Umsvifamikill auðjöfur keypti dýrustu fasteign Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 16:44 Íbúðin er á efstu fjórum hæðum 220 Central Park South-skýjakljúfsins. Getty/Jeenah Moon Milljarðamæringurinn Ken Griffin keypti íbúð á Manhattan í New York-borg á 238 milljónir Bandaríkjadala, rúma 28 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða dýrustu fasteign sem seld hefur verið í Bandaríkjunum. Íbúðin er á efstu fjórum hæðum skýjakljúfsins sem stendur við 220 Central Park South og státar af útsýni yfir samnefndan lystigarð, eitt sögufrægasta kennileiti New York-borgar. Íbúðir í byggingunni hafa selst hratt síðustu misseri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kaupandinn, Ken Griffin, er fimmtugur stofnandi vogunarsjóðsins Citadel. Hann er umsvifamikill á bandarískum fasteignamarkaði, sem og evrópskum, en hann komst síðast í fréttir á mánudag þegar hann fjárfesti í húsi í grennd við Buckinghamhöll í London fyrir 124 milljónir dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Þá keypti hann dýrustu fasteign Miami árið 2015 og hliðstæðu hennar í Chicago í fyrra. Hvor um sig kostaði Griffin um sextíu milljónir Bandaríkjadala. Fyrrverandi dýrasta fasteign Bandaríkjanna, hús í Austur-Hampton í New York-ríki, var keypt á 137 milljónir dala árið 2014.Ken Griffin, stofnandi Citadel og fasteignabraskari.Getty/David Paul Morris Bandaríkin Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Milljarðamæringurinn Ken Griffin keypti íbúð á Manhattan í New York-borg á 238 milljónir Bandaríkjadala, rúma 28 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða dýrustu fasteign sem seld hefur verið í Bandaríkjunum. Íbúðin er á efstu fjórum hæðum skýjakljúfsins sem stendur við 220 Central Park South og státar af útsýni yfir samnefndan lystigarð, eitt sögufrægasta kennileiti New York-borgar. Íbúðir í byggingunni hafa selst hratt síðustu misseri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Kaupandinn, Ken Griffin, er fimmtugur stofnandi vogunarsjóðsins Citadel. Hann er umsvifamikill á bandarískum fasteignamarkaði, sem og evrópskum, en hann komst síðast í fréttir á mánudag þegar hann fjárfesti í húsi í grennd við Buckinghamhöll í London fyrir 124 milljónir dala, eða um 14 milljarða íslenskra króna. Þá keypti hann dýrustu fasteign Miami árið 2015 og hliðstæðu hennar í Chicago í fyrra. Hvor um sig kostaði Griffin um sextíu milljónir Bandaríkjadala. Fyrrverandi dýrasta fasteign Bandaríkjanna, hús í Austur-Hampton í New York-ríki, var keypt á 137 milljónir dala árið 2014.Ken Griffin, stofnandi Citadel og fasteignabraskari.Getty/David Paul Morris
Bandaríkin Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira