Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 15:30 Robert Kraft, eigandi New England Patriots, og vinur Donald Trump til langs tíma. AP/Chris O'Meara Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. Konan, sem heitir Li Yang, en er kölluð Cindy, er reglulegur gestur í klúbbum Trump og hefur þar að auki komið í Hvíta húsið. Kraft er sakaður um að hafa borgað fyrir munnmök að morgni 20. janúar og er lögreglan með myndband af Kraft. Hann þvertekur þó fyrir það að hafa brotið lög. Yang segist hafa selt umrædda nuddstofu fyrir löngu síðan en nokkrar nuddstofur eru þó enn í eigu fjölskyldu hennar. Engin af þeim tíu nuddstofum sem hefur verið lokað að undanförnu vegna mansals og vændis er skráð í eigu hennar eða fjölskyldu hennar.Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Miami Herald hafa nuddstaðir fjölskyldunnar þó vakið athygli lögregluembætta vegna gruns um vændi. Þar að auki fundu blaðamenn fundu víða umræður á netinu þar sem menn ræða um vændiskaup þar sem nuddstofur fjölskyldunnar eru nefndir. „Ef þú vilt einfalt nudd og tog, þá er þetta mögulega besti staðurinn á West Palm Beach,“ sagði einni maður á netinu. Starfsmaður annarrar nuddstofu í eigu fjölskyldunnar sagði lögreglu árið 2016 að starfsmenn væru að stunda vændi. Sú kona segist hafa verið að vinna á nuddstofunni og segir að þegar hún hafi fundið smokka í ruslinu hafi hún fengið vin sinn sem talaði ensku til að hringja í lögregluna. Þá sagði hún Miami Herald frá því að viðskiptavinur hefði eitt sinn krafist þess að hún hefði munnmök við hann. Eftir að hún hljóp grátandi út, var hún skömmuð fyrir að móðga viðskiptavininn. Blaðamenn Miami Herald fundu fjölmargar vísbendingar um að vændi hafi verið stundað á nuddstofum Yang. Í samtali við Herald sagði Yang hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu nokkurn tímann brotið lögin. Hún vildi ekki svara spurningum um hvort hún hefði vitað af ásökununum um að vændi væri stundað á nuddstofum hennar. Þá sagðist hún væri hætt að reka nuddstofur og væri að flytja til Washington DC. Yang segist þar að auki ekki þekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfað sem sjálfboðaliði á kosningatengdum viðburðum og hafi sótt einhverja viðburði í klúbbum hans. Miami Herald segir engin ummerki um að Yang hafi haft áhuga á stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar 2016. Fyrir þær hafi hún ekki kosið í tíu ár. Eftir kosningarnar hafi hún hins vegar mætt á fjölmarga viðburði Repúblikanaflokksins með allri austurströnd Bandaríkjanna. Á Facebook síðu hennar fundu blaðamenn fjölmargar myndir af henni með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Donald Trump, synir hans Trump yngri og Eric, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, Rick Scott þingmaður og Sarah Palin. Enginn sem Miami Herald ræddi við sagðist kannast við Yang. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. Konan, sem heitir Li Yang, en er kölluð Cindy, er reglulegur gestur í klúbbum Trump og hefur þar að auki komið í Hvíta húsið. Kraft er sakaður um að hafa borgað fyrir munnmök að morgni 20. janúar og er lögreglan með myndband af Kraft. Hann þvertekur þó fyrir það að hafa brotið lög. Yang segist hafa selt umrædda nuddstofu fyrir löngu síðan en nokkrar nuddstofur eru þó enn í eigu fjölskyldu hennar. Engin af þeim tíu nuddstofum sem hefur verið lokað að undanförnu vegna mansals og vændis er skráð í eigu hennar eða fjölskyldu hennar.Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Miami Herald hafa nuddstaðir fjölskyldunnar þó vakið athygli lögregluembætta vegna gruns um vændi. Þar að auki fundu blaðamenn fundu víða umræður á netinu þar sem menn ræða um vændiskaup þar sem nuddstofur fjölskyldunnar eru nefndir. „Ef þú vilt einfalt nudd og tog, þá er þetta mögulega besti staðurinn á West Palm Beach,“ sagði einni maður á netinu. Starfsmaður annarrar nuddstofu í eigu fjölskyldunnar sagði lögreglu árið 2016 að starfsmenn væru að stunda vændi. Sú kona segist hafa verið að vinna á nuddstofunni og segir að þegar hún hafi fundið smokka í ruslinu hafi hún fengið vin sinn sem talaði ensku til að hringja í lögregluna. Þá sagði hún Miami Herald frá því að viðskiptavinur hefði eitt sinn krafist þess að hún hefði munnmök við hann. Eftir að hún hljóp grátandi út, var hún skömmuð fyrir að móðga viðskiptavininn. Blaðamenn Miami Herald fundu fjölmargar vísbendingar um að vændi hafi verið stundað á nuddstofum Yang. Í samtali við Herald sagði Yang hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu nokkurn tímann brotið lögin. Hún vildi ekki svara spurningum um hvort hún hefði vitað af ásökununum um að vændi væri stundað á nuddstofum hennar. Þá sagðist hún væri hætt að reka nuddstofur og væri að flytja til Washington DC. Yang segist þar að auki ekki þekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfað sem sjálfboðaliði á kosningatengdum viðburðum og hafi sótt einhverja viðburði í klúbbum hans. Miami Herald segir engin ummerki um að Yang hafi haft áhuga á stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar 2016. Fyrir þær hafi hún ekki kosið í tíu ár. Eftir kosningarnar hafi hún hins vegar mætt á fjölmarga viðburði Repúblikanaflokksins með allri austurströnd Bandaríkjanna. Á Facebook síðu hennar fundu blaðamenn fjölmargar myndir af henni með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Donald Trump, synir hans Trump yngri og Eric, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, Rick Scott þingmaður og Sarah Palin. Enginn sem Miami Herald ræddi við sagðist kannast við Yang.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Sjá meira
Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49
Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent