Vatni aftur hleypt á Fyssu í vor eftir sex ára hlé Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2019 21:00 Fyssa var afhjúpuð í Grasagarðinum í Laugardal árið 1995. vísir/vilhelm Áætlað er að vatni verði hleypt á Fyssu, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, á ný í vor. Verkið hefur staðið óvirkt frá árinu 2012 þegar búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að stefnt sé að því að kveikja á verkinu sumardaginn fyrsta sem er þann 25. apríl á þessu ári. Eftirleiðis verði vatni hleypt á verkið þann dag og slökkt fyrir fyrstu frost, til dæmis fyrsta vetrardag sem er 26. október. „Það verður gert til að forðast vandamál sem komu upp í tengslum við það að hafa vatnsrennsli yfir vetrartímann. Það væri vissulega gaman að geta látið vatnið vera á allt árið en ekki skynsamlegt þegar litið er til vandræðanna sem það hefur skapað og hálku og þá um leið öryggi þeirra sem fara um svæðið. Jafnvel þó að það sé snjóbræðsla við verkið. Síðan hafa komið upp bilanir í búnaði vegna kulda,“ segir Ólöf.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir Fyssu glæsilegt listaverk eftir Rúrí, einn af okkar fremstu listamönnum.ReykjavíkurborgViðhaldi vanrækt Fyssa var afhjúpuð árið 1995 og hefur verið í umsjón Orkuveitu Reykjavíkur. Ólöf segir að kostnaður hafi staðið í vegi fyrir því að ekki hafi verið gert við verkið fyrr. „Á síðasta ári var gert samkomulag við Orkuveituna um að Reykjavíkurborg tæki verkið yfir þegar viðgerðum væri lokið. Kostnaði við viðgerðir á búnaði yrði þó skipt jafnt á milli Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar,“ segir Ólöf, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar sextán milljónir króna. Hún segir að árið 2017 hafi borgarráð afgreitt sérstaka fjárveitingu til Listasafns Reykjavíkur vegna bráðaviðgerða á útilistaverkum í borginni. „Viðhald hafði verið vanrækt frá árinu 2008 þegar viðhaldsfé var skorið niður. Þetta var fjárveiting til þriggja ára og var hluti af henni þátttaka borgarinnar í viðgerð á Fyssu.“Úr Grasagarðinum í Laugardal.Vísir/VilhelmOrðið sú prýði sem því er ætlað að vera Ólöf kveðst sérstaklega ánægð með að Fyssa öðlist líf á nýjan leik og að verið er að vinna að því að verkið geti orðið sú prýði fyrir svæðið sem því er ætlað að vera. „Við hjá Listasafni Reykjavíkur fáum reglulega ábendingar um ástand útilistaverkanna í borginni og Fyssa er sannarlega eitt af þeim verkum sem reglulega er spurt um hvort ekki verði bráðlega lagað. Það erum því ekki bara við hér á safninu sem fögnum þessu.“ Aðspurð um kostnað við rekstur verksins segir Ólöf að Reykjavíkurborg muni nú taka yfir viðhald og rekstur verksins. „Það verður þó ekki fyrr en eftir gagngerar lagfæringar á verkinu og reiknum við með að rekstarkostnaður felist einkum í að setja verkið á stað að vori og ganga frá því fyrir veturinn auk árlegra þrifa þetta ættu að vera þrír til fimm vinnudagar á ári auk öryggisvöktunar.“Listakonan Rúrí.Fréttablaðið/ValliInnblástur í náttúruöflin Á heimasíðu listakonunnar Rúríar segir að grunnhugmynd verksins sé náttúruöflin eins og þau birtast á Íslandi. „Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar verða til í gosum, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg. Listaverkið stendur að hluta til upp úr yfirborði jarðar, að hluta til gengur það niður í jörðina og myndar gjá, og að hluta til breiðir það sig flatt á yfirborðinu. Það myndar línu í gegnum steinlögnina í garðinum sem gefur til kynna sprungustefnu jarðlaga á Íslandi. Vatnsrennslið er síbreytilegt, líkt og í náttúrunni, þannig að ásýnd verksins breytist stöðugt. Hljóðið sem myndast þegar vatnið fellur í gjána er síbreytilegt vegna mismunandi þrýstings í vatnsbununum,“ segir á heimasíðunni. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Áætlað er að vatni verði hleypt á Fyssu, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, á ný í vor. Verkið hefur staðið óvirkt frá árinu 2012 þegar búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að stefnt sé að því að kveikja á verkinu sumardaginn fyrsta sem er þann 25. apríl á þessu ári. Eftirleiðis verði vatni hleypt á verkið þann dag og slökkt fyrir fyrstu frost, til dæmis fyrsta vetrardag sem er 26. október. „Það verður gert til að forðast vandamál sem komu upp í tengslum við það að hafa vatnsrennsli yfir vetrartímann. Það væri vissulega gaman að geta látið vatnið vera á allt árið en ekki skynsamlegt þegar litið er til vandræðanna sem það hefur skapað og hálku og þá um leið öryggi þeirra sem fara um svæðið. Jafnvel þó að það sé snjóbræðsla við verkið. Síðan hafa komið upp bilanir í búnaði vegna kulda,“ segir Ólöf.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir Fyssu glæsilegt listaverk eftir Rúrí, einn af okkar fremstu listamönnum.ReykjavíkurborgViðhaldi vanrækt Fyssa var afhjúpuð árið 1995 og hefur verið í umsjón Orkuveitu Reykjavíkur. Ólöf segir að kostnaður hafi staðið í vegi fyrir því að ekki hafi verið gert við verkið fyrr. „Á síðasta ári var gert samkomulag við Orkuveituna um að Reykjavíkurborg tæki verkið yfir þegar viðgerðum væri lokið. Kostnaði við viðgerðir á búnaði yrði þó skipt jafnt á milli Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar,“ segir Ólöf, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar sextán milljónir króna. Hún segir að árið 2017 hafi borgarráð afgreitt sérstaka fjárveitingu til Listasafns Reykjavíkur vegna bráðaviðgerða á útilistaverkum í borginni. „Viðhald hafði verið vanrækt frá árinu 2008 þegar viðhaldsfé var skorið niður. Þetta var fjárveiting til þriggja ára og var hluti af henni þátttaka borgarinnar í viðgerð á Fyssu.“Úr Grasagarðinum í Laugardal.Vísir/VilhelmOrðið sú prýði sem því er ætlað að vera Ólöf kveðst sérstaklega ánægð með að Fyssa öðlist líf á nýjan leik og að verið er að vinna að því að verkið geti orðið sú prýði fyrir svæðið sem því er ætlað að vera. „Við hjá Listasafni Reykjavíkur fáum reglulega ábendingar um ástand útilistaverkanna í borginni og Fyssa er sannarlega eitt af þeim verkum sem reglulega er spurt um hvort ekki verði bráðlega lagað. Það erum því ekki bara við hér á safninu sem fögnum þessu.“ Aðspurð um kostnað við rekstur verksins segir Ólöf að Reykjavíkurborg muni nú taka yfir viðhald og rekstur verksins. „Það verður þó ekki fyrr en eftir gagngerar lagfæringar á verkinu og reiknum við með að rekstarkostnaður felist einkum í að setja verkið á stað að vori og ganga frá því fyrir veturinn auk árlegra þrifa þetta ættu að vera þrír til fimm vinnudagar á ári auk öryggisvöktunar.“Listakonan Rúrí.Fréttablaðið/ValliInnblástur í náttúruöflin Á heimasíðu listakonunnar Rúríar segir að grunnhugmynd verksins sé náttúruöflin eins og þau birtast á Íslandi. „Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar verða til í gosum, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg. Listaverkið stendur að hluta til upp úr yfirborði jarðar, að hluta til gengur það niður í jörðina og myndar gjá, og að hluta til breiðir það sig flatt á yfirborðinu. Það myndar línu í gegnum steinlögnina í garðinum sem gefur til kynna sprungustefnu jarðlaga á Íslandi. Vatnsrennslið er síbreytilegt, líkt og í náttúrunni, þannig að ásýnd verksins breytist stöðugt. Hljóðið sem myndast þegar vatnið fellur í gjána er síbreytilegt vegna mismunandi þrýstings í vatnsbununum,“ segir á heimasíðunni.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira