"Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. mars 2019 09:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. Vísir/vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. „Það er ekki aðeins um að ræða yfirstandandi lífróður WOW, þó vissulega setji staða félagsins ein og sér stórt strik í reikninginn“. Þetta segir Þorsteinn í stöðuuppfærslu sem hann ritar á Facebook. „Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað.“ Þorsteinn telur upp marga óvissuþætti máli sínu til stuðnings „Ekkert varð af loðnuvertíð, sem ráð er gert fyrir í efnahagsforsendum stjórnarinnar, ferðamönnum fer fækkandi, fasteignamarkaður sýnir skýr merki kólnunar þessa dagana, verulega hefur dregið úr vexti einkaneyslu og raunar eru flestir hagvísar niður á við þessa dagana. Stjórnendur fyrirtækja hafa ekki verið jafn svartsýnir um langt árabil.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir þessa óvissu sem er uppi hafi ríkisstjórnin ákveðið að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert væri. „Það fellur þá væntanlega í hlut þingsins að koma áætlun ríkisstjórnarinnar niður á jörðina og aðlaga að þeim efnahagslega veruleika sem við blasir. Fullkomið aðhaldsleysi ríkisstjórnarinnar í fyrstu tveimur fjárlögum hennar sníður þinginu nokkuð þröngan stakk ef takst á að koma í veg fyrir að skera þurfi niður í ríkisfjármálum eina ferðina enn á tímum efnahagslegrar niðursveiflu“. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þó viðtali í Bítinu í morgun að fjármálaáætlunin byggði á hinum ýmsu spám og gerði ráð fyrir óvæntum útgjöldum en Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, lét í ljós sömu áhyggjur og Þorsteinn. Alþingi Bítið Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45 Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. „Það er ekki aðeins um að ræða yfirstandandi lífróður WOW, þó vissulega setji staða félagsins ein og sér stórt strik í reikninginn“. Þetta segir Þorsteinn í stöðuuppfærslu sem hann ritar á Facebook. „Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað.“ Þorsteinn telur upp marga óvissuþætti máli sínu til stuðnings „Ekkert varð af loðnuvertíð, sem ráð er gert fyrir í efnahagsforsendum stjórnarinnar, ferðamönnum fer fækkandi, fasteignamarkaður sýnir skýr merki kólnunar þessa dagana, verulega hefur dregið úr vexti einkaneyslu og raunar eru flestir hagvísar niður á við þessa dagana. Stjórnendur fyrirtækja hafa ekki verið jafn svartsýnir um langt árabil.“ Þorsteinn segir að þrátt fyrir þessa óvissu sem er uppi hafi ríkisstjórnin ákveðið að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert væri. „Það fellur þá væntanlega í hlut þingsins að koma áætlun ríkisstjórnarinnar niður á jörðina og aðlaga að þeim efnahagslega veruleika sem við blasir. Fullkomið aðhaldsleysi ríkisstjórnarinnar í fyrstu tveimur fjárlögum hennar sníður þinginu nokkuð þröngan stakk ef takst á að koma í veg fyrir að skera þurfi niður í ríkisfjármálum eina ferðina enn á tímum efnahagslegrar niðursveiflu“. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þó viðtali í Bítinu í morgun að fjármálaáætlunin byggði á hinum ýmsu spám og gerði ráð fyrir óvæntum útgjöldum en Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, lét í ljós sömu áhyggjur og Þorsteinn.
Alþingi Bítið Efnahagsmál Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45 Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30 Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29 Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. 23. mars 2019 12:45
Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. 25. mars 2019 09:30
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. 23. mars 2019 13:29
Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. 24. mars 2019 13:00