Loka fiskimjölsverksmiðju í Helguvík og segja upp starfsfólki Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 14:56 Síldarvinnslan í Helguvík hefur verið starfrækt frá árinu 1997. Vísir/vilhelm Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Frá þessu greinir Síldarvinnslan sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni. Ákvörðunin er sögð fela í sér uppsögn sex starfsmanna fyrirtækisins, auk þess sem hún mun hafa áhrif á afleidd störf verktaka og þjónustufyrirtækja. Í færslu Síldarvinnslunnar segir að áform um lokun verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt starfsfólki í dag. Auk þess hafi þau verið kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Ástæðan lokunarinnar er jafnframt sögð einföld, rekstur verksmiðjunnar hafi hreinlega ekki staðið undir sér. „Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ segir í útskýringu Síldarvinnslunnar og vísað í mynd sem fylgir færslunni. Þar megi sjá verðþróun hráefnis til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi undanfarna áratugi.Síldarvinnslan hættir starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta... Posted by Síldarvinnslan hf. on Thursday, February 7, 2019 „Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt tekið fram að hafist verði handa við að handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verði að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun. „Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel,“ segir að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. Reykjanesbær Sjávarútvegur Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Frá þessu greinir Síldarvinnslan sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni. Ákvörðunin er sögð fela í sér uppsögn sex starfsmanna fyrirtækisins, auk þess sem hún mun hafa áhrif á afleidd störf verktaka og þjónustufyrirtækja. Í færslu Síldarvinnslunnar segir að áform um lokun verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt starfsfólki í dag. Auk þess hafi þau verið kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Ástæðan lokunarinnar er jafnframt sögð einföld, rekstur verksmiðjunnar hafi hreinlega ekki staðið undir sér. „Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ segir í útskýringu Síldarvinnslunnar og vísað í mynd sem fylgir færslunni. Þar megi sjá verðþróun hráefnis til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi undanfarna áratugi.Síldarvinnslan hættir starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta... Posted by Síldarvinnslan hf. on Thursday, February 7, 2019 „Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt tekið fram að hafist verði handa við að handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verði að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun. „Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel,“ segir að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan.
Reykjanesbær Sjávarútvegur Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira