Margdæmdur „útfararstjóri“ jarðsetur enn eitt félagið Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2019 11:30 Gunnar Rúnar Gunnarsson tók sæti í stjórn félagsins tveimur mánuðum áður en það var úrskurðað gjaldþrota. Getty/Nattapong Wongloungud Byggingafélagið XS verk ehf. var þann 21. desember síðastliðinn tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnarmaður þess var Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem reglulega hefur ratað í fjölmiðla á síðustu árum fyrir margvísleg afbrot og störf sín sem „útfararstjóri“ - sem er einstaklingur sem leppar einkahlutafélög á barmi gjaldþrots til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði. Til að mynda var Gunnar dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí í fyrra fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri tveggja slíkra félaga. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir fjórtán refsiverð brot, til að mynda kynferðisglæpi og fjársvik. Gunnar hét áður Gunnar Finnur Egilsson en lét breyta nafni sínu eftir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn andlega veikri konu. Umrætt byggingafélag sem Gunnar Rúnar fór fyrir hét áður Cleanson ehf. og var starfsemi þess sögð lúta að rekstri bón- og þvottastöðvar. Félagið var stofnað árið 2015 og á næstu árum átti það eftir að skipta nokkrum sinnum um lögheimili.Sjá einnig: Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuðiÞann 16. október síðastliðin verður svo umturnun á félaginu. Nafni þess var breytt, verður að XS verk ehf., auk þess tilgangur þess verður að halda utan um almenna verktakavinnu við húsbyggingar, viðhald og uppsetningu innréttinga. Það er þá sem stjórn félagsins er skipt út og umræddur Gunnar Rúnar Gunnarsson stígur inn í framkvæmdastjórn þess, tekur við prókúruumboðinu og er skipaður stjórnarmaður. Rétt rúmum tveimur mánuðum síðar úrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Vignir Hreinsson, stjórnarmaður í Cleanson ehf., forvera XS verks, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. Hann hafi einfaldlega selt félagið og að upphæð viðskiptanna væri trúnaðarmál. Skiptastjóri búsins segir í skilaboðum til fréttastofu að engin sjáanleg starfsemi hafi verið í félaginu við gjaldþrotið. Erfitt sé að meta hversu stórt gjaldþrotið er á þessari stundu, enda enn hægt að lýsa kröfum í búið, en að það hafi verið Tollstjóri sem fór fram á að félag Gunnars yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fréttaskýringaþátturinn Brestur fjallaði vorið 2015 um kennitöluflakk og var þar meðal annars rætt við útfararstjóra. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Gjaldþrot Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ríkið hafi framselt Heinemann einokun Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ríkið hafi framselt Heinemann einokun „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Byggingafélagið XS verk ehf. var þann 21. desember síðastliðinn tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnarmaður þess var Gunnar Rúnar Gunnarsson, sem reglulega hefur ratað í fjölmiðla á síðustu árum fyrir margvísleg afbrot og störf sín sem „útfararstjóri“ - sem er einstaklingur sem leppar einkahlutafélög á barmi gjaldþrots til að eigandinn geti haldið óflekkuðu mannorði. Til að mynda var Gunnar dæmdur í sex mánaða fangelsi í maí í fyrra fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í störfum sínum sem framkvæmdastjóri tveggja slíkra félaga. Hann hafði áður verið sakfelldur fyrir fjórtán refsiverð brot, til að mynda kynferðisglæpi og fjársvik. Gunnar hét áður Gunnar Finnur Egilsson en lét breyta nafni sínu eftir að hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn andlega veikri konu. Umrætt byggingafélag sem Gunnar Rúnar fór fyrir hét áður Cleanson ehf. og var starfsemi þess sögð lúta að rekstri bón- og þvottastöðvar. Félagið var stofnað árið 2015 og á næstu árum átti það eftir að skipta nokkrum sinnum um lögheimili.Sjá einnig: Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuðiÞann 16. október síðastliðin verður svo umturnun á félaginu. Nafni þess var breytt, verður að XS verk ehf., auk þess tilgangur þess verður að halda utan um almenna verktakavinnu við húsbyggingar, viðhald og uppsetningu innréttinga. Það er þá sem stjórn félagsins er skipt út og umræddur Gunnar Rúnar Gunnarsson stígur inn í framkvæmdastjórn þess, tekur við prókúruumboðinu og er skipaður stjórnarmaður. Rétt rúmum tveimur mánuðum síðar úrskurðar Héraðsdómur Reykjavíkur að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Vignir Hreinsson, stjórnarmaður í Cleanson ehf., forvera XS verks, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. Hann hafi einfaldlega selt félagið og að upphæð viðskiptanna væri trúnaðarmál. Skiptastjóri búsins segir í skilaboðum til fréttastofu að engin sjáanleg starfsemi hafi verið í félaginu við gjaldþrotið. Erfitt sé að meta hversu stórt gjaldþrotið er á þessari stundu, enda enn hægt að lýsa kröfum í búið, en að það hafi verið Tollstjóri sem fór fram á að félag Gunnars yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fréttaskýringaþátturinn Brestur fjallaði vorið 2015 um kennitöluflakk og var þar meðal annars rætt við útfararstjóra. Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þættinum.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00 Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14 Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ríkið hafi framselt Heinemann einokun Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ríkið hafi framselt Heinemann einokun „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Kennitöluflakk í Brestum: „Glæpir borga sig“ Hvenær eru ítrekuð gjaldþrot orðin misnotkun á kerfinu? 27. apríl 2015 21:00
Margdæmdir útfararstjórar: Þrjú félög gjaldþrota á hálfum mánuði Félög í eigu Egils Einarssonar, eigenda Hlöllabáta og fyrrum eiganda Players hafa öll verið tekin yfir nýlega af tveimur mönnum sem eiga langan brotaferil að baki. 7. maí 2015 14:14
Misferli upp á tugi milljóna: Verjandi og margdæmdur kynferðisbrotamaður sæta gæsluvarðhaldi Lögmaður mætti til skýrslutöku hjá umbjóðanda sínum en var við það tækifæri handtekinn og í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 2. mars 2016 07:00