Enn ekkert fast í hendi um stuðning Trump við útgjaldafrumvörp Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 16:07 Hægrisinnaðir fjölmiðlamenn voru taldir hafa haft mikil áhrif á ákvörðun Trump um að loka alríkisstofunum til að knýja á um fjárveitingu til landamæramúrsins. Vísir/EPA Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að greiða atkvæði um útgjaldafrumvörp sem myndu koma í veg fyrir aðra lokun alríkisstofnana eftir morgundaginn. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort að Donald Trump forseti muni staðfesta frumvörpin sem lög. Hvíta húsið hefur hefur sett sig í samband við hægrisinnaða fjölmiðlamenn til að fá þá til að gagnrýna ekki frumvörpin. Samkomulag sem leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð um útgjaldafrumvörp til að halda um fjórðungi alríkisstofnana opnum þegar núverandi fjárheimildir renna út á morgun felur aðeins í sér brot af þeim fjármunum sem Trump krefst í landamæramúr sinn. Trump hótaði að skrifa ekki undir sambærileg útgjaldafrumvörp rétt fyrir jól og hélt alríkisstofnunum lokuðum í 35 daga til að knýja á um fjárveitingu í múrinn. Ákvörðun forsetans um að leggjast gegn frumvörpunum var meðal annars rekin til harðrar gagnrýni frá fjölmiðlungum yst af hægri væng bandarískra stjórnmála. Til að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig hefur Hvíta húsið haft samband við að minnsta kosti tvo þáttastjórnendur á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Trump horfir á löngum stundum. New York Times segir að skilaboðin til þeirra hafi verið þau að Trump ætti stuðnings þeirra enn skilinn vegna þess að hann hafi náð fram eftirgjöf frá demókrötum sem ekki hefði fengist án lokunar alríkisstofnana í desember og janúar. Sömu skilaboð hafa verið send harðlínumönnum í Repúblikanaflokknum í fulltrúadeild þingsins. Hvíta húsið hefur beðið svonefndan Frelsisþingflokk [e. Freedom Caucus] um að tóna niður gagnrýni sína í sjónvarpsviðtölum.Valkostir sem „fólk skilur ekki“Reuters-fréttastofan segir að fulltrúadeildin, þar sem demókratar eru með meirihluta, greiði atkvæði um frumvörpin í dag. Þau myndu fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem lýkur 30. september. Trump hefur sagt að hann þurfi að sjá endanleg frumvörpin áður en hann tekur afstöðu til þess hvort að hann skrifi undir þau. Ráðgjafar forsetans hafa reynt að fegra stöðuna fyrir hann og sagt að útgjaldafrumvörpin nú verði ekki síðasta orðið um fjárveitingar til múrsins. Forsetinn geti fært til fjármuni og ráðstafað í múrinn og jafnvel lýst yfir neyðarástandi á landamærunum til að komast yfir enn frekari fjárheimildir án þess að þurfa samþykki þingsins. Margir repúblikanar eru þó andvígir þeirri hugmynd sem myndi vafalaust enda fyrir dómstólum. „Við höfum valkosti sem flest fólk skilur í raun og veru ekki,“ sagði Trump í gær. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að greiða atkvæði um útgjaldafrumvörp sem myndu koma í veg fyrir aðra lokun alríkisstofnana eftir morgundaginn. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort að Donald Trump forseti muni staðfesta frumvörpin sem lög. Hvíta húsið hefur hefur sett sig í samband við hægrisinnaða fjölmiðlamenn til að fá þá til að gagnrýna ekki frumvörpin. Samkomulag sem leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð um útgjaldafrumvörp til að halda um fjórðungi alríkisstofnana opnum þegar núverandi fjárheimildir renna út á morgun felur aðeins í sér brot af þeim fjármunum sem Trump krefst í landamæramúr sinn. Trump hótaði að skrifa ekki undir sambærileg útgjaldafrumvörp rétt fyrir jól og hélt alríkisstofnunum lokuðum í 35 daga til að knýja á um fjárveitingu í múrinn. Ákvörðun forsetans um að leggjast gegn frumvörpunum var meðal annars rekin til harðrar gagnrýni frá fjölmiðlungum yst af hægri væng bandarískra stjórnmála. Til að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig hefur Hvíta húsið haft samband við að minnsta kosti tvo þáttastjórnendur á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Trump horfir á löngum stundum. New York Times segir að skilaboðin til þeirra hafi verið þau að Trump ætti stuðnings þeirra enn skilinn vegna þess að hann hafi náð fram eftirgjöf frá demókrötum sem ekki hefði fengist án lokunar alríkisstofnana í desember og janúar. Sömu skilaboð hafa verið send harðlínumönnum í Repúblikanaflokknum í fulltrúadeild þingsins. Hvíta húsið hefur beðið svonefndan Frelsisþingflokk [e. Freedom Caucus] um að tóna niður gagnrýni sína í sjónvarpsviðtölum.Valkostir sem „fólk skilur ekki“Reuters-fréttastofan segir að fulltrúadeildin, þar sem demókratar eru með meirihluta, greiði atkvæði um frumvörpin í dag. Þau myndu fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem lýkur 30. september. Trump hefur sagt að hann þurfi að sjá endanleg frumvörpin áður en hann tekur afstöðu til þess hvort að hann skrifi undir þau. Ráðgjafar forsetans hafa reynt að fegra stöðuna fyrir hann og sagt að útgjaldafrumvörpin nú verði ekki síðasta orðið um fjárveitingar til múrsins. Forsetinn geti fært til fjármuni og ráðstafað í múrinn og jafnvel lýst yfir neyðarástandi á landamærunum til að komast yfir enn frekari fjárheimildir án þess að þurfa samþykki þingsins. Margir repúblikanar eru þó andvígir þeirri hugmynd sem myndi vafalaust enda fyrir dómstólum. „Við höfum valkosti sem flest fólk skilur í raun og veru ekki,“ sagði Trump í gær.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira