Veggjöld verði frekar reglan en undantekningin Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. apríl 2019 15:56 Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um fjármögnun samgöngukerfis, telur að til lengri tíma litið verði veggjöld frekar reglan en undantekningin við fjármögnun innviða í samgöngukerfinu. Spurningin snúist ekki um hvort við tökum upp veggjöld heldur hvenær. „Þeir skattstofnar sem samfélagið og ríkið hefur í dag til að fjármagna meðal annars þennan þátt - sem var nú einu sinni markaðar tekjur sem eru reyndar horfnar í dag samkvæmt lögum um opinber fjárlög - fara þverrandi eftir því sem bifreiðar verða umhverfisvænni og því þarf að leita nýrra leiða til þess að afla fjármagns til þess að byggja okkar innviði í samgöngum,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur er sannfærður um að hér á landi verði tekin upp veggjöld. „Umræðan þarf að eiga sér stað. Ég get alveg skilið að þetta sé ekki eitthvað sem hægt er að hlaupa til og gera. Það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða um þetta og sátt í samfélaginu. Ég skil líka að það verði aldrei allir sammála um að fara þessa leið en við erum einfaldlega þvinguð til þess til lengri tíma litið. Það er bara spurning hvenær við förum þessa leið og hvar.“ Starfshópurinn skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag og hófst klukkan 13:00. Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Flýtiframkvæmdirnar níu eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og hefur hópurinn reiknað út að henti vel að fjármagna með gjaldtöku af umferð. Áætlað er að flýtiframkvæmdirnar muni kosta samtals um 40 milljarða króna á næstu sjö árum. Leiðarljós hópsins var að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Forgangsverkefnin níu eru eftirfarandi: Grindavíkurvegur – Bláalónsvegur – Grindavík Reykjanesbraut – Fitjar-Flugstöð Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun Suðurlandsvegur – Biskupstungnabraut- Kambar Suðurlandsvegur – Fossvellir – Norðlingavað Suðurlandsvegur – Skeiðavegamót – Selfoss Suðurlandsvegur – Ölfusárbrú Vesturlandsvegur – Hvalfjarðargöng – Borgarnes Vesturlandsvegur – Þingvallavegur – Leirvogstunga og um Kjalarnes Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshóps um fjármögnun samgöngukerfis, telur að til lengri tíma litið verði veggjöld frekar reglan en undantekningin við fjármögnun innviða í samgöngukerfinu. Spurningin snúist ekki um hvort við tökum upp veggjöld heldur hvenær. „Þeir skattstofnar sem samfélagið og ríkið hefur í dag til að fjármagna meðal annars þennan þátt - sem var nú einu sinni markaðar tekjur sem eru reyndar horfnar í dag samkvæmt lögum um opinber fjárlög - fara þverrandi eftir því sem bifreiðar verða umhverfisvænni og því þarf að leita nýrra leiða til þess að afla fjármagns til þess að byggja okkar innviði í samgöngum,“ segir Eyjólfur. Eyjólfur er sannfærður um að hér á landi verði tekin upp veggjöld. „Umræðan þarf að eiga sér stað. Ég get alveg skilið að þetta sé ekki eitthvað sem hægt er að hlaupa til og gera. Það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða um þetta og sátt í samfélaginu. Ég skil líka að það verði aldrei allir sammála um að fara þessa leið en við erum einfaldlega þvinguð til þess til lengri tíma litið. Það er bara spurning hvenær við förum þessa leið og hvar.“ Starfshópurinn skilaði í dag skýrslu um flýtiframkvæmdir og leiðir til fjármögnunar þeirra en Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, fjallaði um niðurstöðurnar á kynningarfundi sem fór fram í samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytinu í dag og hófst klukkan 13:00. Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. Flýtiframkvæmdirnar níu eru allar utan höfuðborgarsvæðisins og hefur hópurinn reiknað út að henti vel að fjármagna með gjaldtöku af umferð. Áætlað er að flýtiframkvæmdirnar muni kosta samtals um 40 milljarða króna á næstu sjö árum. Leiðarljós hópsins var að leita leiða til að flýta uppbyggingu brýnna samgöngumannvirkja í þágu umferðaröryggis. Forgangsverkefnin níu eru eftirfarandi: Grindavíkurvegur – Bláalónsvegur – Grindavík Reykjanesbraut – Fitjar-Flugstöð Reykjanesbraut – Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun Suðurlandsvegur – Biskupstungnabraut- Kambar Suðurlandsvegur – Fossvellir – Norðlingavað Suðurlandsvegur – Skeiðavegamót – Selfoss Suðurlandsvegur – Ölfusárbrú Vesturlandsvegur – Hvalfjarðargöng – Borgarnes Vesturlandsvegur – Þingvallavegur – Leirvogstunga og um Kjalarnes
Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Vilja flýta framkvæmdum vegna umferðaröryggis Starfshópurinn setti saman lista yfir níu verkefni sem þykir rétt að flýta með hliðsjón af umferðaröryggi, umferðarþunga og þjóðhagslegum ábata af framkvæmdum. 5. apríl 2019 14:41