Engin afsökun fyrir lögreglumanninn að hann var mjög ölvaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2019 11:39 Fyrirsögnin á fréttinni á Kringvarpinu. Kringvarp Føroya Lögreglumaðurinn á Sauðárkróki sem dæmdur var í 50 daga skilorðsbundið fangelsi í Færeyjum í vikunni kannaðist lítillega við Íslendinginn sem hann réðist á. Þeir höfðu rætt saman stuttlega saman í flugvélinni á leiðinni til Færeyja. Lögreglumaðurinn sagði í skýrslutöku vegna málsins ekki muna neitt sökum ölvunar. Dómurinn segir þó ótvírætt að honum hafi verið ögrað og tekur tillit til þess. Fjallað er um málið í Kringvarpinu.Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags í Þórshöfn þar sem starfsmenn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru á ferðalagi. Hinn Íslendingurinn flaug utan til Færeyja með sama flugi en var ekki hluti af starfsmannaferðinni segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann tjáði Vísi í vikunni að lögreglumaðurinn hefði í framhaldi af dómnum óskað eftir því að láta af störfum. Dómurinn yfir lögreglumanninum hefur verið birtur. Þar kemur fram að um slagsmál karlanna tveggja hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn hafi slegið hinn Íslendinginn í tvígang með krepptum hnefa í andlitið og slasaðist hinn meðal annars á nefi. Tvö vitni urðu að slagsmálunum sem að virðast hafa endurtekið sig. Fyrst hafi lögreglumaðurinn slegið hinn tveimur höggum. Svo hafi orðið hlé en svo hafi lögreglumaðurinn reynt að draga hinn Íslendinginn útaf hótelinu. Vitni lýsa því hvernig lögreglumaðurinn dró jakka sinn yfir andlit hins Íslendingsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Dómurinn segir refsingu lögreglumannsins á mörkum þess að sinna samfélagsþjónustu og fá fangelsisdóm. Sökum þess að maðurinn er ekki búsettur í Færeyjum þótti átti samfélagsþjónusta ekki eiga við. Vísað er til þess að enginn vafi leiki á að lögreglumanninum hafi verið ögrað og það notað til mildunar. Þá hafi líkamsárásin ekki verið það gróf. Hann var dæmdur í 50 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þá má hann ekki sækja Færeyjar heim næstu þrjú árin.Dóminn í heild má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust að kunningskapur mannanna væri ekki jafnmikill og í fyrstu var talið. Færeyjar Lögreglumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39 Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Lögreglumaðurinn á Sauðárkróki sem dæmdur var í 50 daga skilorðsbundið fangelsi í Færeyjum í vikunni kannaðist lítillega við Íslendinginn sem hann réðist á. Þeir höfðu rætt saman stuttlega saman í flugvélinni á leiðinni til Færeyja. Lögreglumaðurinn sagði í skýrslutöku vegna málsins ekki muna neitt sökum ölvunar. Dómurinn segir þó ótvírætt að honum hafi verið ögrað og tekur tillit til þess. Fjallað er um málið í Kringvarpinu.Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags í Þórshöfn þar sem starfsmenn lögreglunnar á Norðurlandi vestra voru á ferðalagi. Hinn Íslendingurinn flaug utan til Færeyja með sama flugi en var ekki hluti af starfsmannaferðinni segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Hann tjáði Vísi í vikunni að lögreglumaðurinn hefði í framhaldi af dómnum óskað eftir því að láta af störfum. Dómurinn yfir lögreglumanninum hefur verið birtur. Þar kemur fram að um slagsmál karlanna tveggja hafi verið að ræða. Lögreglumaðurinn hafi slegið hinn Íslendinginn í tvígang með krepptum hnefa í andlitið og slasaðist hinn meðal annars á nefi. Tvö vitni urðu að slagsmálunum sem að virðast hafa endurtekið sig. Fyrst hafi lögreglumaðurinn slegið hinn tveimur höggum. Svo hafi orðið hlé en svo hafi lögreglumaðurinn reynt að draga hinn Íslendinginn útaf hótelinu. Vitni lýsa því hvernig lögreglumaðurinn dró jakka sinn yfir andlit hins Íslendingsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Dómurinn segir refsingu lögreglumannsins á mörkum þess að sinna samfélagsþjónustu og fá fangelsisdóm. Sökum þess að maðurinn er ekki búsettur í Færeyjum þótti átti samfélagsþjónusta ekki eiga við. Vísað er til þess að enginn vafi leiki á að lögreglumanninum hafi verið ögrað og það notað til mildunar. Þá hafi líkamsárásin ekki verið það gróf. Hann var dæmdur í 50 daga óskilorðsbundið fangelsi. Þá má hann ekki sækja Færeyjar heim næstu þrjú árin.Dóminn í heild má lesa hér.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að frekari upplýsingar bárust að kunningskapur mannanna væri ekki jafnmikill og í fyrstu var talið.
Færeyjar Lögreglumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39 Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Íslenskur lögreglumaður dæmdur í þriggja ára farbann til Færeyja Fundinn sekur um líkamsárás gegn öðrum Íslendingi í Þórshöfn. 12. febrúar 2019 13:39
Íslendingur handtekinn í Færeyjum Bæði þolandi og árásaraðili eru Íslendingar samkvæmt heimildum DV. 10. febrúar 2019 17:24
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels