„Mannleg mistök“ settu sófa á útsölu Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. febrúar 2019 10:20 Húsgagnahöllin segir tölvukerfi sitt ekki bjóða upp á að nálgast nauðsynleg gögn sem hefðu getað rennt stoðum undir útskýringar verslunarinnar. Vísir/GVA Neytendastofa telur Húsgagnahöllina hafa farið á svig við lög þegar verslunin auglýsti sófa á afslætti undir lok síðasta árs. Húsgagnahöllinni tókst ekki að færa sönnur á að umræddur sófi, blár þriggja sæta Mexíkó Vic Navy-sófi, hafi nokkurn tímann verið seldur á fyrra verði. Hefur versluninni því verið bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti áfram.Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunni hafi borist ábendingar um að erfitt væri að sjá að Húsgagnhöllin hafi nokkurn tímann selt sófann á tilgreindu fyrra verði, sem var 79.900 krónur. Fór Neytendastofa því fram á að verslunin myndi útskýra hvernig á þessu gæti staðið. Í svörum Húsgagnahallarinnar kom meðal annars fram að félagið hafi skýrar verklagsreglur um afslætti og tilboð. Í þeim tilvikum sem afslættir séu ekki á ákveðnum vörum, heldur heilum vöruflokkum, beri starfsmönnum að sýna sérstaka varkárni og yfirfara kjör á hverri einustu vöru.Hér má sjá Mexíkó sófa, sem þó er aðeins 2,5 sæti.HúsgagnahöllinÞau tölvukerfi sem Húsgagnahöllin búi yfir geti hins vegar ekki aðstoðað í þessum efnum „og því þurfi mannshöndin að koma að slíkum verkefnum,“ eins og segir í svari verslunarinnar. „Eins og gefi að skilja sé alltaf hætta á mannlegum mistökum í þessum efnum.“ Umræddur sófi hafi þannig ekki átt að vera á afsláttarkjörum samkvæmt framangreindu tilboði heldur átti hann að vera á fullu verði, enda hafi hann hvergi verið auglýstur sértaklega sem afsláttarvara. „Mannleg mistök hafi orðið við uppfærslu á vef félagsins sem leiddu til þess að umræddur sófi var ranglega merktur sem afsláttarvara, þrátt fyrir framangreindar verklagsreglur félagsins,“ segir í ákvörðun Neytendastofu og vísað til svara Húsgagnahallarinnar. Þrátt fyrir þessar útskýraringar ítrekar Neytendastofa að vörur þurfi alltaf að hafa verið seldar á fyrra verði. Fyrirtæki þurfi að geta sýnt fram á að svo hafi verið, til að mynda með kvittunum eða gögnum úr bókhaldi. Það hafi Húsgagnhöllinni hins vegar ekki tekist. „Það að mannleg mistök hafi átt sér stað hefur ekki áhrif á það hvort um brot sé að ræða gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu,“ segir Neytendastofa sem taldi því rétt að banna Húsgagnahöllinni að viðhafa þessa viðskiptahætti.Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Neytendur Tengdar fréttir Segja mannleg mistök valda umdeildum verðmun Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, segir að mannleg mistök valdi verðmun sem fer nú víða um netheima. 31. janúar 2017 21:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Neytendastofa telur Húsgagnahöllina hafa farið á svig við lög þegar verslunin auglýsti sófa á afslætti undir lok síðasta árs. Húsgagnahöllinni tókst ekki að færa sönnur á að umræddur sófi, blár þriggja sæta Mexíkó Vic Navy-sófi, hafi nokkurn tímann verið seldur á fyrra verði. Hefur versluninni því verið bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti áfram.Í ákvörðun Neytendastofu kemur fram að stofnunni hafi borist ábendingar um að erfitt væri að sjá að Húsgagnhöllin hafi nokkurn tímann selt sófann á tilgreindu fyrra verði, sem var 79.900 krónur. Fór Neytendastofa því fram á að verslunin myndi útskýra hvernig á þessu gæti staðið. Í svörum Húsgagnahallarinnar kom meðal annars fram að félagið hafi skýrar verklagsreglur um afslætti og tilboð. Í þeim tilvikum sem afslættir séu ekki á ákveðnum vörum, heldur heilum vöruflokkum, beri starfsmönnum að sýna sérstaka varkárni og yfirfara kjör á hverri einustu vöru.Hér má sjá Mexíkó sófa, sem þó er aðeins 2,5 sæti.HúsgagnahöllinÞau tölvukerfi sem Húsgagnahöllin búi yfir geti hins vegar ekki aðstoðað í þessum efnum „og því þurfi mannshöndin að koma að slíkum verkefnum,“ eins og segir í svari verslunarinnar. „Eins og gefi að skilja sé alltaf hætta á mannlegum mistökum í þessum efnum.“ Umræddur sófi hafi þannig ekki átt að vera á afsláttarkjörum samkvæmt framangreindu tilboði heldur átti hann að vera á fullu verði, enda hafi hann hvergi verið auglýstur sértaklega sem afsláttarvara. „Mannleg mistök hafi orðið við uppfærslu á vef félagsins sem leiddu til þess að umræddur sófi var ranglega merktur sem afsláttarvara, þrátt fyrir framangreindar verklagsreglur félagsins,“ segir í ákvörðun Neytendastofu og vísað til svara Húsgagnahallarinnar. Þrátt fyrir þessar útskýraringar ítrekar Neytendastofa að vörur þurfi alltaf að hafa verið seldar á fyrra verði. Fyrirtæki þurfi að geta sýnt fram á að svo hafi verið, til að mynda með kvittunum eða gögnum úr bókhaldi. Það hafi Húsgagnhöllinni hins vegar ekki tekist. „Það að mannleg mistök hafi átt sér stað hefur ekki áhrif á það hvort um brot sé að ræða gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu,“ segir Neytendastofa sem taldi því rétt að banna Húsgagnahöllinni að viðhafa þessa viðskiptahætti.Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Tengdar fréttir Segja mannleg mistök valda umdeildum verðmun Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, segir að mannleg mistök valdi verðmun sem fer nú víða um netheima. 31. janúar 2017 21:00 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Segja mannleg mistök valda umdeildum verðmun Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, segir að mannleg mistök valdi verðmun sem fer nú víða um netheima. 31. janúar 2017 21:00