Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2019 08:50 Forsetinn faðmaði bandaríska fánann þegar hann gekk inn á sviðið á CPAC-ráðstefnunni. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hamaðist gegn rannsakendum sínum og pólitískum andstæðingum í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. Sakaði forsetinn pólitíska andstæðinga sína um að reyna að koma sér frá með „kjaftæði“. Ræðan sem Trump hélt á CPAC-ráðstefnunni í Maryland er sú lengsta sem Trump hefur haldið frá því að hann varð forseti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lét hann ekki síst móðan mása gegn rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. „Við erum að bíða eftir skýrslu fólks sem var ekki kjörið,“ sagði Trump um rannsóknarskýrslu Mueller sem talið er að hann skili ráðuneytinu bráðlega. „Því miður setur maður rangt fólk í nokkur embætti og það skilur eftir fólk lengi sem ætti ekki að vera þarna og skyndilega reyna þau að taka þig út með kjaftæði, okei?“ sagði forsetinn. Virtist Trump vísa þar til Jeff Sessions, dómsmálaráðherrans sem hann rak í nóvember, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans, sem skipaði Mueller. Trump hæddist meðal annars að Sessions með því að herma eftir suðurríkjahreimi hans í ræðunni. Sessions er frá Alabama og Trump hefur áður harðneitað frásögnum um að hann hafi gert grín að hreimi hans á bak við luktar dyr.WATCH: President Trump uses southern accent to mock Jeff Sessions at #CPAChttps://t.co/4J8kx61AFEpic.twitter.com/UigN0JBOvy — The Hill (@thehill) March 2, 2019 Fullyrti Trump að Mueller væri „besti vinur“ Comey. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí árið 2017. „Mueller fékk aldrei atkvæði og ekki heldur manneskjan sem skipaði hann,“ sagði Trump.Segir suma þingmenn „hata Bandaríkin“ Boðaði Trump forsetatilskipun sem myndi svipta háskóla fjárveitingum frá alríkisstjórninni tryggi þeir ekki málfrelsi á lóðum sínum. Hægrimenn í Bandaríkjunum halda því fram að sumir háskólar þar þaggi niður í málsvörum þeirra. Gagnrýndi hann demókrata á Bandaríkjaþingi og fullyrti að sumir þeirra sem þar sitja „hati landið okkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hæddist hann að loftslagsáætlun hóps demókrata á þingi sem þeir hafa nefnt „Grænu nýju gjöfina“. Kallaði forsetinn hana „klikkuðustu áætlunina“ og staðhæfði að „þegar vindurinn hættir að blása þá er það lok fyrir rafmagns ykkar“. Endurtók hann einnig lygar um að læknar í Bandaríkjunum taki nýfædd börn af lífi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hamaðist gegn rannsakendum sínum og pólitískum andstæðingum í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. Sakaði forsetinn pólitíska andstæðinga sína um að reyna að koma sér frá með „kjaftæði“. Ræðan sem Trump hélt á CPAC-ráðstefnunni í Maryland er sú lengsta sem Trump hefur haldið frá því að hann varð forseti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lét hann ekki síst móðan mása gegn rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. „Við erum að bíða eftir skýrslu fólks sem var ekki kjörið,“ sagði Trump um rannsóknarskýrslu Mueller sem talið er að hann skili ráðuneytinu bráðlega. „Því miður setur maður rangt fólk í nokkur embætti og það skilur eftir fólk lengi sem ætti ekki að vera þarna og skyndilega reyna þau að taka þig út með kjaftæði, okei?“ sagði forsetinn. Virtist Trump vísa þar til Jeff Sessions, dómsmálaráðherrans sem hann rak í nóvember, og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrans, sem skipaði Mueller. Trump hæddist meðal annars að Sessions með því að herma eftir suðurríkjahreimi hans í ræðunni. Sessions er frá Alabama og Trump hefur áður harðneitað frásögnum um að hann hafi gert grín að hreimi hans á bak við luktar dyr.WATCH: President Trump uses southern accent to mock Jeff Sessions at #CPAChttps://t.co/4J8kx61AFEpic.twitter.com/UigN0JBOvy — The Hill (@thehill) March 2, 2019 Fullyrti Trump að Mueller væri „besti vinur“ Comey. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí árið 2017. „Mueller fékk aldrei atkvæði og ekki heldur manneskjan sem skipaði hann,“ sagði Trump.Segir suma þingmenn „hata Bandaríkin“ Boðaði Trump forsetatilskipun sem myndi svipta háskóla fjárveitingum frá alríkisstjórninni tryggi þeir ekki málfrelsi á lóðum sínum. Hægrimenn í Bandaríkjunum halda því fram að sumir háskólar þar þaggi niður í málsvörum þeirra. Gagnrýndi hann demókrata á Bandaríkjaþingi og fullyrti að sumir þeirra sem þar sitja „hati landið okkar“, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hæddist hann að loftslagsáætlun hóps demókrata á þingi sem þeir hafa nefnt „Grænu nýju gjöfina“. Kallaði forsetinn hana „klikkuðustu áætlunina“ og staðhæfði að „þegar vindurinn hættir að blása þá er það lok fyrir rafmagns ykkar“. Endurtók hann einnig lygar um að læknar í Bandaríkjunum taki nýfædd börn af lífi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira