Smárabíó yfirtekur efstu hæð Smáralindar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 10:41 Smárabíó er nú á allri efstu hæð Smáralindar. Smárabíó Kvikmyndahúsið Smárabíó hefur bætt við sig rými í Smáralind. Nú er svo komið að Smárabíó hefur yfirtekið alla efstu hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Aukinheldur hefur kvikmyndahúsið tekið við umsjón barnagæslu Smáralindar. Með stækkuninni færir Smárabíó út kvíarnar og eykur þjónustuframboð sitt töluvert. Til að mynda tekur kvikmyndahúsið við rekstri „lasertag“-vallarins og karaoke-aðstöðunnar sem finna mátti á efstu hæð hússins. Þar að auki segjast aðstandendur kvikmyndahússins vera að taka við leikjasal og barnagæslu verslunarmiðstöðvarinnar sem fyrr segir. Svo virðist sem töluverð nýsköpun sé í íslenska kvikmyndahúsabransanum þessi misserin. Auk fyrrnefndrar stækkunar Smáralindar má nefna að síðastliðið haust tóku Sambíóin hinn svokallaða lúxussal sinn í Álfabakka í gegn. Búið er að skipta út öllum sætum salarins fyrir upphitanleg nuddsæti, þau fyrstu sinnar tegundur á Íslandi. Ætla má að þessi þróun sé liður í baráttu kvikmyndahúsanna gegn minnkandi aðsókn undanfarinna ára. Þróunin snérist þó við á síðasta ári, þegar tekjuaukning kvikmyndahúsanna nam 6,4 frá árinu 2017. Þá sóttu tæplega 74.000 fleiri gestir kvikmyndahús á árinu 2018 en 2017, sem er tæplega 5,4% fjölgun. Alls lögðu 1.445.445 gestir leið sína í kvikmyndahús landsins í fyrra. Meðal-Íslendingurinn fór því um fjórum sinnum í bíó á síðasta ári. Bíó og sjónvarp Neytendur Tengdar fréttir Telur ólíklegt að nuddsuð trufli bíógesti Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. 13. desember 2018 13:46 Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Kvikmyndahúsið Smárabíó hefur bætt við sig rými í Smáralind. Nú er svo komið að Smárabíó hefur yfirtekið alla efstu hæð verslunarmiðstöðvarinnar. Aukinheldur hefur kvikmyndahúsið tekið við umsjón barnagæslu Smáralindar. Með stækkuninni færir Smárabíó út kvíarnar og eykur þjónustuframboð sitt töluvert. Til að mynda tekur kvikmyndahúsið við rekstri „lasertag“-vallarins og karaoke-aðstöðunnar sem finna mátti á efstu hæð hússins. Þar að auki segjast aðstandendur kvikmyndahússins vera að taka við leikjasal og barnagæslu verslunarmiðstöðvarinnar sem fyrr segir. Svo virðist sem töluverð nýsköpun sé í íslenska kvikmyndahúsabransanum þessi misserin. Auk fyrrnefndrar stækkunar Smáralindar má nefna að síðastliðið haust tóku Sambíóin hinn svokallaða lúxussal sinn í Álfabakka í gegn. Búið er að skipta út öllum sætum salarins fyrir upphitanleg nuddsæti, þau fyrstu sinnar tegundur á Íslandi. Ætla má að þessi þróun sé liður í baráttu kvikmyndahúsanna gegn minnkandi aðsókn undanfarinna ára. Þróunin snérist þó við á síðasta ári, þegar tekjuaukning kvikmyndahúsanna nam 6,4 frá árinu 2017. Þá sóttu tæplega 74.000 fleiri gestir kvikmyndahús á árinu 2018 en 2017, sem er tæplega 5,4% fjölgun. Alls lögðu 1.445.445 gestir leið sína í kvikmyndahús landsins í fyrra. Meðal-Íslendingurinn fór því um fjórum sinnum í bíó á síðasta ári.
Bíó og sjónvarp Neytendur Tengdar fréttir Telur ólíklegt að nuddsuð trufli bíógesti Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. 13. desember 2018 13:46 Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Telur ólíklegt að nuddsuð trufli bíógesti Hinn svokallaði lúxussalur í kvikmyndahúsi Sambíóanna í Álfabakka hefur fengið yfirhalningu. 13. desember 2018 13:46
Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50