Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson skrifar 22. febrúar 2019 08:00 Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum. Engan skal undra, því Dettifoss er eitt helsta aðdráttarafl Norðurlands og ein meginstoð ferðaþjónustu svæðisins. Ferðamaðurinn heldur því af stað, úr Mývatnssveit, nú eða frá Egilstöðum eða Akureyri. Hann keyrir á vel mokuðum og breiðum þjóðvegi 1 og heldur á Öræfin. Hann nálgast afleggjarann að Dettifossvegi en þar er lokað. Snjómokstur er ekki á áætlun á veturna, bara vorin og á haustin. Ferðamaðurinn annað hvort ákveður að hunsa lokanir, ætlar sér að komast að fossinum og festir sig og þarf að kalla eftir aðstoð, eða snýr við dapur í bragði. Skipulagðar ferðir að fossinum eru vissulega í boði, á mikið breyttum bílum á 42“ dekkjum, með tilheyrandi kostnaði og vandræðum því það er jú verið að fara ófæran veg. Það er svo sem ekkert rangt við það að vegur sé lokaður á vetrum, ef hann er ekki í notkun. En þessi vegur er í notkun og það er töluverð eftirspurn eftir því að nota hann, allt árið um kring. Það vilja nefnilega margir heimsækja Dettifoss. Vegagerðin segir að vetrarmokstur sé ekki á áætlun og að það sé ekki til fjármagn fyrir þessari þjónustu. Gott og vel, hver stýrir því? Stjórnmálin. Hvað segja þau? Ekki bofs og allir vísa málinu áfram á einhvern annan. Eru þetta boðleg vinnubrögð? Það finnst mér ekki. Hafa stjórnmálin áhuga á því að efla ferðaþjónustu um land allt, eða bara við sjóndeildarhringinn? Hafa þau áhuga á að efla byggðir og búa til heilsársstörf í ferðaþjónustu, eða er það bara eitthvað sem er sagt við sérstök tilefni? Við sem störfum í ferðaþjónustu á Norðurlandi viljum gera einmitt þetta, efla og bæta þjónustu, fjölga störfum og starfa allt árið við þessa starfsgrein. Fyrst og fremst viljum við taka vel á móti fólki og sýna þeim hvað landið okkar hefur upp á að bjóða, og skila því ánægðu og heilu heim. Það væri langt best ef það væri hægt að koma þessu í lag núna strax. Hvað gerist svo næsta vetur, þegar vegurinn frá Dettifossi og að Ásbyrgi verður fullkláraður og malbikaður alla leið? Verður veginum þá lokað yfir veturinn og mun öll þessi dýrmæta framkvæmd aðeins skila því að hægt verður að keyra frá Dettifossi að Ásbyrgi frá maí og fram í október, í stað þess að hann sé opin frá júní og fram í september eins og verið hefur? Tryggjum vetrarmokstur á þessum vegi allan ársins hring og gerum það strax.Baldvin Esra EinarssonFormaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands og forsvarsmaður ferðaþjónustufyrirtækis á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum. Engan skal undra, því Dettifoss er eitt helsta aðdráttarafl Norðurlands og ein meginstoð ferðaþjónustu svæðisins. Ferðamaðurinn heldur því af stað, úr Mývatnssveit, nú eða frá Egilstöðum eða Akureyri. Hann keyrir á vel mokuðum og breiðum þjóðvegi 1 og heldur á Öræfin. Hann nálgast afleggjarann að Dettifossvegi en þar er lokað. Snjómokstur er ekki á áætlun á veturna, bara vorin og á haustin. Ferðamaðurinn annað hvort ákveður að hunsa lokanir, ætlar sér að komast að fossinum og festir sig og þarf að kalla eftir aðstoð, eða snýr við dapur í bragði. Skipulagðar ferðir að fossinum eru vissulega í boði, á mikið breyttum bílum á 42“ dekkjum, með tilheyrandi kostnaði og vandræðum því það er jú verið að fara ófæran veg. Það er svo sem ekkert rangt við það að vegur sé lokaður á vetrum, ef hann er ekki í notkun. En þessi vegur er í notkun og það er töluverð eftirspurn eftir því að nota hann, allt árið um kring. Það vilja nefnilega margir heimsækja Dettifoss. Vegagerðin segir að vetrarmokstur sé ekki á áætlun og að það sé ekki til fjármagn fyrir þessari þjónustu. Gott og vel, hver stýrir því? Stjórnmálin. Hvað segja þau? Ekki bofs og allir vísa málinu áfram á einhvern annan. Eru þetta boðleg vinnubrögð? Það finnst mér ekki. Hafa stjórnmálin áhuga á því að efla ferðaþjónustu um land allt, eða bara við sjóndeildarhringinn? Hafa þau áhuga á að efla byggðir og búa til heilsársstörf í ferðaþjónustu, eða er það bara eitthvað sem er sagt við sérstök tilefni? Við sem störfum í ferðaþjónustu á Norðurlandi viljum gera einmitt þetta, efla og bæta þjónustu, fjölga störfum og starfa allt árið við þessa starfsgrein. Fyrst og fremst viljum við taka vel á móti fólki og sýna þeim hvað landið okkar hefur upp á að bjóða, og skila því ánægðu og heilu heim. Það væri langt best ef það væri hægt að koma þessu í lag núna strax. Hvað gerist svo næsta vetur, þegar vegurinn frá Dettifossi og að Ásbyrgi verður fullkláraður og malbikaður alla leið? Verður veginum þá lokað yfir veturinn og mun öll þessi dýrmæta framkvæmd aðeins skila því að hægt verður að keyra frá Dettifossi að Ásbyrgi frá maí og fram í október, í stað þess að hann sé opin frá júní og fram í september eins og verið hefur? Tryggjum vetrarmokstur á þessum vegi allan ársins hring og gerum það strax.Baldvin Esra EinarssonFormaður stjórnar Markaðsstofu Norðurlands og forsvarsmaður ferðaþjónustufyrirtækis á Norðurlandi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar