Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 11:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið ætlar ekki að greiða rúmlega milljarðar króna aukagreiðslu sem pólsk skipasmíðastöð hefur lagt fram vegna byggingar nýrrar Vestmannaeyjarferju. Þetta fullyrðir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sem segir mögulegt að deila fari fyrir gerðardóm á Íslandi. Nýi Herjólfur hefur verið í smíðum hjá pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. en upphaflega átti að afhenda ferjuna í fyrra. Ferjan er nú talin svo gott sem tilbúin en þá strandar á kröfu stöðvarinnar um 1,2 milljarða króna í aukagreiðslu sem nemur um þriðjungi af heildarverði hennar. Sigurður Ingi sagði kröfu skipasmíðastöðvarinnar tilhæfulausa í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vegagerðin hafi gert sérstaka samninga um öll viðbótarverk sem stöðin hafi unnið vegna ferjunnar. Því telji hann eðlilegt að Vegagerðin hafi leitað til danskrar sérhæfðrar lögfræðistofu. Lögmenn beggja aðila ræði nú saman. Verði ágreiningur áfram til staðar sé hægt að fara með málið fyrir gerðardóm í Reykjavík. Sagði Sigurður Ingi að það gæti orðið niðurstaðan. „Þessi reikningur verður ekki greiddur, ekki nema við séum dæmd til þess því hann er tilhæfulaus að okkar mati,“ sagði samgönguráðherrann. Ekki sé þó ætlunin að bíða eftir niðurstöðu gerðardóms áður en ferjan verður afhent. Sigurður Ingi sagði að það væri hluti af samningum nú að ganga frá því að skipið verði afhent og að skipasmíðastöðin fái lögbundna lokagreiðslu sína. Sagðist ráðherrann vonast til þess að ferjan fáist til Íslands á næstu vikum og fyrir sumarið. „Það er auðvitað háð því hvort að það séu eðlilegir viðskiptahættir sem eru stundaðir þarna,“ sagði hann. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Sjá meira
Íslenska ríkið ætlar ekki að greiða rúmlega milljarðar króna aukagreiðslu sem pólsk skipasmíðastöð hefur lagt fram vegna byggingar nýrrar Vestmannaeyjarferju. Þetta fullyrðir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sem segir mögulegt að deila fari fyrir gerðardóm á Íslandi. Nýi Herjólfur hefur verið í smíðum hjá pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. en upphaflega átti að afhenda ferjuna í fyrra. Ferjan er nú talin svo gott sem tilbúin en þá strandar á kröfu stöðvarinnar um 1,2 milljarða króna í aukagreiðslu sem nemur um þriðjungi af heildarverði hennar. Sigurður Ingi sagði kröfu skipasmíðastöðvarinnar tilhæfulausa í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vegagerðin hafi gert sérstaka samninga um öll viðbótarverk sem stöðin hafi unnið vegna ferjunnar. Því telji hann eðlilegt að Vegagerðin hafi leitað til danskrar sérhæfðrar lögfræðistofu. Lögmenn beggja aðila ræði nú saman. Verði ágreiningur áfram til staðar sé hægt að fara með málið fyrir gerðardóm í Reykjavík. Sagði Sigurður Ingi að það gæti orðið niðurstaðan. „Þessi reikningur verður ekki greiddur, ekki nema við séum dæmd til þess því hann er tilhæfulaus að okkar mati,“ sagði samgönguráðherrann. Ekki sé þó ætlunin að bíða eftir niðurstöðu gerðardóms áður en ferjan verður afhent. Sigurður Ingi sagði að það væri hluti af samningum nú að ganga frá því að skipið verði afhent og að skipasmíðastöðin fái lögbundna lokagreiðslu sína. Sagðist ráðherrann vonast til þess að ferjan fáist til Íslands á næstu vikum og fyrir sumarið. „Það er auðvitað háð því hvort að það séu eðlilegir viðskiptahættir sem eru stundaðir þarna,“ sagði hann.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Sjá meira
Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45
Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30