Trump opinn fyrir „innborgun“ fyrir landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 23:09 Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúman mánuð. Ríkisstarfsmenn missa af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvö frumvörp sem hefðu bundið enda á rúmlega mánaðarlanga lokun hluta alríkisstofnana í kvöld. Leiðtogar flokkanna ræða nú málamiðlun og Donald Trump forseti segist geta sætt sig við „innborgun“ fyrir landamæramúrinn sem er orsök þráteflisins. Tvö frumvörp lágu fyrir í öldungadeildinni í dag. Í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, var kveðið á um tæpa sex milljarða dollara sem Trump hefur gert að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, 53 sæti af hundrað. Atkvæði sextíu þingmanna þarf hins vegar til að samþykkja frumvörp sem þessi. Hvorugt frumvarpanna náði slíkum stuðningi í deildinni. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með frumvarpi demókrata sem hlaut þannig fleiri atkvæði en frumvarp repúblikana. Frumvarp demókrata féll þar sem 52 þingmenn greiddu atkvæði með því en 44 gegn. Frumvarp repúblikana féll 50-47. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í kvöld var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi. Repúblikanar í deildinni hafa síðan staðið með Trump í deilunni um múrinn. Í frumvarpi repúblikana var auk framlagsins til múrsins að finna ákvæði um tímabundna vernd gegn brottvísun fyrir hóp innflytjenda sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump afnam áætlun um vernd þessa hóps árið 2017. Í því var einnig að finna tillögur frá Hvíta húsinu sem vitað var að væru óvinsælar hjá demókrötum. Frumvarpið hefði gert fólki erfiðara fyrir að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times.Undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand Eftir atkvæðagreiðslurnar hittust Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, og Mitch McConnell, leiðtogi demókrata, til að ræða næstu skref. Að óbreyttu missa alríksstarfsmenn af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Um átta hundruð þúsund þeirra hafa setið heima eða unnið launalaust frá 22. desember.Washington Post segir að nú sé til umræðu á milli flokkanna að samþykkja þriggja vikna tímabundna fjármögnun stofnananna til þess að hægt verði að opna þær og freista þess að ná samkomulagi um landamæramúr Trump í millitíðinni. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem sagði að Trump samþykkti bráðabirgðaútgjaldafrumvarp aðeins ef í því væri „innborgun“ fyrir landamæramúrinn. Það hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demókratar ráða ríkjum, nú þegar útilokað. CNN-fréttastöðin fullyrti í kvöld að Hvíta húsið undirbyggi nú drög að yfirlýsingu um neyðarástand á suðurlandamærum Bandaríkjanna fyrir forsetann. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa múrinn án samþykkis þingsins. Hann myndi ráðstafa sjö milljörðum dollara sem ætlaðir eru í önnur verkefni til framkvæmdanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvö frumvörp sem hefðu bundið enda á rúmlega mánaðarlanga lokun hluta alríkisstofnana í kvöld. Leiðtogar flokkanna ræða nú málamiðlun og Donald Trump forseti segist geta sætt sig við „innborgun“ fyrir landamæramúrinn sem er orsök þráteflisins. Tvö frumvörp lágu fyrir í öldungadeildinni í dag. Í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, var kveðið á um tæpa sex milljarða dollara sem Trump hefur gert að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, 53 sæti af hundrað. Atkvæði sextíu þingmanna þarf hins vegar til að samþykkja frumvörp sem þessi. Hvorugt frumvarpanna náði slíkum stuðningi í deildinni. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með frumvarpi demókrata sem hlaut þannig fleiri atkvæði en frumvarp repúblikana. Frumvarp demókrata féll þar sem 52 þingmenn greiddu atkvæði með því en 44 gegn. Frumvarp repúblikana féll 50-47. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í kvöld var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi. Repúblikanar í deildinni hafa síðan staðið með Trump í deilunni um múrinn. Í frumvarpi repúblikana var auk framlagsins til múrsins að finna ákvæði um tímabundna vernd gegn brottvísun fyrir hóp innflytjenda sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump afnam áætlun um vernd þessa hóps árið 2017. Í því var einnig að finna tillögur frá Hvíta húsinu sem vitað var að væru óvinsælar hjá demókrötum. Frumvarpið hefði gert fólki erfiðara fyrir að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times.Undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand Eftir atkvæðagreiðslurnar hittust Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, og Mitch McConnell, leiðtogi demókrata, til að ræða næstu skref. Að óbreyttu missa alríksstarfsmenn af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Um átta hundruð þúsund þeirra hafa setið heima eða unnið launalaust frá 22. desember.Washington Post segir að nú sé til umræðu á milli flokkanna að samþykkja þriggja vikna tímabundna fjármögnun stofnananna til þess að hægt verði að opna þær og freista þess að ná samkomulagi um landamæramúr Trump í millitíðinni. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem sagði að Trump samþykkti bráðabirgðaútgjaldafrumvarp aðeins ef í því væri „innborgun“ fyrir landamæramúrinn. Það hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demókratar ráða ríkjum, nú þegar útilokað. CNN-fréttastöðin fullyrti í kvöld að Hvíta húsið undirbyggi nú drög að yfirlýsingu um neyðarástand á suðurlandamærum Bandaríkjanna fyrir forsetann. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa múrinn án samþykkis þingsins. Hann myndi ráðstafa sjö milljörðum dollara sem ætlaðir eru í önnur verkefni til framkvæmdanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49