Skaðabótamáli fyrrverandi rekstraraðila Iðnó gegn borginni vísað frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2019 11:50 Margrét Rósa Einarsdóttir og Iðnó ehf. sáu um Iðnó um árabil. Mynd/Aðsend/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.Forsaga málsins er sú að árið 2017auglýsti menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurí samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkur eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu „undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins.“ Iðnó ehf. hafði þá rekið og leigt Iðnó í sextán ár.Þriggja manna matsnefnd menningar- og ferðamálaráðs komst að þeirri niðurstöðu að ganga til samninga við Þórir Bergsson og René Boonkemap um rekstur Iðnó.Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Margrét Rósa Einarsdóttir, forsvarsmaður Iðnó ehf. vera slegin yfir ákvörðun borgarinnar.„Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifaði Margrét Rósa á Facebook vegna málsins. IðnóFréttablaðið/Sigtryggur Ari.Umboðsmaður borgarbúa taldi ekki nógu vel staðið að málinu Í dómi Héraðsdóms má sjá að Iðnó ehf. kvartaði til Umboðsmanns borgarbúa vegna málsins. Komst hann að þeirri niðurstöðu að leggja hefði mátt betri grundvöll að ákvörðuninni. Þá óskaði félagið eftir því að Reykjavíkurborg tæki afstöðu til skaðabótaskyldu vegna málsins, sem borgin hafnaði. Höfðaði Iðnó því mál gegn Reykjavíkurborg. Taldi Iðnó ehf. sig eiga rétt til skaðabóta úr hendi borgarinnar vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri fasteignarinnar Iðnó og vegna útlagðs kostnaðar og fjárfestinga í búnaði. Ekki var óskað eftir sérstakri fjárhæð en óskað yrði eftir mati dómkvaddra matsmanna til að meta tjón stefnanda ef fallist yrði á skaðabótaskyldu. Reykjavíkurborg hafnaði skaðabótaskyldu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi. Ætlað tjón væri með öllu ósannað og borgin hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi við málsmeðferðina. Gætt hafi verið jafnræðis og að tilboð Iðnó ehf. hafi verið mun lægra en tilboðinu sem var tekið. Þá væri málið verulega vanreifað þar sem ekki væri gert grein fyrir því hvað fælist í ætluðu tjóni Iðnó ehf., eða hvers eðlis það væri. Á þetta féllst dómari málsins en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir meðal annars að engin grein sé gerð fyrir hinu ætlaða tjóni vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri Iðnó, og þá sérstaklega á hvaða sjónarmiðum slík krafa sé byggð og hvernig það megi rekja til þeirrar athafnar borgarinnar að leigja Iðnó til þriðja aðila. Þá væri ekki gerð fullnægjandi grein fyrir tjóni vegna útlagðs kostnaðar eða fjárfestinga í búnaði né á því hvaða grundvelli krafa um bætur fyrir það tjón væri byggð. „Að þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi,“ segir í dómi Héraðsdóms auk þess sem að Iðnó ehf. þarf að greiða Reykjavíkurborg 400 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.Forsaga málsins er sú að árið 2017auglýsti menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurí samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkur eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu „undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins.“ Iðnó ehf. hafði þá rekið og leigt Iðnó í sextán ár.Þriggja manna matsnefnd menningar- og ferðamálaráðs komst að þeirri niðurstöðu að ganga til samninga við Þórir Bergsson og René Boonkemap um rekstur Iðnó.Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Margrét Rósa Einarsdóttir, forsvarsmaður Iðnó ehf. vera slegin yfir ákvörðun borgarinnar.„Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“ skrifaði Margrét Rósa á Facebook vegna málsins. IðnóFréttablaðið/Sigtryggur Ari.Umboðsmaður borgarbúa taldi ekki nógu vel staðið að málinu Í dómi Héraðsdóms má sjá að Iðnó ehf. kvartaði til Umboðsmanns borgarbúa vegna málsins. Komst hann að þeirri niðurstöðu að leggja hefði mátt betri grundvöll að ákvörðuninni. Þá óskaði félagið eftir því að Reykjavíkurborg tæki afstöðu til skaðabótaskyldu vegna málsins, sem borgin hafnaði. Höfðaði Iðnó því mál gegn Reykjavíkurborg. Taldi Iðnó ehf. sig eiga rétt til skaðabóta úr hendi borgarinnar vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri fasteignarinnar Iðnó og vegna útlagðs kostnaðar og fjárfestinga í búnaði. Ekki var óskað eftir sérstakri fjárhæð en óskað yrði eftir mati dómkvaddra matsmanna til að meta tjón stefnanda ef fallist yrði á skaðabótaskyldu. Reykjavíkurborg hafnaði skaðabótaskyldu þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi. Ætlað tjón væri með öllu ósannað og borgin hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi við málsmeðferðina. Gætt hafi verið jafnræðis og að tilboð Iðnó ehf. hafi verið mun lægra en tilboðinu sem var tekið. Þá væri málið verulega vanreifað þar sem ekki væri gert grein fyrir því hvað fælist í ætluðu tjóni Iðnó ehf., eða hvers eðlis það væri. Á þetta féllst dómari málsins en í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir meðal annars að engin grein sé gerð fyrir hinu ætlaða tjóni vegna missis hagnaðar í fimm ár af rekstri Iðnó, og þá sérstaklega á hvaða sjónarmiðum slík krafa sé byggð og hvernig það megi rekja til þeirrar athafnar borgarinnar að leigja Iðnó til þriðja aðila. Þá væri ekki gerð fullnægjandi grein fyrir tjóni vegna útlagðs kostnaðar eða fjárfestinga í búnaði né á því hvaða grundvelli krafa um bætur fyrir það tjón væri byggð. „Að þessu virtu verður ekki hjá því komist að vísa máli þessu frá dómi,“ segir í dómi Héraðsdóms auk þess sem að Iðnó ehf. þarf að greiða Reykjavíkurborg 400 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08