Hafna uppbyggingu á Granda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2019 06:15 Áform á Línbergsreitnum gera ráð fyrir yfir 40 þúsund fermetra húsnæði á Fiskislóð, aftan við gömlu verbúðirnar við Grandagarð. ASK ARKITEKTAR Ósk Faxaflóahafna um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna númer 16-32 við Fiskislóð og númer 39-93 við Grandagarð hefur verið hafnað hjá embætti skipulagsfulltrúa borgarinnar. Samkvæmt tillögu sem Ask arkitektar unnu fólst í deiliskipulagsbreytingunni að rífa ætti núverandi húsnæði á lóðunum, á svokölluðum Línbergsreit sem er aftan við verbúðirnar á Granda. Er þar um að ræða átta byggingar; iðnaðarhúsnæði frá á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Í staðinn átti að reisa tveggja til fimm hæða byggingar fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sem mest væri skrifstofuhúsnæði. Fiskislóð 16-32 er í eigu Línbergs ehf., sem aftur er í eigu Landbergs ehf., félags hjónanna Hjörleifs Þór Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. „Breytingartillagan nær einnig til verbúða á Grandagarði 39-93 sem eru friðaðar byggingar í eigu Faxaflóahafna. Lagt er til að opna á aðgengi frá Grandagarði með því að fjarlægja eina verbúð og að heimild verði gefin til að opna verbúðir á norðurhlið til þess að skapa betri tengingu til lóða Línbergs frá Grandagarði,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.ASK arkitektarÞá kemur fram að húsnæðið sem ætlunin var að rífa sé 5.744 fermetra og að flatarmál nýrra bygginga yrði allt að 38.841 fermetri ofanjarðar auk 6.516 fermetra í bílastæðahúsi. „Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að koma til móts við aukna eftirspurn eftir húsnæði til ýmissa nota á svæðinu ásamt því að skapa opin svæði fyrir viðburði, en ferðamennska og menningarstarfsemi auk hafnsækinnar starfsemi hefur aukist á hafnarsvæðum sambærilegra borga,“ segir í umsögninni. Fram kemur að Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn geri ekki athugasemdir við að opnað verði á tengingu frá Grandagarði í gegnum eina verbúð, ef steypt þak verbúðarinnar fái að halda sér og að breytingarnar verði afturkræfar. „Bæði Minjastofnun og Borgarsögusafn gera hins vegar athugasemd við opnun verbúðanna baka til.“ Þá rekur skipulagsfulltrúi að núgildandi deiliskipulag Vesturhafnar hafi að markmiði að sameina margar deiliskipulagsáætlanir í eina, ásamt því að vera áfram hafnarsvæði og svæði fyrir hafnsækna starfsemi. „Ekki voru neinar nýjar byggingarheimildir skilgreindar á umræddum lóðum við vinnslu deiliskipulagsins. Mikill þrýstingur er þó á breytingar á deiliskipulagið frá ýmsum áttum.“ Umferðarmál setja áformunum á Línbergsreitnum miklar skorður. „Nýting lóða bara á reit Línbergs mun klára þann kvóta umferðarsköpunar sem eftir er án þess að til komi veruleg umferðarvandamál,“ vitnar skipulagsfulltrúi til umsagnar samgöngustjóra borgarinnar. Fyrirspurnir vegna sömu lóða verið afgreiddar með þeirri umsögn skipulagsfulltrúa að ekki sé hægt að taka afstöðu til einnar lóðar eða brot af svæði án þess að skoða alla Vesturhöfnina heildstætt. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Ósk Faxaflóahafna um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna númer 16-32 við Fiskislóð og númer 39-93 við Grandagarð hefur verið hafnað hjá embætti skipulagsfulltrúa borgarinnar. Samkvæmt tillögu sem Ask arkitektar unnu fólst í deiliskipulagsbreytingunni að rífa ætti núverandi húsnæði á lóðunum, á svokölluðum Línbergsreit sem er aftan við verbúðirnar á Granda. Er þar um að ræða átta byggingar; iðnaðarhúsnæði frá á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Í staðinn átti að reisa tveggja til fimm hæða byggingar fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sem mest væri skrifstofuhúsnæði. Fiskislóð 16-32 er í eigu Línbergs ehf., sem aftur er í eigu Landbergs ehf., félags hjónanna Hjörleifs Þór Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. „Breytingartillagan nær einnig til verbúða á Grandagarði 39-93 sem eru friðaðar byggingar í eigu Faxaflóahafna. Lagt er til að opna á aðgengi frá Grandagarði með því að fjarlægja eina verbúð og að heimild verði gefin til að opna verbúðir á norðurhlið til þess að skapa betri tengingu til lóða Línbergs frá Grandagarði,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.ASK arkitektarÞá kemur fram að húsnæðið sem ætlunin var að rífa sé 5.744 fermetra og að flatarmál nýrra bygginga yrði allt að 38.841 fermetri ofanjarðar auk 6.516 fermetra í bílastæðahúsi. „Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að koma til móts við aukna eftirspurn eftir húsnæði til ýmissa nota á svæðinu ásamt því að skapa opin svæði fyrir viðburði, en ferðamennska og menningarstarfsemi auk hafnsækinnar starfsemi hefur aukist á hafnarsvæðum sambærilegra borga,“ segir í umsögninni. Fram kemur að Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn geri ekki athugasemdir við að opnað verði á tengingu frá Grandagarði í gegnum eina verbúð, ef steypt þak verbúðarinnar fái að halda sér og að breytingarnar verði afturkræfar. „Bæði Minjastofnun og Borgarsögusafn gera hins vegar athugasemd við opnun verbúðanna baka til.“ Þá rekur skipulagsfulltrúi að núgildandi deiliskipulag Vesturhafnar hafi að markmiði að sameina margar deiliskipulagsáætlanir í eina, ásamt því að vera áfram hafnarsvæði og svæði fyrir hafnsækna starfsemi. „Ekki voru neinar nýjar byggingarheimildir skilgreindar á umræddum lóðum við vinnslu deiliskipulagsins. Mikill þrýstingur er þó á breytingar á deiliskipulagið frá ýmsum áttum.“ Umferðarmál setja áformunum á Línbergsreitnum miklar skorður. „Nýting lóða bara á reit Línbergs mun klára þann kvóta umferðarsköpunar sem eftir er án þess að til komi veruleg umferðarvandamál,“ vitnar skipulagsfulltrúi til umsagnar samgöngustjóra borgarinnar. Fyrirspurnir vegna sömu lóða verið afgreiddar með þeirri umsögn skipulagsfulltrúa að ekki sé hægt að taka afstöðu til einnar lóðar eða brot af svæði án þess að skoða alla Vesturhöfnina heildstætt.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira