Heimsmeistarinn féll í fyrsta sinn á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 14:30 James Wade var flottur á móti heimsmeistaranum. Getty/ Dean Mouhtaropoulos Heimsmeistarinn Michael van Gerwen tapaði í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í pílu í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap hans á tímabilinu. James Wade endaði sigurgöngu Hollendingsins snjalla með því að vinna viðureign þeirra 7-3. Van Gerwen var 3-2 yfir en þá fór James Wade á mikið flug og tryggði sér sigur með því að vinna fimm sett í röð. „Margir gefast upp á móti Michael að óþörfu en ég hélt út og er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði James Wade eftir sigurinn. Hann komst upp í annað sætið með þessum sigri og er nú bara einu stigi á eftir Michael van Gerwen."A lot of people fold against Michael when they shouldn't and I stuck at it tonight, so I'm delighted to get the win." James Wade ended Michael van Gerwen's winning start to the @unibet Premier League season on Night Four. Report, quotes and images https://t.co/pF4CAH2XTKpic.twitter.com/8D1G7lx6mm — PDC Darts (@OfficialPDC) February 28, 2019Michael van Gerwen hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni en keppt er með deildafyrirkomulagi með 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Úrslitin ráðast síðan í fjögurra manna úrslitakeppni en Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Rob Cross, heimsmeistarinn frá 2018, hafði tapað illa á móti Michael van Gerwen í vikunni á undan en Cross kom öflugur til baka og vann sannfærandi 7-1 sigur á Daryl Gurney í gær. Mensur Suljovic og Michael Smith unnu síðan báðir fyrstu sigra sína í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Suljovic vann Peter Wright 7-4 og Raymond van Barneveld réð ekki við Smith. Michael Smith varð í öðru sæti á HM um áramótin en var að spila á öðrum fætinum eftir að hafa þurft að láta fjarlægja ígerð úr mjöðm á dögunum. Smith lét það ekki stoppa sig og komst fyrir vikið upp úr neðsta sætinu. Luke Humphries og Gerwyn Price gerðu svo 6-6 jafntefli í síðustu viðureigninni og fá því eitt stig hvor. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt yfirlit yfir fjórðu umferðina í gærkvöldi.DARTING DELIGHT The Premier League delivered again on Thursday night as @MvG180 slipped to his first defeat and the chasing pack closed in.... https://t.co/zSjdJU2jBvpic.twitter.com/7JNfgWMNfF — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) March 1, 2019Úrslitin í 4. umferðinni: Luke Humphries 6-6 Gerwyn Price Daryl Gurney 1-7 Rob Cross Mensur Suljovic 7-4 Peter Wright Michael van Gerwen 3-7 James Wade Michael Smith 7-4 Raymond van BarneveldStaðan eftir 4. umferðina: 1. Michael van Gerwen 6 stig 2. James Wade 5 stig 3. Rob Cross 5 stig 4. Gerwyn Price 5 stig 5. Mensur Suljović 4 stig 6. Peter Wright 4 stig 7. Daryl Gurney 4 stig 8. Michael Smith 3 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig Aðrar íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Michael van Gerwen tapaði í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í pílu í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap hans á tímabilinu. James Wade endaði sigurgöngu Hollendingsins snjalla með því að vinna viðureign þeirra 7-3. Van Gerwen var 3-2 yfir en þá fór James Wade á mikið flug og tryggði sér sigur með því að vinna fimm sett í röð. „Margir gefast upp á móti Michael að óþörfu en ég hélt út og er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði James Wade eftir sigurinn. Hann komst upp í annað sætið með þessum sigri og er nú bara einu stigi á eftir Michael van Gerwen."A lot of people fold against Michael when they shouldn't and I stuck at it tonight, so I'm delighted to get the win." James Wade ended Michael van Gerwen's winning start to the @unibet Premier League season on Night Four. Report, quotes and images https://t.co/pF4CAH2XTKpic.twitter.com/8D1G7lx6mm — PDC Darts (@OfficialPDC) February 28, 2019Michael van Gerwen hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni en keppt er með deildafyrirkomulagi með 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Úrslitin ráðast síðan í fjögurra manna úrslitakeppni en Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Rob Cross, heimsmeistarinn frá 2018, hafði tapað illa á móti Michael van Gerwen í vikunni á undan en Cross kom öflugur til baka og vann sannfærandi 7-1 sigur á Daryl Gurney í gær. Mensur Suljovic og Michael Smith unnu síðan báðir fyrstu sigra sína í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Suljovic vann Peter Wright 7-4 og Raymond van Barneveld réð ekki við Smith. Michael Smith varð í öðru sæti á HM um áramótin en var að spila á öðrum fætinum eftir að hafa þurft að láta fjarlægja ígerð úr mjöðm á dögunum. Smith lét það ekki stoppa sig og komst fyrir vikið upp úr neðsta sætinu. Luke Humphries og Gerwyn Price gerðu svo 6-6 jafntefli í síðustu viðureigninni og fá því eitt stig hvor. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt yfirlit yfir fjórðu umferðina í gærkvöldi.DARTING DELIGHT The Premier League delivered again on Thursday night as @MvG180 slipped to his first defeat and the chasing pack closed in.... https://t.co/zSjdJU2jBvpic.twitter.com/7JNfgWMNfF — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) March 1, 2019Úrslitin í 4. umferðinni: Luke Humphries 6-6 Gerwyn Price Daryl Gurney 1-7 Rob Cross Mensur Suljovic 7-4 Peter Wright Michael van Gerwen 3-7 James Wade Michael Smith 7-4 Raymond van BarneveldStaðan eftir 4. umferðina: 1. Michael van Gerwen 6 stig 2. James Wade 5 stig 3. Rob Cross 5 stig 4. Gerwyn Price 5 stig 5. Mensur Suljović 4 stig 6. Peter Wright 4 stig 7. Daryl Gurney 4 stig 8. Michael Smith 3 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig
Aðrar íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira