Ragnheiður H. Magnúsdóttir hlaut UT-verðlaunin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 21:19 Ragnheiður H. Magnúsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson. Ragnheiður H. Magnúsdóttir hlaut í dag UT-verðlaun Ský en þau voru afhent á UT-messunni sem nú fer fram í Hörpu. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sem veitti verðlaunin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ský. Ragnheiður er í dag forstöðumaður framkvæmda hjá Veitum en var áður framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar í sex ár og sinnti breytingastjórnunarverkefni hjá Marel. „Ragnheiður hefur setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins, stjórn Ský, verið formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT og hefur svo sannarlega verið fyrirmynd fyrir konur í tækni. Segir valnefnd í rökstuðningi sínum að Ragnheiður hafi, að öðrum ólöstuðum, verið í fararbroddi þegar komi að því að halda mikilvægi upplýsingatæknigeirans á lofti og mikilvægi fjölbreytileika í þeim geira,“ segir í tilkynningu. UT-verðlaunin voru veitt í 10. sinn í dag en auk þeirra voru veitt þrjú önnur verðlaun:UT-fyrirtæki ársins er Nox Medical fyrir sérstaklega gott starf á árinu 2018, en það hefur skapað sér sérstöðu á sviði svefnrannsókna í heiminum og unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar og verkefni. Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa raunar fengið jafn mikla umfjöllun á þessu sviði.Leggja.is hlaut verðlaunin fyrir stafræna þjónustu en þjónusta þeirra þótti skara fram úr þegar kemur að því að einfalda daglegt líf fólks, enda gerir app þeirra fólki kleift að borga fyrir gjaldskyld bílastæði, sem veitir óumdeilanleg þægindi.UT-sprotann hlýtur Syndis, en fyrirtækið hefur verið áberandi á sviði öryggismála og fundið stóra galla í vörum og þjónustu stórra og þekktra fyrirtækja, nú síðast snjallúrum barna. Öryggislausnin Adversary, sem Syndis þróaði og tekur á hættum og ógnum vegna netárása, hefur jafnframt vakið mikla athygli á alþjóðavísu. Forseti Íslands Tækni Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira
Ragnheiður H. Magnúsdóttir hlaut í dag UT-verðlaun Ský en þau voru afhent á UT-messunni sem nú fer fram í Hörpu. Það var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands sem veitti verðlaunin í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ský. Ragnheiður er í dag forstöðumaður framkvæmda hjá Veitum en var áður framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar í sex ár og sinnti breytingastjórnunarverkefni hjá Marel. „Ragnheiður hefur setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins, stjórn Ský, verið formaður tækninefndar Vísinda- og tækniráðs, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja hjá SUT og hefur svo sannarlega verið fyrirmynd fyrir konur í tækni. Segir valnefnd í rökstuðningi sínum að Ragnheiður hafi, að öðrum ólöstuðum, verið í fararbroddi þegar komi að því að halda mikilvægi upplýsingatæknigeirans á lofti og mikilvægi fjölbreytileika í þeim geira,“ segir í tilkynningu. UT-verðlaunin voru veitt í 10. sinn í dag en auk þeirra voru veitt þrjú önnur verðlaun:UT-fyrirtæki ársins er Nox Medical fyrir sérstaklega gott starf á árinu 2018, en það hefur skapað sér sérstöðu á sviði svefnrannsókna í heiminum og unnið til fjölda verðlauna fyrir rannsóknir sínar og verkefni. Fá íslensk tæknifyrirtæki hafa raunar fengið jafn mikla umfjöllun á þessu sviði.Leggja.is hlaut verðlaunin fyrir stafræna þjónustu en þjónusta þeirra þótti skara fram úr þegar kemur að því að einfalda daglegt líf fólks, enda gerir app þeirra fólki kleift að borga fyrir gjaldskyld bílastæði, sem veitir óumdeilanleg þægindi.UT-sprotann hlýtur Syndis, en fyrirtækið hefur verið áberandi á sviði öryggismála og fundið stóra galla í vörum og þjónustu stórra og þekktra fyrirtækja, nú síðast snjallúrum barna. Öryggislausnin Adversary, sem Syndis þróaði og tekur á hættum og ógnum vegna netárása, hefur jafnframt vakið mikla athygli á alþjóðavísu.
Forseti Íslands Tækni Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira