gert það fyrir né eftir hrun. Þá segist hann aldrei hafa átt í samskiptum við Karen Millen. Hann hafi ekki komið að fjárfestingum hennar og ekki veitt henni fjármálaráðgjöf. „Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“ Yfirlýsingu Hreiðar Más má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stanford og Karen Millen sem er fullt af staðreyndavillum og birtist í netmiðlinum Kjarnanum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Það er ekki rétt að ég hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stanfords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það.Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun.Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.Virðingarfyllst,Hreidar Már Sigurðsson
Íslenskir bankar Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira