Ætla að stefna Mueller verði skýrslan ekki gerð opinber Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2019 10:40 Rannsókn Mueller hefur vofað yfir forsetatíð Trump forseta í hátt á annað ár. Vísir/EPA Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segjast tilbúnir að stefna Robert Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, til að bera vitni fyrir þingnefnd ef ráðuneytið kýs að birta ekki skýrslu hans. Talið er að rannsókn Mueller á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump sé á lokametrunum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Mueller gæti skilað skýrslu um rannsókn sína á næstu vikum. Það væri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins hvort hún yrði birt opinberlega. William Barr, nýr dómsmálaráðherra sem Trump forseti tilnefndi, tók nýlega við völdum í ráðuneytinu. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að ef ráðuneytið veitir Bandaríkjaþingi ekki aðgang að niðurstöðum Mueller í heild sinni séu demókratar bæði tilbúnir að stefna Mueller til að koma fyrir nefndina og krefjast birtingar hennar fyrir dómi. „Á endanum held ég að ráðuneytið skilji að þau verða að gera þetta opinbert. Ég held að Barr muni skilja það á endanum líka,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt reglum dómsmálaráðuneytisins á skýrsla Mueller að vera trúnaðarskjal um alla þá sem voru ákærðir í rannsókninni en einnig aðra sem komu við sögu en voru ekki ákærðir. Eftir að skýrslan berst er það ráðherrans að láta þingið vita af því að rannsókninni sé lokið, að sögn Washington Post. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd áður en hann var staðfestur í embætti sagði hann það markmið sitt að veita „eins mikið gegnsæi og ég get í samræmi við lög“. Rannsókn Mueller hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Hann var skipaður sérstakur rannsakandi ráðuneytisins í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. FBI hafði þá rannsakað meint samráð framboðs Trump við Rússa. Mueller-rannsóknin hefur einnig beinst að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28 Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segjast tilbúnir að stefna Robert Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, til að bera vitni fyrir þingnefnd ef ráðuneytið kýs að birta ekki skýrslu hans. Talið er að rannsókn Mueller á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump sé á lokametrunum. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Mueller gæti skilað skýrslu um rannsókn sína á næstu vikum. Það væri ákvörðun dómsmálaráðuneytisins hvort hún yrði birt opinberlega. William Barr, nýr dómsmálaráðherra sem Trump forseti tilnefndi, tók nýlega við völdum í ráðuneytinu. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, segir að ef ráðuneytið veitir Bandaríkjaþingi ekki aðgang að niðurstöðum Mueller í heild sinni séu demókratar bæði tilbúnir að stefna Mueller til að koma fyrir nefndina og krefjast birtingar hennar fyrir dómi. „Á endanum held ég að ráðuneytið skilji að þau verða að gera þetta opinbert. Ég held að Barr muni skilja það á endanum líka,“ sagði Schiff í sjónvarpsviðtali í gær. Samkvæmt reglum dómsmálaráðuneytisins á skýrsla Mueller að vera trúnaðarskjal um alla þá sem voru ákærðir í rannsókninni en einnig aðra sem komu við sögu en voru ekki ákærðir. Eftir að skýrslan berst er það ráðherrans að láta þingið vita af því að rannsókninni sé lokið, að sögn Washington Post. Þegar Barr kom fyrir þingnefnd áður en hann var staðfestur í embætti sagði hann það markmið sitt að veita „eins mikið gegnsæi og ég get í samræmi við lög“. Rannsókn Mueller hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Hann var skipaður sérstakur rannsakandi ráðuneytisins í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í maí árið 2017. FBI hafði þá rannsakað meint samráð framboðs Trump við Rússa. Mueller-rannsóknin hefur einnig beinst að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15 Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28 Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Manafort sagður forhertur glæpamaður í nýrri greinargerð Muellers Greinargerðin var send dómara í Washington vegna ákvörðunar refsingar Manaforts fyrir samsæri sem hann var sakfelldur fyrir í september. 23. febrúar 2019 23:15
Eiga von á að Mueller skili skýrslu sinni í næstu viku CNN greinir frá því að dómsmálaráðherrann William Barr muni greina frá skilum á skýrslunni í næstu viku. 20. febrúar 2019 19:28
Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. 23. febrúar 2019 09:00