Arnór kemst inn á lista yfir bestu táninga heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 15:00 Arnór Sigurðsson. Getty/David S. Bustamante Árið 2018 var eftirminnilegt fyrir íslenska knattspyrnumanninn Arnór Sigurðsson en á sama ári og hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í atvinnumennskunnni þá var hann líka seldur til CSKA Moskvu, spilaði og skoraði í Meistaradeildinni og lék sinn fyrsta A-landsleik. Það hefur líka verið tekið eftir uppkomu Skagamannsins eins og sést á samantekt hollenska fótboltablaðsins Voetbal International yfir tuttugu bestu táninga í heimi.VI PRO zet de grootste talenten op een rij. https://t.co/JsClfhuUSe — VI (@VI_nl) January 9, 2019Arnór komst upp í átjánda sæti listans sem er frábær árangur hjá íslenskum leikmanni sem mjög fáir vissu hver var fyrir ári síðan. Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Norrköping á móti Östersunds 5. maí 2018 og skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri. CSKA Moskva keypti hann síðan frá Norrköping 31. ágúst eftir að hann hafði skorað 3 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 17 deildarleikjum með besta liði Svíþjóðar. Arnór lék sinn fyrsta leik með CSKA Moskvu í Meistaradeildinni 19. september 2018 og 23. október var hann í fyrsta sinn í byrjunarliði í Meistaradeildinni á móti Roma. Hann skoraði síðan sitt fyrsta Meistaradeildarmark á móti Roma 7. nóvember og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Real Madrid á Santiago Bernabeu 12. desember síðastliðinn. Arnór lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Belgíu 15. nóvember en hann var í byrjunarliðinu í þeim leik. „Arnór Sigurðsson var stórkostlegur í Meistaradeildinni í desember. Hann gaf stoðsendingu og skoraði mark og átti stóran þátt í 3-0 útisigri á Real Madrid. Sigurðsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í nóvember, spilaði á síðasta ári með Norrköping. CSKA greiddi fyrir hann fjórar milljónir evra," segir í umfjöllun Voetbal International um Arnór en Fótbolti.net sagði frá. Besti táningurinn í heiminum í dag er varnarmaðurinn Matthijs De Ligt hjá Ajax í Hollandi en menn hafa verið að orða hann við stórlið eins og Barcelona. Það segir líka margt um þennan 19 ára strák að hann er þegar kominn með fyrirliðabandið hjá Ajax-liðinu. Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund er í öðru sæti og í því þriðja er Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen. Justin Kluivert, Ryan Sessegnon og Matteo Guendouzi eru allir á listanum sem og Vinicius Junior brasilíska vonarstjarnan hjá Real Madrid. Næstu menn á undan Arnóri á listanum er Arsenal-maðurinn Reiss Nelson sem er í láni hjá Hoffenheim í Þýskalandi.Arnór Sigurðsson átti frábæran leik á Santiago Bernabéu í desember. Hér þakkar hann Gareth Bale fyrir leikinn.Getty/Denis Doyle Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Árið 2018 var eftirminnilegt fyrir íslenska knattspyrnumanninn Arnór Sigurðsson en á sama ári og hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í atvinnumennskunnni þá var hann líka seldur til CSKA Moskvu, spilaði og skoraði í Meistaradeildinni og lék sinn fyrsta A-landsleik. Það hefur líka verið tekið eftir uppkomu Skagamannsins eins og sést á samantekt hollenska fótboltablaðsins Voetbal International yfir tuttugu bestu táninga í heimi.VI PRO zet de grootste talenten op een rij. https://t.co/JsClfhuUSe — VI (@VI_nl) January 9, 2019Arnór komst upp í átjánda sæti listans sem er frábær árangur hjá íslenskum leikmanni sem mjög fáir vissu hver var fyrir ári síðan. Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Norrköping á móti Östersunds 5. maí 2018 og skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri. CSKA Moskva keypti hann síðan frá Norrköping 31. ágúst eftir að hann hafði skorað 3 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 17 deildarleikjum með besta liði Svíþjóðar. Arnór lék sinn fyrsta leik með CSKA Moskvu í Meistaradeildinni 19. september 2018 og 23. október var hann í fyrsta sinn í byrjunarliði í Meistaradeildinni á móti Roma. Hann skoraði síðan sitt fyrsta Meistaradeildarmark á móti Roma 7. nóvember og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Real Madrid á Santiago Bernabeu 12. desember síðastliðinn. Arnór lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Belgíu 15. nóvember en hann var í byrjunarliðinu í þeim leik. „Arnór Sigurðsson var stórkostlegur í Meistaradeildinni í desember. Hann gaf stoðsendingu og skoraði mark og átti stóran þátt í 3-0 útisigri á Real Madrid. Sigurðsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í nóvember, spilaði á síðasta ári með Norrköping. CSKA greiddi fyrir hann fjórar milljónir evra," segir í umfjöllun Voetbal International um Arnór en Fótbolti.net sagði frá. Besti táningurinn í heiminum í dag er varnarmaðurinn Matthijs De Ligt hjá Ajax í Hollandi en menn hafa verið að orða hann við stórlið eins og Barcelona. Það segir líka margt um þennan 19 ára strák að hann er þegar kominn með fyrirliðabandið hjá Ajax-liðinu. Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund er í öðru sæti og í því þriðja er Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen. Justin Kluivert, Ryan Sessegnon og Matteo Guendouzi eru allir á listanum sem og Vinicius Junior brasilíska vonarstjarnan hjá Real Madrid. Næstu menn á undan Arnóri á listanum er Arsenal-maðurinn Reiss Nelson sem er í láni hjá Hoffenheim í Þýskalandi.Arnór Sigurðsson átti frábæran leik á Santiago Bernabéu í desember. Hér þakkar hann Gareth Bale fyrir leikinn.Getty/Denis Doyle
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira