Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 17:53 Áttu atvik sem deilt er um sér stað í heimahúsi á Akranesi í nóvember síðastliðnum. Vísir/Egill Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í heimahúsi á Akranesi aðfaranótt 10. nóvember síðastliðinn. Konan hefur neitað sök við yfirheyrslu hjá lögreglu og heldur því fram að tengdasonurinn hafi jafnvel sjálfur gengið á hnífinn á meðan hún var við þrif í eldhúsinu.Maðurinn sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu að konan hefði verið honum afar reið vegna þess að hringt var á lögreglu vegna ölvunar hennar á meðan hún gætti barnabarns síns, sem er dóttir mannsins. Hafi hann vaknað við það að konan stóð í herbergi hans og öskrað á hann. Þegar hann ætlaði að færa hana úr herberginu hafi hún stungið hann. Tekinn var fyrir krafa embættis héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni í Landsrétti í gær í ljósi þess að búið er að ákæra hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu saksóknara um að konan sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hennar er til meðferðar fyrir dómstólum, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 28. febrúar næstkomandi. Var sá úrskurður kærður til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn í gær. Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var sammála áliti saksóknara að konan væri undir sterkum grun um tilraun til manndráps sem getur varðað fangelsisvist ekki skemur en fimm ár eða ævilangt. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að konan neiti sök en hún sagðist hafa verið inni í eldhúsi umrætt kvöld að þrífa þegar hún hafi tekið eftir tengdasyni sínum fyrir aftan sig. Konan hélt því fram við yfirheyrslu að hún hefði snúið sér við með stóran hníf í hendinni. Hún hafi ekki munað eftir því hvernig hún hélt á hnífnum en talið það hafa verið í hæð við vaskinn. Hún hafi þá tekið eftir því að tengdasyninum blæddi og hún hafi jafnvel talið að hann hefði sjálfur labbað að sér og farið á hnífinn. Lögreglan segir að konunni og tengdasyninum beri ekki saman um atvik máls, en framburður tengdasonarins eigi sér að mörgu leyti stoð í gögnum málsins.Áður hafði Vísir greint frá fyrir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir konunni en þar kom fram að konan væri grunuð um að hafa fjarlægt bæði síma og spjaldtölvu mannsins á meðan hann svaf ásamt því að hafa stungið á hjólbarða bíls hans. Lögreglan taldi sterkan grun um að konan hafi ætlað sér að hindra manninn í að komast af vettvangi og að hún hafi verið byrjuð að hreinsa vettvanginn eða koma sönnunargögnum undan en í bifreiðinni fyrir utan húsið fannst hnífur og blóðug föt. Akranes Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í heimahúsi á Akranesi aðfaranótt 10. nóvember síðastliðinn. Konan hefur neitað sök við yfirheyrslu hjá lögreglu og heldur því fram að tengdasonurinn hafi jafnvel sjálfur gengið á hnífinn á meðan hún var við þrif í eldhúsinu.Maðurinn sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu að konan hefði verið honum afar reið vegna þess að hringt var á lögreglu vegna ölvunar hennar á meðan hún gætti barnabarns síns, sem er dóttir mannsins. Hafi hann vaknað við það að konan stóð í herbergi hans og öskrað á hann. Þegar hann ætlaði að færa hana úr herberginu hafi hún stungið hann. Tekinn var fyrir krafa embættis héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni í Landsrétti í gær í ljósi þess að búið er að ákæra hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu saksóknara um að konan sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hennar er til meðferðar fyrir dómstólum, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 28. febrúar næstkomandi. Var sá úrskurður kærður til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn í gær. Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var sammála áliti saksóknara að konan væri undir sterkum grun um tilraun til manndráps sem getur varðað fangelsisvist ekki skemur en fimm ár eða ævilangt. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að konan neiti sök en hún sagðist hafa verið inni í eldhúsi umrætt kvöld að þrífa þegar hún hafi tekið eftir tengdasyni sínum fyrir aftan sig. Konan hélt því fram við yfirheyrslu að hún hefði snúið sér við með stóran hníf í hendinni. Hún hafi ekki munað eftir því hvernig hún hélt á hnífnum en talið það hafa verið í hæð við vaskinn. Hún hafi þá tekið eftir því að tengdasyninum blæddi og hún hafi jafnvel talið að hann hefði sjálfur labbað að sér og farið á hnífinn. Lögreglan segir að konunni og tengdasyninum beri ekki saman um atvik máls, en framburður tengdasonarins eigi sér að mörgu leyti stoð í gögnum málsins.Áður hafði Vísir greint frá fyrir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir konunni en þar kom fram að konan væri grunuð um að hafa fjarlægt bæði síma og spjaldtölvu mannsins á meðan hann svaf ásamt því að hafa stungið á hjólbarða bíls hans. Lögreglan taldi sterkan grun um að konan hafi ætlað sér að hindra manninn í að komast af vettvangi og að hún hafi verið byrjuð að hreinsa vettvanginn eða koma sönnunargögnum undan en í bifreiðinni fyrir utan húsið fannst hnífur og blóðug föt.
Akranes Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34