Rússarannsóknin heldur áfram enn um sinn Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 15:30 Rick Gates hefur nú unnið með saksóknurum í rúmt ár. Vísir/EPA Embætti sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins óskaði eftir því í dag að frestað verði að ákveða refsingu fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann vinni enn með saksóknurum. Líklegt hefur verið talið að rannsóknin væri á lokasprettinum en beiðnin þykir benda til þess að endalok hennar séu enn ekki í sjónmáli. Í greinargerð sem saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa, skiluðu svæðisdómstól í Washington-borg óskaðu þeir eftir því við dómara að hann frestaði að ákveða refsingu Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Trump, til 14. maí. „Gates heldur áfram að vinna með áframhaldandi rannsóknum og í samræmi við það telja aðilar ekki viðeigandi að hefja ákvörðun refsing á þessari stundu,“ segir í greinargerðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gates játaði sig sekan um að hafa logið að rannsakendum og átt aðild að samsæri gegn Bandaríkjastjórn í febrúar í fyrra. Hann hefur veitt saksóknurum upplýsingar um fyrrverandi yfirmann sinn, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort var dæmdur í rúmlega sjö ára fangelsi fyrir ýmis brot í vikunni.Politico segir að greinargerð saksóknara bendi til þess að Gates gæti verið að vinna með saksóknurum í New York sem rannsaka innsetningarnefnd Trump. Gates tók þátt í að skipuleggja innsetningarhátíðina þrátt fyrir að Manafort hefði látið af störfum sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa gert að því skóna undanfarið að rannsókn Mueller væri við það að ljúka. Fresturinn í máli Gates gæti bent til þess að enn sé nokkuð í að saksóknararnir hafi gengið frá öllum lausum endum í rannsókn sinni sem beinist einnig að því hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum. 13. mars 2019 16:18 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Stefnan er sögð benda til þess að saksóknararnir rannsaki möguleg fjársvik, peningaþvætti og rangan vitnisburð. 5. febrúar 2019 07:34 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Embætti sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins óskaði eftir því í dag að frestað verði að ákveða refsingu fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann vinni enn með saksóknurum. Líklegt hefur verið talið að rannsóknin væri á lokasprettinum en beiðnin þykir benda til þess að endalok hennar séu enn ekki í sjónmáli. Í greinargerð sem saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa, skiluðu svæðisdómstól í Washington-borg óskaðu þeir eftir því við dómara að hann frestaði að ákveða refsingu Rick Gates, fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Trump, til 14. maí. „Gates heldur áfram að vinna með áframhaldandi rannsóknum og í samræmi við það telja aðilar ekki viðeigandi að hefja ákvörðun refsing á þessari stundu,“ segir í greinargerðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Gates játaði sig sekan um að hafa logið að rannsakendum og átt aðild að samsæri gegn Bandaríkjastjórn í febrúar í fyrra. Hann hefur veitt saksóknurum upplýsingar um fyrrverandi yfirmann sinn, Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Manafort var dæmdur í rúmlega sjö ára fangelsi fyrir ýmis brot í vikunni.Politico segir að greinargerð saksóknara bendi til þess að Gates gæti verið að vinna með saksóknurum í New York sem rannsaka innsetningarnefnd Trump. Gates tók þátt í að skipuleggja innsetningarhátíðina þrátt fyrir að Manafort hefði látið af störfum sem kosningastjóri Trump í ágúst árið 2016. Bandarískir fjölmiðlar hafa gert að því skóna undanfarið að rannsókn Mueller væri við það að ljúka. Fresturinn í máli Gates gæti bent til þess að enn sé nokkuð í að saksóknararnir hafi gengið frá öllum lausum endum í rannsókn sinni sem beinist einnig að því hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum. 13. mars 2019 16:18 Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00 Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Stefnan er sögð benda til þess að saksóknararnir rannsaki möguleg fjársvik, peningaþvætti og rangan vitnisburð. 5. febrúar 2019 07:34 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum. 13. mars 2019 16:18
Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Rick Gates bar vitni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Bandaríkjaforseta, og sagði hann hafa skipað sér að halda fé á erlendum reikningum leyndu fyrir skattayfirvöldum. 7. ágúst 2018 10:00
Saksóknarar krefja embættistökunefnd Trump gagna Stefnan er sögð benda til þess að saksóknararnir rannsaki möguleg fjársvik, peningaþvætti og rangan vitnisburð. 5. febrúar 2019 07:34