Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Jónas Már Torfason skrifar 11. mars 2019 06:15 Boeing 737 Max vél Icelandair. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir öryggið ætíð vera í fyrirrúmi hjá flugfélaginu. Ný Boeing 737 Max farþegaþota Ethiopian Airlines hrapaði rétt fyrir utan höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, sex mínútum eftir flugtak í gær. 157 manns voru um borð og létu lífið. Sams konar þota hrapaði í október síðastliðnum yfir Jakarta í Indónesíu, tólf mínútum eftir flugtak. Icelandair gerir út þrjár svona þotur en Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair, segir ótímabært að tengja slysin tvö saman. „Það er ekkert vitað um hvað gerðist þarna og í raun ekkert sem gerir það að verkum að maður fari að hugsa til einhverra aðgerða,“ segir Jens í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að rúmlega 300 vélar sem þessar séu í umferð á degi hverjum um allan heim. Ekkert bendi til að slysið í gær hafi orðið vegna vélarbilunar. „Eins og alltaf er samt öryggið í fyrirrúmi hjá okkur. Við grandskoðum vélarnar fyrir hvert flug og tryggjum að öryggið njóti vafans,“ segir Jens og bætir við að fulltrúar Icelandair séu ávallt í samskiptum við Boeing, sérstaklega þegar atvik sem þessi koma upp. „Mögulega koma til einhverjar aðgerðir eftir því sem rannsókninni vindur fram, ef tilefni er til þess,“ segir Jens. „Við erum að bíða eftir því að fólk átti sig og við tökum stöðuna þegar eitthvað kemur í ljós um ástæður slyssins, en enn sem komið er er engin ástæða til að óttast þessar vélar.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir öryggið ætíð vera í fyrirrúmi hjá flugfélaginu. Ný Boeing 737 Max farþegaþota Ethiopian Airlines hrapaði rétt fyrir utan höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, sex mínútum eftir flugtak í gær. 157 manns voru um borð og létu lífið. Sams konar þota hrapaði í október síðastliðnum yfir Jakarta í Indónesíu, tólf mínútum eftir flugtak. Icelandair gerir út þrjár svona þotur en Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Icelandair, segir ótímabært að tengja slysin tvö saman. „Það er ekkert vitað um hvað gerðist þarna og í raun ekkert sem gerir það að verkum að maður fari að hugsa til einhverra aðgerða,“ segir Jens í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að rúmlega 300 vélar sem þessar séu í umferð á degi hverjum um allan heim. Ekkert bendi til að slysið í gær hafi orðið vegna vélarbilunar. „Eins og alltaf er samt öryggið í fyrirrúmi hjá okkur. Við grandskoðum vélarnar fyrir hvert flug og tryggjum að öryggið njóti vafans,“ segir Jens og bætir við að fulltrúar Icelandair séu ávallt í samskiptum við Boeing, sérstaklega þegar atvik sem þessi koma upp. „Mögulega koma til einhverjar aðgerðir eftir því sem rannsókninni vindur fram, ef tilefni er til þess,“ segir Jens. „Við erum að bíða eftir því að fólk átti sig og við tökum stöðuna þegar eitthvað kemur í ljós um ástæður slyssins, en enn sem komið er er engin ástæða til að óttast þessar vélar.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Farþegaflugvél Ethiopian Airlines hrapaði á leið til Naíróbí Forsætisráðherra Eþíópíu hefur staðfest að vél af gerðinni Boeing 737 hafi hrapað. 10. mars 2019 08:38