Mótmæla lokunum á Laugavegi: „Við viljum náttúrulega fá Íslendinga í miðbæinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. mars 2019 16:00 Bolli Ófeigsson, gullsmiður hjá Gullsmiðju Ófeigs, að loknum blaðamannafundinum í dag. Bolli Ófeigsson, gullsmiður hjá Gullsmiðju Ófeigs, segir almenna óánægju á meðal verslunarfólks á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg með þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að loka til frambúðar Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti og neðri hluta Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Meirihluti rekstraraðila í götunum þremur hefur ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem lokuninni er mótmælt. Þann 1. maí næstkomandi verður lokað fyrir bílaumferð en ekki er um sumarlokun að ræða heldur verður lokað til frambúðar. Miðbæjarfélagið boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem undirskriftasöfnunin var kynnt. Þar kom fram að alls hefðu 239 rekstraraðilar skrifað nafn sitt á listann. Á Laugavegi og Bankastræti náðist ekki í 22 aðila eða þeir svöruðu ekki, fimm lýstu sig hlynnta lokuninni og sjö vildu ekki lýsa afstöðu sinni opinberlega. Á Skólavörðustíg náðist ekki í níu aðila. Þrír lýstu sig hlynnta lokun og tveir vildu ekki taka afstöðu opinberlega.Horn Laugavegs og Skólavörðustígs þar sem lokað hefur verið fyrir bílaumferð undanfarin sumur. Frá og með 1. maí verður hluta Laugavegs og Skólavörðustígs alfarið lokað fyrir bílaumferð.vísir/vilhelm95 prósent túristar og fimm prósent Íslendingar Aðspurður hvers vegna verslunareigendur vilji ekki lokanir segir Bolli að þeir vilji greiða leið inn í miðbæinn. „Við viljum fá sem flesta í bæinn og við viljum náttúrulega fá Íslendinga í miðbæinn. Þeir eru hættir að koma meira og minna en þetta sem miðbær Íslendinga, miðbær Íslands og við viljum fá okkar fólk í bæinn og við viljum að reksturinn geti lifað hérna,“ segir Bolli. Hann segir að í dag séu 95 prósent hans viðskiptavina túristar og aðeins fimm prósent Íslendingar. Fyrir nokkrum árum var það akkúrat. Spurður hvort þessi breyting sé ekki vegna fjölgunar ferðamanna svarar Bolli neitandi og bendir á að um sé að ræða sömu sölu þegar kemur að krónutölu. „Það er engin aukning í verslun heldur er hún að dragast saman í minni búð,“ segir Bolli.Bolli vill meina að erfitt sé að komast í miðbæinn, jafnvel með strætó.vísir/vilhelmSegir erfitt að komast í bæinn jafnvel með strætó Hann kveðst telja að það hafi sirka tíu verslanir á ári lokað á Skólavörðustígnum og sama svarið komi alltaf; menn kenna lokununum um. Þá segist Bolli ekki sammála því að um sé að þræða þróun sem á sér stað um allan heim, það er að leyfa ekki bílaumferð inni í miðborginni. „Ég er nú ekki sammála því. Þar sem ég hef ferðast víða í Evrópu þar eru alls staðar bílar, í þrengstu götum, það er alls staðar pláss fyrir bíla. Það eru einstaka borgir sem geta leyft sér að hafa göngugötur en þar eru lestar, underground, strætó, allt miklu betra. Það er erfitt að komast í bæinn, meira að segja í strætó.“ Bolli segir verslunareigendur stressaða vegna lokananna og þeim þyki þetta leiðinlegt. „Við hefðum haldið það að borgaryfirvöld ættu að þjónusta borgarana en ekki drottna yfir okkur.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSkoða að loka fyrir umferð alveg upp að Hlemmi Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir í samtali við Vísi að næstu skref varðandi lokanir séu að skipta Laugaveginum upp í búta eða svæði þar sem ætlunin sé að endurhanna og endurgera Laugaveginn og gera hann að göngugötu. „Þessar framkvæmdir munu ekki allar eiga sér stað í einu heldur munum við gera þetta í áföngum og þá mun göngugötusvæðið stækka samhliða þessum framkvæmdum,“ segir Sigurborg. Sigurborg segir ekki endanlega lendingu komna í það hversu langt göngugötusvæðið mun ná en að það verði kynnt á næstu dögum. „En við erum að skoða alveg frá Lækjargötu og upp að Hlemm,“ segir hún. Sigurborg segir að þetta sé einnig hugsað til frambúðar. Ekki standi svo til að loka Skólavörðustíg frekar fyrir bílaumferð nema þá neðsta hluta hans. Sigurborg segir það aldrei hafa verið til skoðunar.Til skoðunar er að loka Laugavegi fyrir bílaumferð alveg upp að Hlemmi.vísir/vilhelmHelsti styrkur Laugavegs staðsetningin og upplifuninEn hverju svara borgaryfirvöld því að verslanir leggi upp laupana í miðbænum vegna þess að bílar mega ekki keyra þar? „Stóra myndin er sú að miðborgin er að stækka og breytast og Laugavegurinn með. Samfélagið okkar er annað í dag, verslun er öðruvísi í dag en fyrir nokkrum árum og verslun á Laugavegi er til dæmis líka að keppa í netverslun. En helsti styrkur Laugavegs er að sjálfsögðu staðsetningin og upplifunin. Það er margt á hreyfingu í borginni og verslanir hreyfast og færast eftir því hvar markhópur þeirra er. En hvað varðar Laugaveginn og göngugötur þá vitum við líka í borgum í kringum okkur þá eykst verslun þegar göngugötur opna,“ segir Sigurborg.Liggja fyrir tölfræðileg gögn hjá borginni sem styðja það að verslun geti aukist með þessu eða í hina áttina að hún sé að dragast saman? „Við erum ekki að rýna gögnin hjá verslunareigendum en við getum skoðað opinber gögn sem eru til dæmis gögn sem við höfum um verslunarkjarna og verslunarmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og samanburð við göngugötur þá sjáum við að opnun göngugatna er ekki að hafa neikvæð áhrif. Það er eina sem er svona beintengt þessum verslunum en svo vinnum við náttúrulega út frá þekktum fræðum eins og skipulagsfræðum og borgarhagfræði,“ segir Sigurborg. Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Bolli Ófeigsson, gullsmiður hjá Gullsmiðju Ófeigs, segir almenna óánægju á meðal verslunarfólks á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg með þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að loka til frambúðar Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti og neðri hluta Skólavörðustígs fyrir bílaumferð. Meirihluti rekstraraðila í götunum þremur hefur ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem lokuninni er mótmælt. Þann 1. maí næstkomandi verður lokað fyrir bílaumferð en ekki er um sumarlokun að ræða heldur verður lokað til frambúðar. Miðbæjarfélagið boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem undirskriftasöfnunin var kynnt. Þar kom fram að alls hefðu 239 rekstraraðilar skrifað nafn sitt á listann. Á Laugavegi og Bankastræti náðist ekki í 22 aðila eða þeir svöruðu ekki, fimm lýstu sig hlynnta lokuninni og sjö vildu ekki lýsa afstöðu sinni opinberlega. Á Skólavörðustíg náðist ekki í níu aðila. Þrír lýstu sig hlynnta lokun og tveir vildu ekki taka afstöðu opinberlega.Horn Laugavegs og Skólavörðustígs þar sem lokað hefur verið fyrir bílaumferð undanfarin sumur. Frá og með 1. maí verður hluta Laugavegs og Skólavörðustígs alfarið lokað fyrir bílaumferð.vísir/vilhelm95 prósent túristar og fimm prósent Íslendingar Aðspurður hvers vegna verslunareigendur vilji ekki lokanir segir Bolli að þeir vilji greiða leið inn í miðbæinn. „Við viljum fá sem flesta í bæinn og við viljum náttúrulega fá Íslendinga í miðbæinn. Þeir eru hættir að koma meira og minna en þetta sem miðbær Íslendinga, miðbær Íslands og við viljum fá okkar fólk í bæinn og við viljum að reksturinn geti lifað hérna,“ segir Bolli. Hann segir að í dag séu 95 prósent hans viðskiptavina túristar og aðeins fimm prósent Íslendingar. Fyrir nokkrum árum var það akkúrat. Spurður hvort þessi breyting sé ekki vegna fjölgunar ferðamanna svarar Bolli neitandi og bendir á að um sé að ræða sömu sölu þegar kemur að krónutölu. „Það er engin aukning í verslun heldur er hún að dragast saman í minni búð,“ segir Bolli.Bolli vill meina að erfitt sé að komast í miðbæinn, jafnvel með strætó.vísir/vilhelmSegir erfitt að komast í bæinn jafnvel með strætó Hann kveðst telja að það hafi sirka tíu verslanir á ári lokað á Skólavörðustígnum og sama svarið komi alltaf; menn kenna lokununum um. Þá segist Bolli ekki sammála því að um sé að þræða þróun sem á sér stað um allan heim, það er að leyfa ekki bílaumferð inni í miðborginni. „Ég er nú ekki sammála því. Þar sem ég hef ferðast víða í Evrópu þar eru alls staðar bílar, í þrengstu götum, það er alls staðar pláss fyrir bíla. Það eru einstaka borgir sem geta leyft sér að hafa göngugötur en þar eru lestar, underground, strætó, allt miklu betra. Það er erfitt að komast í bæinn, meira að segja í strætó.“ Bolli segir verslunareigendur stressaða vegna lokananna og þeim þyki þetta leiðinlegt. „Við hefðum haldið það að borgaryfirvöld ættu að þjónusta borgarana en ekki drottna yfir okkur.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSkoða að loka fyrir umferð alveg upp að Hlemmi Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir í samtali við Vísi að næstu skref varðandi lokanir séu að skipta Laugaveginum upp í búta eða svæði þar sem ætlunin sé að endurhanna og endurgera Laugaveginn og gera hann að göngugötu. „Þessar framkvæmdir munu ekki allar eiga sér stað í einu heldur munum við gera þetta í áföngum og þá mun göngugötusvæðið stækka samhliða þessum framkvæmdum,“ segir Sigurborg. Sigurborg segir ekki endanlega lendingu komna í það hversu langt göngugötusvæðið mun ná en að það verði kynnt á næstu dögum. „En við erum að skoða alveg frá Lækjargötu og upp að Hlemm,“ segir hún. Sigurborg segir að þetta sé einnig hugsað til frambúðar. Ekki standi svo til að loka Skólavörðustíg frekar fyrir bílaumferð nema þá neðsta hluta hans. Sigurborg segir það aldrei hafa verið til skoðunar.Til skoðunar er að loka Laugavegi fyrir bílaumferð alveg upp að Hlemmi.vísir/vilhelmHelsti styrkur Laugavegs staðsetningin og upplifuninEn hverju svara borgaryfirvöld því að verslanir leggi upp laupana í miðbænum vegna þess að bílar mega ekki keyra þar? „Stóra myndin er sú að miðborgin er að stækka og breytast og Laugavegurinn með. Samfélagið okkar er annað í dag, verslun er öðruvísi í dag en fyrir nokkrum árum og verslun á Laugavegi er til dæmis líka að keppa í netverslun. En helsti styrkur Laugavegs er að sjálfsögðu staðsetningin og upplifunin. Það er margt á hreyfingu í borginni og verslanir hreyfast og færast eftir því hvar markhópur þeirra er. En hvað varðar Laugaveginn og göngugötur þá vitum við líka í borgum í kringum okkur þá eykst verslun þegar göngugötur opna,“ segir Sigurborg.Liggja fyrir tölfræðileg gögn hjá borginni sem styðja það að verslun geti aukist með þessu eða í hina áttina að hún sé að dragast saman? „Við erum ekki að rýna gögnin hjá verslunareigendum en við getum skoðað opinber gögn sem eru til dæmis gögn sem við höfum um verslunarkjarna og verslunarmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og samanburð við göngugötur þá sjáum við að opnun göngugatna er ekki að hafa neikvæð áhrif. Það er eina sem er svona beintengt þessum verslunum en svo vinnum við náttúrulega út frá þekktum fræðum eins og skipulagsfræðum og borgarhagfræði,“ segir Sigurborg.
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15