Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2019 23:53 Trump og Pútín hittust á G20-fundi í Hamborg árið 2017. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa lagt hald á minnispunkta sem túlkur sem sat einkafund hans með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í sumar tók niður og lagt sig í lima við að fela heimildir um fundi þeirra, jafnvel fyrir meðlimum eigin ríkisstjórnar.Washington Post segir að Trump hafi skipað túlkinum sem sat fund hans og Pútín í Hamborg árið 2017 að ræða efni hans ekki við aðra embættismenn ríkisstjórnarinnar. Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra, sat þann fund einnig. Bandarískir embættismenn komust að skipunum Trump til túlksins þegar þeir óskuðu eftir frekari lýsingu á efni fundarins umfram það sem Tillerson hafði gefið út. Engin nákvæm gögn eru sögð til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt augliti til auglitis undanfarin tvö ár, hvorki opinber né leynileg. Það er sagt í hæsta máta óvenjulegt fyrir forseta, ekki síst í tilfelli Trump þar sem bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Trump sigur. Talsmaður Hvíta hússins hafnar frásögn blaðsins og segir Trump hafa reynt að bæta samskiptin við Rússland. Tillerson vildi ekki gefa upp hvað Trump og Pútín hefðu rætt á fundinum í Hamborg. Hann var rekinn úr starfi í mars í fyrra og hefur síðan sagt að Trump hafi reynt að gera ólöglega hluti í embætti.Ítrekað endurómað Pútín og rússnesk stjórnvöld Trump hefur ítrekað haldið fram skoðunum sem rússnesk stjórnvöld hafa velþóknun á. Hann hefur hafnað því að Rússar hafi hjálpað honum í kosningunum, hleypt NATO-samstarfinu og viðskiptasamböndum vestrænna ríkja upp, gefið í skyn að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga og nú síðast að rétt hafi verið af Rússum að ráðast inn í Afganistan á 8. áratug síðustu aldar. Þegar Trump og Pútín funduðu í Helsinki í sumar áttu þeir langan fund þar sem aðeins þeir og túlkar þeirra voru viðstaddir. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforseta haft ráðgjafa eða háttsetta embættismenn með sér á slíkum fundum. Frammistöðu Trump á blaðamannafundi með Pútín eftir fundinn var lýst sem skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum. Þar virtist Trump taka sér stöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustustofnunum um hvort að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.New York Times sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi haft áhyggjur af því að Trump ynni mögulega með eða fyrir rússnesk stjórnvöld að hún hafi sett af stað rannsókn eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, vorið 2017. Daginn eftir að Trump rak Comey sagði forsetinn rússneska utanríkisráðherranum og sendiherranum frá viðkvæmum leyniþjónustuupplýsingum frá Ísraelum á fundi þeirra í Hvíta húsinu. Brottrekstur Comeys varð tilefnið að því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi til að kanna meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa lagt hald á minnispunkta sem túlkur sem sat einkafund hans með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í sumar tók niður og lagt sig í lima við að fela heimildir um fundi þeirra, jafnvel fyrir meðlimum eigin ríkisstjórnar.Washington Post segir að Trump hafi skipað túlkinum sem sat fund hans og Pútín í Hamborg árið 2017 að ræða efni hans ekki við aðra embættismenn ríkisstjórnarinnar. Rex Tillerson, þáverandi utanríkisráðherra, sat þann fund einnig. Bandarískir embættismenn komust að skipunum Trump til túlksins þegar þeir óskuðu eftir frekari lýsingu á efni fundarins umfram það sem Tillerson hafði gefið út. Engin nákvæm gögn eru sögð til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt augliti til auglitis undanfarin tvö ár, hvorki opinber né leynileg. Það er sagt í hæsta máta óvenjulegt fyrir forseta, ekki síst í tilfelli Trump þar sem bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að tryggja Trump sigur. Talsmaður Hvíta hússins hafnar frásögn blaðsins og segir Trump hafa reynt að bæta samskiptin við Rússland. Tillerson vildi ekki gefa upp hvað Trump og Pútín hefðu rætt á fundinum í Hamborg. Hann var rekinn úr starfi í mars í fyrra og hefur síðan sagt að Trump hafi reynt að gera ólöglega hluti í embætti.Ítrekað endurómað Pútín og rússnesk stjórnvöld Trump hefur ítrekað haldið fram skoðunum sem rússnesk stjórnvöld hafa velþóknun á. Hann hefur hafnað því að Rússar hafi hjálpað honum í kosningunum, hleypt NATO-samstarfinu og viðskiptasamböndum vestrænna ríkja upp, gefið í skyn að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga og nú síðast að rétt hafi verið af Rússum að ráðast inn í Afganistan á 8. áratug síðustu aldar. Þegar Trump og Pútín funduðu í Helsinki í sumar áttu þeir langan fund þar sem aðeins þeir og túlkar þeirra voru viðstaddir. Yfirleitt hafa Bandaríkjaforseta haft ráðgjafa eða háttsetta embættismenn með sér á slíkum fundum. Frammistöðu Trump á blaðamannafundi með Pútín eftir fundinn var lýst sem skammarlegustu frammistöðu Bandaríkjaforseta í manna minnum. Þar virtist Trump taka sér stöðu með Pútín og gegn eigin leyniþjónustustofnunum um hvort að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016.New York Times sagði frá því í gær að bandaríska alríkislögreglan FBI hafi haft áhyggjur af því að Trump ynni mögulega með eða fyrir rússnesk stjórnvöld að hún hafi sett af stað rannsókn eftir að forsetinn rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, vorið 2017. Daginn eftir að Trump rak Comey sagði forsetinn rússneska utanríkisráðherranum og sendiherranum frá viðkvæmum leyniþjónustuupplýsingum frá Ísraelum á fundi þeirra í Hvíta húsinu. Brottrekstur Comeys varð tilefnið að því að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi til að kanna meint samráð forsetaframboðs Trump við Rússa og hvort að forsetinn hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32