Trump barmar sér yfir að hafa ekki fengið þakkir fyrir jarðarför McCain Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2019 20:59 Eins og oft áður fór Trump um víðan völl í ræðu sinni. Sagði hann McCain meðal annars ekki vera sína tegund af manni. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á John McCain, fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana, áfram í ræðu í skriðdrekaverksmiðju í Ohio í dag þrátt fyrir að meira en hálft ár sé liðið frá andláti hans. Kvartaði forsetinn undan því að honum hefði ekki verið þakkað fyrir að samþykkja að McCain fengi opinbera útför. McCain var gagnrýninn á persónu og stefnu Trump en atkvæði hans sem átti þátt í að fella frumvarp repúblikana um að afnema sjúkratryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2017 virðist vera það sem Trump hefur ekki getað fyrirgefið. Andlát McCain af völdum krabbameins í heila í ágúst í fyrra virðist ekki hafa sefað reiði Bandaríkjaforseta í garð hans. Undanfarna daga hefur Trump ítrekað gagnrýnt McCain bæði í ræðu og í tísti þrátt fyrir að félagar hans í Repúblikanaflokknum hafi biðlað til hans að láta af árásum sínum á þennan fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins sem margir telja stríðshetju. Á viðburði í skriðdrekaverksmiðju í Ohio sem Trump heimsótti í dag veik hann frá skrifaðri ræðu og fór enn og aftur mikinn um McCain, nú vegna þess að hann hefði ekki fengið hrós fyrir að veita McCain opinbera útför. „Ég lýsti yfir stuðningi við hann að hans beiðni og ég gaf honum jarðarförina sem hann vildi sem ég sem forseti varð að samþykkja. Mér er alveg sama um þetta. Ég fékk ekki þakkir fyrir. Það er allt í lagi. Við sendum hann áfram, en ég var ekki aðdáandi Johns McCain,“ sagði forseti Bandaríkjanna.Pres. Trump on the late Sen. John McCain: "I gave him the kind of funeral that he wanted—which as president I had to approve. I don't care about this. I didn't get a thank you. That's okay." https://t.co/oEDI3NdVLC pic.twitter.com/jMIU6WSfdj— ABC News (@ABC) March 20, 2019 Nokkrir þingmenn repúblikana hafa lofað McCain undanfarna daga en veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, sagðist þó ekki skilja hvers vegna forsetinn vanvirti McCain. Johnny Isakson, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, sagði ummæli Trump „hörmuleg“. Ítrekaðar árásir Trump á McCain virðast einnig hafa kallað tröllaher yfir fjölskyldu öldungadeildarþingmannsins látna, að sögn Washington Post. Meghan McCain, dóttir hans, birti þannig mynd af skilaboðum sem hún hafði fengið frá konu sem kallaði föður hennar „svikara“ og fagnaði andláti hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á John McCain, fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana, áfram í ræðu í skriðdrekaverksmiðju í Ohio í dag þrátt fyrir að meira en hálft ár sé liðið frá andláti hans. Kvartaði forsetinn undan því að honum hefði ekki verið þakkað fyrir að samþykkja að McCain fengi opinbera útför. McCain var gagnrýninn á persónu og stefnu Trump en atkvæði hans sem átti þátt í að fella frumvarp repúblikana um að afnema sjúkratryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2017 virðist vera það sem Trump hefur ekki getað fyrirgefið. Andlát McCain af völdum krabbameins í heila í ágúst í fyrra virðist ekki hafa sefað reiði Bandaríkjaforseta í garð hans. Undanfarna daga hefur Trump ítrekað gagnrýnt McCain bæði í ræðu og í tísti þrátt fyrir að félagar hans í Repúblikanaflokknum hafi biðlað til hans að láta af árásum sínum á þennan fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins sem margir telja stríðshetju. Á viðburði í skriðdrekaverksmiðju í Ohio sem Trump heimsótti í dag veik hann frá skrifaðri ræðu og fór enn og aftur mikinn um McCain, nú vegna þess að hann hefði ekki fengið hrós fyrir að veita McCain opinbera útför. „Ég lýsti yfir stuðningi við hann að hans beiðni og ég gaf honum jarðarförina sem hann vildi sem ég sem forseti varð að samþykkja. Mér er alveg sama um þetta. Ég fékk ekki þakkir fyrir. Það er allt í lagi. Við sendum hann áfram, en ég var ekki aðdáandi Johns McCain,“ sagði forseti Bandaríkjanna.Pres. Trump on the late Sen. John McCain: "I gave him the kind of funeral that he wanted—which as president I had to approve. I don't care about this. I didn't get a thank you. That's okay." https://t.co/oEDI3NdVLC pic.twitter.com/jMIU6WSfdj— ABC News (@ABC) March 20, 2019 Nokkrir þingmenn repúblikana hafa lofað McCain undanfarna daga en veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, sagðist þó ekki skilja hvers vegna forsetinn vanvirti McCain. Johnny Isakson, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, sagði ummæli Trump „hörmuleg“. Ítrekaðar árásir Trump á McCain virðast einnig hafa kallað tröllaher yfir fjölskyldu öldungadeildarþingmannsins látna, að sögn Washington Post. Meghan McCain, dóttir hans, birti þannig mynd af skilaboðum sem hún hafði fengið frá konu sem kallaði föður hennar „svikara“ og fagnaði andláti hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40