Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 15:07 Barr var spurður út í Mueller-skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag eiga von á að hann birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um meint samráð framboðs Donalds Trump forseta við Rússa innan viku. Hann skýri jafnframt hvers vegna sumir hlutar skýrslunnar hafi verið ritskoðaðir. Ráðherrann hefur farið yfir skýrslu Mueller síðustu vikur með það fyrir augum að ritskoða hluta hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta opinberlega. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að fá skýrsluna óritskoðaða í hendur og öll gögn sem hún byggir á að auki. Barr var spurður út í skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag en það var í fyrsta skipti sem hann hefur setið fyrir svörum frá því að Mueller skilaði skýrslu sinni í síðasta mánuði, að sögn Washington Post. Sagði hann að upphaflega áætlun hans um að afhenda þinginu skýrsluna um miðjan apríl stæði. „Þetta ferli hefur gengið mjög vel fyrir sig og upphafleg tímaáætlun mín um að geta birt þetta um miðjan apríl stendur og ég tel, frá mínum sjónarhóli, innan vika, verði ég í aðstöðu til að birta skýrsluna almenningi,“ sagði Barr. Fram að þessu er það eina sem vitað er um skýrslu Mueller fjögurra blaðsíðna bréf Barr til þingsins þar sem hann dró saman niðurstöðurnar. Barr sagði að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Mueller hafi ekki mælt með að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar en hann hafi heldur ekki getað hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump skipaði Barr í embættið eftir að hann rak Jeff Sessions, fyrsta dómsmálaráðherra sinn, eftir þingkosningarnar í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag eiga von á að hann birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um meint samráð framboðs Donalds Trump forseta við Rússa innan viku. Hann skýri jafnframt hvers vegna sumir hlutar skýrslunnar hafi verið ritskoðaðir. Ráðherrann hefur farið yfir skýrslu Mueller síðustu vikur með það fyrir augum að ritskoða hluta hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta opinberlega. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að fá skýrsluna óritskoðaða í hendur og öll gögn sem hún byggir á að auki. Barr var spurður út í skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag en það var í fyrsta skipti sem hann hefur setið fyrir svörum frá því að Mueller skilaði skýrslu sinni í síðasta mánuði, að sögn Washington Post. Sagði hann að upphaflega áætlun hans um að afhenda þinginu skýrsluna um miðjan apríl stæði. „Þetta ferli hefur gengið mjög vel fyrir sig og upphafleg tímaáætlun mín um að geta birt þetta um miðjan apríl stendur og ég tel, frá mínum sjónarhóli, innan vika, verði ég í aðstöðu til að birta skýrsluna almenningi,“ sagði Barr. Fram að þessu er það eina sem vitað er um skýrslu Mueller fjögurra blaðsíðna bréf Barr til þingsins þar sem hann dró saman niðurstöðurnar. Barr sagði að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Mueller hafi ekki mælt með að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar en hann hafi heldur ekki getað hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump skipaði Barr í embættið eftir að hann rak Jeff Sessions, fyrsta dómsmálaráðherra sinn, eftir þingkosningarnar í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21