Framkvæmdastjóri ESA segir boðskapinn ekki fela í sér andúð á innflytjendum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. apríl 2019 19:30 Öryggis- og herskóli boðaði til kynningarfundar hér á landi um námskeið í vopnaburði í dag. Ekkert varð þó af fundinum þar sem staðarhaldarar neituðu að hýsa fundinn. Framkvæmdastjóri skólans vísar því alfarið á bug að í boðskapnum felist andúð á innflytjendum. Til stóð að halda kynningarfund um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum í dag. En það er öryggis- og herskólinn European Security Academy sem stendur fyrir námskeiðinu. Kynningarfundurinn átti að fara fram á Grand Hotel í dag. Ekkert varð af fundinum þar sem Grand Hotel ákvað að þar skyldi hann ekki fara fram. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hotels við fréttastofu í morgun en hún vildi ekki fara nánar út í ástæður ákvörðunarinnar. Þegar í ljós kom kynningarfundinum hefði verið úthýst af hótelinu höfðu forsvarsmenn ESA samband við veitingastaðinn Sólon í Bankastræti, en staðurinn varð ekki við ósk þeirra. Hefur því fundinum verið frestað þar til rými finnst.Til stóð að námskeiðið færi fram á Grand Hótel í dag.vísir/egillSamtök hernaðarandstæðinga sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæma fundinn. Formaður samtakanna segir þátttakendur námskeiðisins hafa lýst því yfir að þeir séu að verja sig gegn útlendingum og flóttamönnum. „Okkur finnst almennt séð vafasamt að einkaaðilar standi fyrir því senda Íslendinga í einhverja vopnaþjálfun í herskóla í Austur Evrópu í svona herlausu og friðsömu landi,“ sagði Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Bartosz Bryl Framkvæmdastjóri ESA er hissa á gagnrýni sem skólinn hefur fengið hérlendis. Hann segir slíka gagnrýni ekki á lofti í öðrum löndum. „Sem framkvæmdastjóri félagsins er ég sármóðgaður eftir lestur blaðagreinar sem birtist um málið,“ sagði Bartosz Bryl, framkvæmdastjóri ESA. Í umfjöllun Stundarinnar um málið kom fram að einhverjir vilji nýta sér fundinn til að verjast straumi innflytjenda sem hingað koma. Bart segir það alls ekki tilgang skólans. „Nei, það er alls ekki rétt. ESA hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði Bartosz. Bartosz Bryl er framkvæmdastjóri ESAAðsend mynd frá Bartosz BrylJónas Hafsteinsson hjá leyfadeild lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu segir umræddan fund ámælisverðan og í einhverjum tilfellum ólögmætan, ef um er að ræða hatursorðræðu og meðferð skotvopna. Verði fundurinn haldinn á næstu dögum kemur til greina að lögregla stöðvi fundinn. Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19 Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Öryggis- og herskóli boðaði til kynningarfundar hér á landi um námskeið í vopnaburði í dag. Ekkert varð þó af fundinum þar sem staðarhaldarar neituðu að hýsa fundinn. Framkvæmdastjóri skólans vísar því alfarið á bug að í boðskapnum felist andúð á innflytjendum. Til stóð að halda kynningarfund um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum í dag. En það er öryggis- og herskólinn European Security Academy sem stendur fyrir námskeiðinu. Kynningarfundurinn átti að fara fram á Grand Hotel í dag. Ekkert varð af fundinum þar sem Grand Hotel ákvað að þar skyldi hann ekki fara fram. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hotels við fréttastofu í morgun en hún vildi ekki fara nánar út í ástæður ákvörðunarinnar. Þegar í ljós kom kynningarfundinum hefði verið úthýst af hótelinu höfðu forsvarsmenn ESA samband við veitingastaðinn Sólon í Bankastræti, en staðurinn varð ekki við ósk þeirra. Hefur því fundinum verið frestað þar til rými finnst.Til stóð að námskeiðið færi fram á Grand Hótel í dag.vísir/egillSamtök hernaðarandstæðinga sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæma fundinn. Formaður samtakanna segir þátttakendur námskeiðisins hafa lýst því yfir að þeir séu að verja sig gegn útlendingum og flóttamönnum. „Okkur finnst almennt séð vafasamt að einkaaðilar standi fyrir því senda Íslendinga í einhverja vopnaþjálfun í herskóla í Austur Evrópu í svona herlausu og friðsömu landi,“ sagði Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Bartosz Bryl Framkvæmdastjóri ESA er hissa á gagnrýni sem skólinn hefur fengið hérlendis. Hann segir slíka gagnrýni ekki á lofti í öðrum löndum. „Sem framkvæmdastjóri félagsins er ég sármóðgaður eftir lestur blaðagreinar sem birtist um málið,“ sagði Bartosz Bryl, framkvæmdastjóri ESA. Í umfjöllun Stundarinnar um málið kom fram að einhverjir vilji nýta sér fundinn til að verjast straumi innflytjenda sem hingað koma. Bart segir það alls ekki tilgang skólans. „Nei, það er alls ekki rétt. ESA hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði Bartosz. Bartosz Bryl er framkvæmdastjóri ESAAðsend mynd frá Bartosz BrylJónas Hafsteinsson hjá leyfadeild lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu segir umræddan fund ámælisverðan og í einhverjum tilfellum ólögmætan, ef um er að ræða hatursorðræðu og meðferð skotvopna. Verði fundurinn haldinn á næstu dögum kemur til greina að lögregla stöðvi fundinn.
Innflytjendamál Reykjavík Tengdar fréttir Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19 Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Segir óvandaðar umfjallanir hafa haft áhrif á viðhorf fólks Halldór Fannar Kristjánsson segir misskilnings gæta um eðli kynningarfundar á námi European Security Academy, sem fara átti fram á Grand Hótel í dag. 6. apríl 2019 14:19
Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Til stóð að European Security Academy héldi námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og skyldum verkefnum á hótelinu í dag. 6. apríl 2019 10:54