Seinka barneignum og skipuleggja lífshlaupið Sighvatur Jónsson skrifar 6. apríl 2019 20:00 Hver kona á Íslandi hefur aldrei fætt færri börn en nú, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísir/Gvendur Konur á Íslandi eignast börn síðar á lífsleiðinni en áður. Nú er meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn rúmlega 28 ár. Markþjálfi segir að yngri kynslóðir skipuleggi lífshlaup sitt betur en foreldrar þeirra og seinki barneignum meðal annars vegna þess. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um barneignir minnkar frjósemi íslenskra kvenna, er þar átt við fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu. Íslenskar konur hafa aldrei eignast færri börn en nú. Viðmiðið er 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum. Talan er komin niður í 1,7 börn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi segir að fólk sem leitar til hennar velti fyri sér hvaða möguleika það hafi áður en það setji sér fasta ramma í lífinu. Fólk spyrji sig hvað það langi til að gera áður en það fari að bera meiri ábyrgð. Aðalheiður segir yngra fólk leggja meira upp úr því að skipuleggja æviskeiðið en forfeður og -mæður gerðu. „Núna hefur fólk miklu meira val um það hvaða stefnu það á að taka og hvenær það gerir hlutina. Fólk er miklu meira að hugsa um að fá upplifun og sækjast eftir því að fá lífsfyllingu. Það skiptir meira máli en að lifa upp í einhvern standard sem foreldrar eða samfélagið setur.“Fæðingartíðni á síðasta ári eftir aldri kvenna.Vísir/GvendurMeðalaldur mæðra hefur hækkað síðustu áratugi. Fram yfir 1980 var meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn um 22 ár en hefur hækkað upp í ríflega 28 ár.Fjöldi fæddra barna eftir hjúskaparstöðu móður.Vísir/GvendurÞá sýna tölur Hagstofunnar glögglega að fólk leggur minna upp úr því að gifta sig vegna barneigna en áður. Frá 1961 hefur hlutfall barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74% í tæp 30%. Hlutfall barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13% í ríflega 56% á sama tímabili. „Það eru miklu fleiri sem eru ekki að miða við það að fara í samband til þess að eignast börn. Til dæmis samkynhneigðir og þeir sem vilja vera einir, þeir taka þessar ákvarðanir seinna,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Konur á Íslandi eignast börn síðar á lífsleiðinni en áður. Nú er meðalaldur kvenna sem eignast sitt fyrsta barn rúmlega 28 ár. Markþjálfi segir að yngri kynslóðir skipuleggi lífshlaup sitt betur en foreldrar þeirra og seinki barneignum meðal annars vegna þess. Samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar um barneignir minnkar frjósemi íslenskra kvenna, er þar átt við fjölda fæddra barna á ævi hverrar konu. Íslenskar konur hafa aldrei eignast færri börn en nú. Viðmiðið er 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjöldanum. Talan er komin niður í 1,7 börn. Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi segir að fólk sem leitar til hennar velti fyri sér hvaða möguleika það hafi áður en það setji sér fasta ramma í lífinu. Fólk spyrji sig hvað það langi til að gera áður en það fari að bera meiri ábyrgð. Aðalheiður segir yngra fólk leggja meira upp úr því að skipuleggja æviskeiðið en forfeður og -mæður gerðu. „Núna hefur fólk miklu meira val um það hvaða stefnu það á að taka og hvenær það gerir hlutina. Fólk er miklu meira að hugsa um að fá upplifun og sækjast eftir því að fá lífsfyllingu. Það skiptir meira máli en að lifa upp í einhvern standard sem foreldrar eða samfélagið setur.“Fæðingartíðni á síðasta ári eftir aldri kvenna.Vísir/GvendurMeðalaldur mæðra hefur hækkað síðustu áratugi. Fram yfir 1980 var meðalaldur kvenna sem eignuðust sitt fyrsta barn um 22 ár en hefur hækkað upp í ríflega 28 ár.Fjöldi fæddra barna eftir hjúskaparstöðu móður.Vísir/GvendurÞá sýna tölur Hagstofunnar glögglega að fólk leggur minna upp úr því að gifta sig vegna barneigna en áður. Frá 1961 hefur hlutfall barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74% í tæp 30%. Hlutfall barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13% í ríflega 56% á sama tímabili. „Það eru miklu fleiri sem eru ekki að miða við það að fara í samband til þess að eignast börn. Til dæmis samkynhneigðir og þeir sem vilja vera einir, þeir taka þessar ákvarðanir seinna,“ segir Aðalheiður Sigursveinsdóttir markþjálfi.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira