Sunna keppir um heimsmeistaratitil Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 10:30 Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir mynd/sóllilja baltasarsdóttir Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Sunna Tsunami, getur tryggt sér heimsmeistarabeltið í strávigt í byrjun maí þegar hún tekur þátt í Phoenix Rising bardagakvöldinu. Bardagakvöldið er haldið af Invicta bardagasambandinu en er í samstarfi við UFC. Þar mætast átta bardagakonur í útsláttarkeppni sem endar á því að ein stendur uppi sem sigurvegari og fær heimsmeistarabeltið. Það er stutt síðan því var bætt við kvöldið að sigurvegarinn fengi strávigtarbeltið og yrði heimsmeistari sambandsins með sigri á mótinu. „Hjartað tók kipp því ég sé fyrir mér að draumur minn sé í þann mund að rætast,“ sagði Sunna í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. „Allt sem á undan hefur gengið er alveg eins og það átti að vera og gerast.“ „Ég var staðráðin í því að gerast atvinnukona og berjast fyrir Invicta og einn daginn eignast þetta belti. Núna er ég að fá tækifærið sem ég hef beðið eftir.“ Fyrsti andstæðingur Sunnu á kvöldinu verður Kailin Curran. Hún er að færa sig til Invicta frá UFC þar sem hún átti misjöfnu gengi að fagna. „Curran er verðugur fyrsti andstæðingur og ég hlakka til að mæta henni. Annars skiptir það mig engu máli hverri þeirra ég bæti fyrst. Þær eru allar góðar og ég þarf að geta sigrað hverja einustu þeirra til þess að eiga beltið skilið.“ Bardagakvöldið fer fram 3. maí næst komandi og verður það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45 Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Sunna Tsunami, getur tryggt sér heimsmeistarabeltið í strávigt í byrjun maí þegar hún tekur þátt í Phoenix Rising bardagakvöldinu. Bardagakvöldið er haldið af Invicta bardagasambandinu en er í samstarfi við UFC. Þar mætast átta bardagakonur í útsláttarkeppni sem endar á því að ein stendur uppi sem sigurvegari og fær heimsmeistarabeltið. Það er stutt síðan því var bætt við kvöldið að sigurvegarinn fengi strávigtarbeltið og yrði heimsmeistari sambandsins með sigri á mótinu. „Hjartað tók kipp því ég sé fyrir mér að draumur minn sé í þann mund að rætast,“ sagði Sunna í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í dag. „Allt sem á undan hefur gengið er alveg eins og það átti að vera og gerast.“ „Ég var staðráðin í því að gerast atvinnukona og berjast fyrir Invicta og einn daginn eignast þetta belti. Núna er ég að fá tækifærið sem ég hef beðið eftir.“ Fyrsti andstæðingur Sunnu á kvöldinu verður Kailin Curran. Hún er að færa sig til Invicta frá UFC þar sem hún átti misjöfnu gengi að fagna. „Curran er verðugur fyrsti andstæðingur og ég hlakka til að mæta henni. Annars skiptir það mig engu máli hverri þeirra ég bæti fyrst. Þær eru allar góðar og ég þarf að geta sigrað hverja einustu þeirra til þess að eiga beltið skilið.“ Bardagakvöldið fer fram 3. maí næst komandi og verður það í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45 Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Sunna: Ég er fædd bardagakona Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi. 4. mars 2019 14:45
Sunna snýr aftur í búrið eftir 20 mánaða fjarveru Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst í Kansas eftir tvo mánuði. 4. mars 2019 07:41