Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. apríl 2019 13:06 Trump var óvinsæll fyrir lok Rússarannsóknarinnar og er það ennþá eftir hana ef marka má kannanir. Vísir/EPA Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa lítið breyst þrátt fyrir að Rússarannsókninni sem hefur plagað forsetatíð hans hafi lokið í síðasta mánuði. Forsetinn og bandamenn hans fullyrða að skýrsla sérstaka rannsakandans hafi hreinsað hann af allri sök en það virðist lítil áhrif hafa haft á afstöðu kjósenda til hans. Rúm vika er nú liðin frá því að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Bandaríkjaþingi að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá, væri lokið. Í bréfi til þingsins lýsti Barr því sem hann sagði meginniðurstöður Mueller: að ekki hafi verið sýnt fram á að framboð Trump hafi átt í vitorði við Rússa. Trump og repúblikanar hafa stokkið á samantekt Barr og sagt hana sýna að skýrslan hreinsi forsetann af öllum ásökunum. Skýrslan hefur þó enn ekki verið birt opinberlega og er ekki búist við að það gerist fyrr en síðar í þessum mánuði. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með störf Trump var 42% í byrjun mars samkvæmt meðaltali vefsíðunnar Five Thirty Eight. Óánægðir voru 53,3%. Í byrjun þessa mánaðar voru 41,1% ánægð með forsetann en 52,8% óánægð.Flokkadrættir og óvissa um niðurstöðurnar Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þó að taka verði þessum tölum með nokkrum fyrirvara þar sem áhrif atburða taki stundum tíma að koma fram í skoðanakönnunum sé engar vísbendingar um að lok Rússarannsóknarinnar hafi markað straumhvörf í afstöðu Bandaríkjamanna til forsetans. Þó nokkrar kannanir hafi verið gerðar eftir að rannsókninni lauk. Sumar þeirra hafi bent til lítilsháttar bætingar fyrir Trump en aðrar hafi sýnt hann tapa fylgi. Þá niðurstöðu segir hann ekki endilega koma á óvart. Flokksdrættir séu miklir í bandarískum stjórnmálum og vinsældir Trump hafi því haldist innan fremur þröngs ramma alla forsetatíð hans. Meiriháttar fréttir af honum hrófli yfirleitt lítið við vinsældum hans í könnunum. Einnig séu vísbendingar um að kjósendur bíði enn eftir því að fá fyllri mynd af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöðurnar er að dómsmálaráðherrann segir að „ekki hafi verið sýnt fram á“ samráð á milli framboðsins og Rússa. Þá hafi sérstaki rannsakandinn sérstaklega tekið fram að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann legði ekki til að hann yrði ákærður. Í könnunum segja 40% ekki telja skýrsluna hreinsa Trump af sök og 31% er ekki visst. Full 80% svarenda í könnunum vilja að skýrslan verði birt opinberlega í heild sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa lítið breyst þrátt fyrir að Rússarannsókninni sem hefur plagað forsetatíð hans hafi lokið í síðasta mánuði. Forsetinn og bandamenn hans fullyrða að skýrsla sérstaka rannsakandans hafi hreinsað hann af allri sök en það virðist lítil áhrif hafa haft á afstöðu kjósenda til hans. Rúm vika er nú liðin frá því að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti Bandaríkjaþingi að rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá, væri lokið. Í bréfi til þingsins lýsti Barr því sem hann sagði meginniðurstöður Mueller: að ekki hafi verið sýnt fram á að framboð Trump hafi átt í vitorði við Rússa. Trump og repúblikanar hafa stokkið á samantekt Barr og sagt hana sýna að skýrslan hreinsi forsetann af öllum ásökunum. Skýrslan hefur þó enn ekki verið birt opinberlega og er ekki búist við að það gerist fyrr en síðar í þessum mánuði. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með störf Trump var 42% í byrjun mars samkvæmt meðaltali vefsíðunnar Five Thirty Eight. Óánægðir voru 53,3%. Í byrjun þessa mánaðar voru 41,1% ánægð með forsetann en 52,8% óánægð.Flokkadrættir og óvissa um niðurstöðurnar Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, segir að þó að taka verði þessum tölum með nokkrum fyrirvara þar sem áhrif atburða taki stundum tíma að koma fram í skoðanakönnunum sé engar vísbendingar um að lok Rússarannsóknarinnar hafi markað straumhvörf í afstöðu Bandaríkjamanna til forsetans. Þó nokkrar kannanir hafi verið gerðar eftir að rannsókninni lauk. Sumar þeirra hafi bent til lítilsháttar bætingar fyrir Trump en aðrar hafi sýnt hann tapa fylgi. Þá niðurstöðu segir hann ekki endilega koma á óvart. Flokksdrættir séu miklir í bandarískum stjórnmálum og vinsældir Trump hafi því haldist innan fremur þröngs ramma alla forsetatíð hans. Meiriháttar fréttir af honum hrófli yfirleitt lítið við vinsældum hans í könnunum. Einnig séu vísbendingar um að kjósendur bíði enn eftir því að fá fyllri mynd af niðurstöðum Mueller. Eina sem vitað er um niðurstöðurnar er að dómsmálaráðherrann segir að „ekki hafi verið sýnt fram á“ samráð á milli framboðsins og Rússa. Þá hafi sérstaki rannsakandinn sérstaklega tekið fram að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann legði ekki til að hann yrði ákærður. Í könnunum segja 40% ekki telja skýrsluna hreinsa Trump af sök og 31% er ekki visst. Full 80% svarenda í könnunum vilja að skýrslan verði birt opinberlega í heild sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15