Sagði Trump ekki geta þvingað sig til að reka Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 23:00 William Barr, fyrrverandi og mögulega verðandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik William Barr, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, lagði mikið kapp á það í kvöld að koma því á framfæri að hann yrði sjálfstæður ráðherra. Hann myndi ekki eingöngu fara eftir skipunum Hvíta hússins. Meðal þess sem Barr sagði þingmönnum á nefndarfundi í dag var að hann myndi ekki láta þvinga sig í starfi. Þá sagði Barr að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Barr var einnig inntur eftir útskýringum á gömlum yfirlýsingum um rannsóknina og sagðist hann ekki vera á þeirri skoðun að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, færi fyrir „nornaveiðum“, eins og Trump hefur ítrekað haldið fram. Hann sagði það í hag almennings í Bandaríkjunum að Mueller yrði gert kleift að klára rannsókn sína varðandi það hvort framboð Trump hefði starfað með Rússum í viðleitni þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016.„Ég trúi því að Rússar hafi haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af kosningunum og ég tel að við verðum að komast til botns í því,“ sagði Barr. Hann sagðist ekki muna víkja Mueller úr starfi, jafnvel þó Trump skipaði honum að gera það. „Ég mun ekki láta neinn þvinga mig til að gera eitthvað sem ég tel rangt, hvort sem það eru ritstjórnir, þingið eða forsetinn,“ sagði Barr. Hann sagði þó seinna meir að reiði Trump gagnvart Mueller og rannsókn hans væri „skiljanleg“.Barr verður líklega staðfestur af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Svör hans til þingmanna voru þó ætluð til þess að draga úr áhyggjum þingmanna Demókrataflokksins varðandi það að Barr myndi binda enda á Rússarannsóknina. Sérstaklega með tilliti til þess að hann skrifaði minnisblað sem dreift var innan Dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsóknina harðlega. Þá var honum boðið starf í lögfræðiteymi Trump árið 2017 en hann hafnaði boðinu. Verði Barr staðfestur af þinginu verður þetta í annað sinn sem hann sinnir embætti dómsmálaráðherra en hann gerði það áður fyrir George H.W. Bush. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
William Barr, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tilnefnt til embættis dómsmálaráðherra, lagði mikið kapp á það í kvöld að koma því á framfæri að hann yrði sjálfstæður ráðherra. Hann myndi ekki eingöngu fara eftir skipunum Hvíta hússins. Meðal þess sem Barr sagði þingmönnum á nefndarfundi í dag var að hann myndi ekki láta þvinga sig í starfi. Þá sagði Barr að það hefði verið rétt ákvörðun hjá Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra, að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluðu. Barr var einnig inntur eftir útskýringum á gömlum yfirlýsingum um rannsóknina og sagðist hann ekki vera á þeirri skoðun að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, færi fyrir „nornaveiðum“, eins og Trump hefur ítrekað haldið fram. Hann sagði það í hag almennings í Bandaríkjunum að Mueller yrði gert kleift að klára rannsókn sína varðandi það hvort framboð Trump hefði starfað með Rússum í viðleitni þeirra til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016.„Ég trúi því að Rússar hafi haft afskipti eða reynt að hafa afskipti af kosningunum og ég tel að við verðum að komast til botns í því,“ sagði Barr. Hann sagðist ekki muna víkja Mueller úr starfi, jafnvel þó Trump skipaði honum að gera það. „Ég mun ekki láta neinn þvinga mig til að gera eitthvað sem ég tel rangt, hvort sem það eru ritstjórnir, þingið eða forsetinn,“ sagði Barr. Hann sagði þó seinna meir að reiði Trump gagnvart Mueller og rannsókn hans væri „skiljanleg“.Barr verður líklega staðfestur af öldungadeildinni, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Svör hans til þingmanna voru þó ætluð til þess að draga úr áhyggjum þingmanna Demókrataflokksins varðandi það að Barr myndi binda enda á Rússarannsóknina. Sérstaklega með tilliti til þess að hann skrifaði minnisblað sem dreift var innan Dómsmálaráðuneytisins í fyrra þar sem hann gagnrýndi rannsóknina harðlega. Þá var honum boðið starf í lögfræðiteymi Trump árið 2017 en hann hafnaði boðinu. Verði Barr staðfestur af þinginu verður þetta í annað sinn sem hann sinnir embætti dómsmálaráðherra en hann gerði það áður fyrir George H.W. Bush.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira