Segja að Zinedine Zidane geti nú valið á milli fjögurra risaklúbba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 12:30 Zinedine Zidane er eini þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeildina þrjú ár í röð. Hér er hann tolleraður eftir síðasta titilinn vorið 2018. Getty/Angel Martinez Zinedine Zidane þarf ekki að kvarta mikið yfir skorti á fýsilegum atvinnutilboðum þessa dagana. Fjögur af stærstu knattspyrnuliðum heims vilja nefnilega ráða kappann fyrir næsta tímabil samkvæmt frétt í einu stærsta íþróttablaði Evrópu. Spænska blaðið Marca segir frá því að fjórir risaklúbbar séu á eftir franska knattspyrnustjóranum sem náði svo einstökum árangri á tveimur og hálfu tímabili með Real Madrid. Zidane er sagður vera í þeirri mögnuðu stöðu að geta valið hvort hann vilji taka við Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi, Juventus á Ítalíu eða Real Madrid á Spáni.Four big jobs. Four different countries. Zidane will have his pick of them this summer. But where will he end up?https://t.co/aDCRCyXyMnpic.twitter.com/K6pNjC9uIa — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 9, 2019 Chelsea er aftast í röðinni á þessum lista Marca en blaðið telur ekki miklar líkur á því að Zinedine Zidane mæti á Stamford Bridge. Í fyrsta lagi er félagið á leiðinni í félagsskiptabann og í öðru lagi gæti enska liðið misst af Meistaradeildinni. Paris Saint Germain er enn á ný að leita sér að þjálfara sem getur náð einhverjum árangri í Meistaradeildinni en liðið datt enn á ný „snemma“ út á móti Manchester United í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Zidane á ekki möguleika á að taka við franska landsliðinu þar sem Didier Deschamps verður örugglega áfram fram yfir Evrópumótið 2020 og það má búast við því að franska félagið sé tilbúið að bjóða ansi mikið fyrir þjálfara sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð með Real Madrid.A coach is needed again at @realmadriden Florentino wants Zidane He's the No.1 choice for the jobhttps://t.co/MdfBDyqaMdpic.twitter.com/UmYotLv3MX — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 7, 2019Juventus gæti líka verið á leiðinni út úr Meistaradeildinni en útkoman á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni gæti ráðið örlögum Massimiliano Allegri í Torínó. Juventus þætti örugglega mjög spennandi að fá Zidane og Cristiano Ronaldo til að vinna aftur saman en það bar svo sannarlega góðan árangur á Spáni. Að lokum vill Real Madrid auðvitað fá aftur manninn sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili á Santiago Bernabéu. Það gæti samt verið erfitt fyrir spænska félagið að sannfæra Zinedine Zidane um að koma aftur til félagsins. Hans hugur leitar eflaust til nýrra ævintýra í nýju landi enda búinn að vinna allt sem hann gat með Real Madrid. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Zinedine Zidane þarf ekki að kvarta mikið yfir skorti á fýsilegum atvinnutilboðum þessa dagana. Fjögur af stærstu knattspyrnuliðum heims vilja nefnilega ráða kappann fyrir næsta tímabil samkvæmt frétt í einu stærsta íþróttablaði Evrópu. Spænska blaðið Marca segir frá því að fjórir risaklúbbar séu á eftir franska knattspyrnustjóranum sem náði svo einstökum árangri á tveimur og hálfu tímabili með Real Madrid. Zidane er sagður vera í þeirri mögnuðu stöðu að geta valið hvort hann vilji taka við Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi, Juventus á Ítalíu eða Real Madrid á Spáni.Four big jobs. Four different countries. Zidane will have his pick of them this summer. But where will he end up?https://t.co/aDCRCyXyMnpic.twitter.com/K6pNjC9uIa — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 9, 2019 Chelsea er aftast í röðinni á þessum lista Marca en blaðið telur ekki miklar líkur á því að Zinedine Zidane mæti á Stamford Bridge. Í fyrsta lagi er félagið á leiðinni í félagsskiptabann og í öðru lagi gæti enska liðið misst af Meistaradeildinni. Paris Saint Germain er enn á ný að leita sér að þjálfara sem getur náð einhverjum árangri í Meistaradeildinni en liðið datt enn á ný „snemma“ út á móti Manchester United í sextán liða úrslitunum í síðustu viku. Zidane á ekki möguleika á að taka við franska landsliðinu þar sem Didier Deschamps verður örugglega áfram fram yfir Evrópumótið 2020 og það má búast við því að franska félagið sé tilbúið að bjóða ansi mikið fyrir þjálfara sem vann Meistaradeildina þrjú ár í röð með Real Madrid.A coach is needed again at @realmadriden Florentino wants Zidane He's the No.1 choice for the jobhttps://t.co/MdfBDyqaMdpic.twitter.com/UmYotLv3MX — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 7, 2019Juventus gæti líka verið á leiðinni út úr Meistaradeildinni en útkoman á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni gæti ráðið örlögum Massimiliano Allegri í Torínó. Juventus þætti örugglega mjög spennandi að fá Zidane og Cristiano Ronaldo til að vinna aftur saman en það bar svo sannarlega góðan árangur á Spáni. Að lokum vill Real Madrid auðvitað fá aftur manninn sem vann níu titla á tveimur og hálfu tímabili á Santiago Bernabéu. Það gæti samt verið erfitt fyrir spænska félagið að sannfæra Zinedine Zidane um að koma aftur til félagsins. Hans hugur leitar eflaust til nýrra ævintýra í nýju landi enda búinn að vinna allt sem hann gat með Real Madrid.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð